Nú er mikill snjór á húsþökum. Hvernig stendur á því að miklar snjóhengjur geta skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur?Snjóþekjan hangir saman svo lengi sem innri styrkur hennar nær að halda í við togkraft lóðrétta bútsins sem skagar fram af þakbrúninni. Styrkur þekjunnar ræðst af því hvernig snjókornin tengjast hvert öðru; aðstæðum þegar snjórinn féll: lofthita, raka og vindhraða. Dæmigerður snjókristallur er sexstrendur að lögun. Í logni krækjast margstrengd snjókornin saman og mynda dúnmjúka breiðu, sem getur haldist óbreytt dögum saman í miklu frosti. Loftrými er mikið milli kornanna, snjórinn er laus í sér. Hreyfi vind brotna stinnar ísnálarnar og snjórinn pakkast saman í harðfenni. Hlýni klessast kornin saman í flyksur.

Dæmigerður snjókristallur er sexstrendur að lögum. Í logni krækjast margstrengd snjókornin saman og mynda dúnmjúka breiðu, sem getur haldist óbreytt dögum saman í miklu frosti. Mynd af snjókristalli tekin með rafeindasmásjá.
- Snow - Wikimedia Commons. (Sótt 28.02.2017).
- Ritstjórn Vísindavefsins tók myndina af snjóþekjunni 28.2.2017.