Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig geta miklar snjóhengjur skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur?

Helgi Björnsson

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Nú er mikill snjór á húsþökum. Hvernig stendur á því að miklar snjóhengjur geta skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur?

Snjóþekjan hangir saman svo lengi sem innri styrkur hennar nær að halda í við togkraft lóðrétta bútsins sem skagar fram af þakbrúninni. Styrkur þekjunnar ræðst af því hvernig snjókornin tengjast hvert öðru; aðstæðum þegar snjórinn féll: lofthita, raka og vindhraða.

Dæmigerður snjókristallur er sexstrendur að lögun. Í logni krækjast margstrengd snjókornin saman og mynda dúnmjúka breiðu, sem getur haldist óbreytt dögum saman í miklu frosti. Loftrými er mikið milli kornanna, snjórinn er laus í sér. Hreyfi vind brotna stinnar ísnálarnar og snjórinn pakkast saman í harðfenni. Hlýni klessast kornin saman í flyksur.

Dæmigerður snjókristallur er sexstrendur að lögum. Í logni krækjast margstrengd snjókornin saman og mynda dúnmjúka breiðu, sem getur haldist óbreytt dögum saman í miklu frosti. Mynd af snjókristalli tekin með rafeindasmásjá.

Samfelld snjóþekja á landi hangir saman svipað og ullarteppi sem væri lagt yfir það. Við langvarandi snjókomu þykknar þekjan og aflagast undan eigin þunga vegna þess að snjókorn neðst í henni hafa ekki styrk til þess að bera uppi farg af þeim snjó sem hvílir ofan á þeim. Þá slútir snjókúfurinn fram yfir sig og minnir á blómkálshaus, en engin ógn virðist stafa af honum meðan kalt er í veðri. Sterkust eru snjókornin í miklu frosti.

Samfelld snjóþekja hangir saman svipað og ullarteppi. Sterkust eru snjókornin í miklu frosti.

Þegar hins vegar hlýnar fer samfelld snjóþekjan að hníga fram og getur þá einnig skriðið eftir sleipum botni sínum, niður eftir þakinu. Snjóteppið fer þá að togast fram af þakskyggninu en hin samfellda snjóhella hefur þann innri styrk að sá hluti sem á þakinu er getur lengi haldið í við snjóinn sem farinn er fram af brúninni. En svo fer að lokum að togkrafur lóðrétta bútsins nær að slíta sundur helluna.

Myndir:

Harpa spurði einnig um það af hverju snjórinn fellur stundum af húsþökum?

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

1.3.2017

Spyrjandi

Harpa Vignisdóttir, N.N.

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvernig geta miklar snjóhengjur skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2017. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=20200.

Helgi Björnsson. (2017, 1. mars). Hvernig geta miklar snjóhengjur skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=20200

Helgi Björnsson. „Hvernig geta miklar snjóhengjur skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2017. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=20200>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig geta miklar snjóhengjur skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Nú er mikill snjór á húsþökum. Hvernig stendur á því að miklar snjóhengjur geta skagað heillangt niður af húsþökum án þess að slitna í sundur?

Snjóþekjan hangir saman svo lengi sem innri styrkur hennar nær að halda í við togkraft lóðrétta bútsins sem skagar fram af þakbrúninni. Styrkur þekjunnar ræðst af því hvernig snjókornin tengjast hvert öðru; aðstæðum þegar snjórinn féll: lofthita, raka og vindhraða.

Dæmigerður snjókristallur er sexstrendur að lögun. Í logni krækjast margstrengd snjókornin saman og mynda dúnmjúka breiðu, sem getur haldist óbreytt dögum saman í miklu frosti. Loftrými er mikið milli kornanna, snjórinn er laus í sér. Hreyfi vind brotna stinnar ísnálarnar og snjórinn pakkast saman í harðfenni. Hlýni klessast kornin saman í flyksur.

Dæmigerður snjókristallur er sexstrendur að lögum. Í logni krækjast margstrengd snjókornin saman og mynda dúnmjúka breiðu, sem getur haldist óbreytt dögum saman í miklu frosti. Mynd af snjókristalli tekin með rafeindasmásjá.

Samfelld snjóþekja á landi hangir saman svipað og ullarteppi sem væri lagt yfir það. Við langvarandi snjókomu þykknar þekjan og aflagast undan eigin þunga vegna þess að snjókorn neðst í henni hafa ekki styrk til þess að bera uppi farg af þeim snjó sem hvílir ofan á þeim. Þá slútir snjókúfurinn fram yfir sig og minnir á blómkálshaus, en engin ógn virðist stafa af honum meðan kalt er í veðri. Sterkust eru snjókornin í miklu frosti.

Samfelld snjóþekja hangir saman svipað og ullarteppi. Sterkust eru snjókornin í miklu frosti.

Þegar hins vegar hlýnar fer samfelld snjóþekjan að hníga fram og getur þá einnig skriðið eftir sleipum botni sínum, niður eftir þakinu. Snjóteppið fer þá að togast fram af þakskyggninu en hin samfellda snjóhella hefur þann innri styrk að sá hluti sem á þakinu er getur lengi haldið í við snjóinn sem farinn er fram af brúninni. En svo fer að lokum að togkrafur lóðrétta bútsins nær að slíta sundur helluna.

Myndir:

Harpa spurði einnig um það af hverju snjórinn fellur stundum af húsþökum?

...