Sólin Sólin Rís 08:30 • sest 18:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:02 • Sest 08:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:10 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:09 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík

Eru fuglar með eyru?

Jón Már Halldórsson

Já, fuglar hafa eyru og reyndar eru margar tegundir með nokkuð góða heyrn.

Mesti munurinn á líffærafræði eyrna fugla og spendýra er sú að þeir fyrrnefndu hafa ekki ytri eyru líkt og á við um flest landspendýr. Séð utan frá eru eyrun himnuklætt svæði á höfðinu. Svæðið er ekki sýnilegt þar sem fíngert fiður þekur þau.

Staðsetning fuglseyrna getur verið afar sérstök, meðal annars rétt fyrir neðan augu, aftarlega á höfði, en ekki fyrir ofan augu líkt og hjá spendýrum.

Í neðra vinstra horninu má sjá annað eyra fuglsins. Venjulega er gatið þakið fiðri en hér hefur það verið fjarlægt.

Þeir sem eiga fugla fyrir gæludýr þekkja margir hverjir að fuglunum þykir afar gott að láta strjúka sér á eyrnasvæðinu. Ef lesendur Vísindavefsins sem eiga gára eða páfagauk vilja stjana við fuglana sína þá mælir höfundur þessa svars með því að þeir finni eyru fuglana og strjúki létt yfir þau!

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.1.2011

Spyrjandi

Atli Björn Sigurðusson, f. 1999

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru fuglar með eyru?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2011. Sótt 2. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=57283.

Jón Már Halldórsson. (2011, 25. janúar). Eru fuglar með eyru? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57283

Jón Már Halldórsson. „Eru fuglar með eyru?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2011. Vefsíða. 2. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57283>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru fuglar með eyru?
Já, fuglar hafa eyru og reyndar eru margar tegundir með nokkuð góða heyrn.

Mesti munurinn á líffærafræði eyrna fugla og spendýra er sú að þeir fyrrnefndu hafa ekki ytri eyru líkt og á við um flest landspendýr. Séð utan frá eru eyrun himnuklætt svæði á höfðinu. Svæðið er ekki sýnilegt þar sem fíngert fiður þekur þau.

Staðsetning fuglseyrna getur verið afar sérstök, meðal annars rétt fyrir neðan augu, aftarlega á höfði, en ekki fyrir ofan augu líkt og hjá spendýrum.

Í neðra vinstra horninu má sjá annað eyra fuglsins. Venjulega er gatið þakið fiðri en hér hefur það verið fjarlægt.

Þeir sem eiga fugla fyrir gæludýr þekkja margir hverjir að fuglunum þykir afar gott að láta strjúka sér á eyrnasvæðinu. Ef lesendur Vísindavefsins sem eiga gára eða páfagauk vilja stjana við fuglana sína þá mælir höfundur þessa svars með því að þeir finni eyru fuglana og strjúki létt yfir þau!

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd:...