Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar?

Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson og Páll Einarsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hver er stærð og staðsetning megineldstöðvar Heklu?

Hekla er megineldstöð á samnefndu eldstöðvakerfi á mörkum Austurgosbeltis og svonefnds Suðurlandsbrotabeltis (sjá mynd). Kerfið er um 40 kílómetra langt og um sjö kílómetra breitt eins og Sveinn Jakobsson skilgreinir það.[1] Sprungureinin nær um 15 kílómetra til suðvesturs og um 25 kílómetra til norðausturs frá Heklu ef miðað er við toppgíg hennar. Suðaustan við Heklukerfið er önnur sprungurein sem kennd er við Vatnafjöll.[2] Hún er stundum talin hluti af Heklukerfinu vegna þess hve lík efnasamsetning basalthrauna þessara eldstöðvakerfa er,[3] en þá er mesta breidd eldstöðvakerfisins um 20 kílómetrar og lengd þess um 60.

Fjallið Hekla er hryggur, hlaðinn upp í eldgosum á nútíma og að einhverju leyti á ísöld, og rís hæst um 1500 metra yfir sjávarmál. Eftir fjallshryggnum endilöngum liggur Heklugjá, gossprunga (eða gossprunguþyrping) sem opnast hefur að minnsta kosti að hluta í flestum Heklugosum á síðari öldum.

Tilvísanir:
  1. ^ Sveinn P. Jakobsson, 1979. Petrology of Recent Basalts of the Eastern Volcanic Zone, Iceland. Náttúrfræðistofnun Íslands, Acta Naturalia Islandica, 26, 1-103.
  2. ^ Sama heimild og í nr. 1.
  3. ^ Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson, 1992. Hekla, fjall með fortíð. Náttúrufræðingurinn, 61, 177-191. Olgeir Sigmarsson og fleiri, 1992. Origin of silicic magma in Iceland revealed by Th isotopes. Geology, 19, 621-624.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Það er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Myndefni kemur úr sama riti.

Höfundar

Guðrún Larsen

jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Guðrún Sverrisdóttir

sérfræðingur við Jarðvísindastofnun HÍ

Haukur Jóhannesson

jarðfræðingur

Árni Hjartarson

jarðfræðingur

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.4.2023

Spyrjandi

Unnur Gottsveinsdóttir

Tilvísun

Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson og Páll Einarsson. „Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2023. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=20159.

Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson og Páll Einarsson. (2023, 17. apríl). Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=20159

Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson og Páll Einarsson. „Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2023. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=20159>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hver er stærð og staðsetning megineldstöðvar Heklu?

Hekla er megineldstöð á samnefndu eldstöðvakerfi á mörkum Austurgosbeltis og svonefnds Suðurlandsbrotabeltis (sjá mynd). Kerfið er um 40 kílómetra langt og um sjö kílómetra breitt eins og Sveinn Jakobsson skilgreinir það.[1] Sprungureinin nær um 15 kílómetra til suðvesturs og um 25 kílómetra til norðausturs frá Heklu ef miðað er við toppgíg hennar. Suðaustan við Heklukerfið er önnur sprungurein sem kennd er við Vatnafjöll.[2] Hún er stundum talin hluti af Heklukerfinu vegna þess hve lík efnasamsetning basalthrauna þessara eldstöðvakerfa er,[3] en þá er mesta breidd eldstöðvakerfisins um 20 kílómetrar og lengd þess um 60.

Fjallið Hekla er hryggur, hlaðinn upp í eldgosum á nútíma og að einhverju leyti á ísöld, og rís hæst um 1500 metra yfir sjávarmál. Eftir fjallshryggnum endilöngum liggur Heklugjá, gossprunga (eða gossprunguþyrping) sem opnast hefur að minnsta kosti að hluta í flestum Heklugosum á síðari öldum.

Tilvísanir:
  1. ^ Sveinn P. Jakobsson, 1979. Petrology of Recent Basalts of the Eastern Volcanic Zone, Iceland. Náttúrfræðistofnun Íslands, Acta Naturalia Islandica, 26, 1-103.
  2. ^ Sama heimild og í nr. 1.
  3. ^ Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson, 1992. Hekla, fjall með fortíð. Náttúrufræðingurinn, 61, 177-191. Olgeir Sigmarsson og fleiri, 1992. Origin of silicic magma in Iceland revealed by Th isotopes. Geology, 19, 621-624.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Það er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Myndefni kemur úr sama riti....