Sólin Sólin Rís 08:10 • sest 18:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:36 • Sest 24:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:11 • Síðdegis: 14:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:23 • Síðdegis: 20:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:10 • sest 18:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:36 • Sest 24:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:11 • Síðdegis: 14:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:23 • Síðdegis: 20:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða dýr heyrir best?

Jón Már Halldórsson

Rannsóknir hafa sýnt að fjölmargar tegundir af leðurblökum þurfi á gríðarlega næmri heyrn að halda við bergmálsmiðun sem þær beita til að staðsetja hluti kringum sig, næstum því í stað sjónar. Tegundir af ættum vampíra (Desmodontidea) og ávaxtablakna (Pteropodidae) geta greint hljóð með tíðni upp í 120-210 kHz. Það er margfalt næmari heyrn en við mannfólkið höfum, en við getum vart greint hljóð með hærri tíðni en 20 kHz (tíðnin 1 Hz, herts, samsvarar einni sveiflu á sekúndu en 1kHz er 1000 sveiflur á sekúndu).

Eftir því sem vísindamenn komast næst er hins vegar það dýr sem státar af bestu heyrninni höfrungategundin Delpinus delphis sem stöku sinnum sést hér við land. Höfrungar þessir geta greint hljóð með tíðni allt að 280 kHz, sem er fjórtán sinnum hærri tíðni en við nemum.

Þess má geta að nauðsynlegt er að heyra eða nema háa tíðni til að geta notað hljóð til að ákvarða stað eða lögun hluta. Þannig er bylgjulengd hljóðsins sem höfrungarnir heyra í stærðarþrepinu 1mm þannig að slíkt hljóð má nota til að nema stað með þeirri nákvæmni. Hljóð með 10 sinnum lægri tíðni samsvarar sentimetrum og svo framvegis.

Hljóð sem hefur hærri tíðni en við heyrum kallast úthljóð (ultrasound). Það er meðal annars notað á sjúkrahúsum í svokölluðum hljóðsjám eða ómskoðun (sonar).

Þetta svar miðast við að "besta heyrn" merki það að heyra sem hæsta tíðni en búast má við að allt annað kæmi út ef miðað væri við að heyra veikasta hljóðið.



Mynd: Smithsonian Institution

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.12.2001

Spyrjandi

Kristján Bergsteinsson, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr heyrir best?“ Vísindavefurinn, 27. desember 2001, sótt 12. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2022.

Jón Már Halldórsson. (2001, 27. desember). Hvaða dýr heyrir best? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2022

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr heyrir best?“ Vísindavefurinn. 27. des. 2001. Vefsíða. 12. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2022>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr heyrir best?
Rannsóknir hafa sýnt að fjölmargar tegundir af leðurblökum þurfi á gríðarlega næmri heyrn að halda við bergmálsmiðun sem þær beita til að staðsetja hluti kringum sig, næstum því í stað sjónar. Tegundir af ættum vampíra (Desmodontidea) og ávaxtablakna (Pteropodidae) geta greint hljóð með tíðni upp í 120-210 kHz. Það er margfalt næmari heyrn en við mannfólkið höfum, en við getum vart greint hljóð með hærri tíðni en 20 kHz (tíðnin 1 Hz, herts, samsvarar einni sveiflu á sekúndu en 1kHz er 1000 sveiflur á sekúndu).

Eftir því sem vísindamenn komast næst er hins vegar það dýr sem státar af bestu heyrninni höfrungategundin Delpinus delphis sem stöku sinnum sést hér við land. Höfrungar þessir geta greint hljóð með tíðni allt að 280 kHz, sem er fjórtán sinnum hærri tíðni en við nemum.

Þess má geta að nauðsynlegt er að heyra eða nema háa tíðni til að geta notað hljóð til að ákvarða stað eða lögun hluta. Þannig er bylgjulengd hljóðsins sem höfrungarnir heyra í stærðarþrepinu 1mm þannig að slíkt hljóð má nota til að nema stað með þeirri nákvæmni. Hljóð með 10 sinnum lægri tíðni samsvarar sentimetrum og svo framvegis.

Hljóð sem hefur hærri tíðni en við heyrum kallast úthljóð (ultrasound). Það er meðal annars notað á sjúkrahúsum í svokölluðum hljóðsjám eða ómskoðun (sonar).

Þetta svar miðast við að "besta heyrn" merki það að heyra sem hæsta tíðni en búast má við að allt annað kæmi út ef miðað væri við að heyra veikasta hljóðið.



Mynd: Smithsonian Institution...