Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig virkar rafhlaða og hvernig var hún fundin upp?

Margrét Eva Þórðardóttir

Áður en rafalar og raforkukerfið kom til sögunnar var rafmagn aðallega fengið frá rafhlöðum (e. battery). Árið 1780 krufði ítalski eðlis- og efnafræðingurinn Luigi Galvani (1737-1798) frosk sem var fastur við koparkrók. Þegar hann snerti fótinn á frosknum með járnhníf kipptist froskurinn til. Galvani trúði að orkan kæmi frá frosknum sjálfum en starfsbróðir hans og landi, Alessandro Volta (1745-1827), var ósammála. Volta sagði að orkan kæmi vegna þess að tveir málmar væru sameinaðir með röku millilagi. Hann hóf að rannsaka þetta fyrirbæri og 20 árum seinna fann hann upp fyrstu eiginlegu rafhlöðuna.

Rafhlöður hafa hins vegar breyst mikið með tímanum þó svo að grunnlögmálið sé hið sama. Rafhlöður breyta efnaorku í raforku og geta geymt orku í ákveðin tíma. Inni í rafhlöðu er sella sem inniheldur tvö rafskaut og rafvökva á milli rafskautanna. Til öryggis er sellan yfirleitt pökkuð inn í málm- eða plasthulstur. Munurinn á sellu og rafhlöðu er að rafhlaða inniheldur yfirleitt margar sellur tengdar saman.

Þegar rafhlaða er tengd, til dæmis sett í vasaljós, taka rafskautin og rafvökvinn þátt í efnahvarfi og mynda jónir. Á sama tíma og jónir færast yfir í rafvökvann ferðast rafeindir frá öðru rafskautinu yfir í hitt rafskautið og gefa rafmagn. Þá kviknar á vasaljósinu. Þetta ferli heldur áfram þangað til rafvökvinn er óvirkur og getur því ekki borið fleiri jónir í gegnum vökvann. Á þeim tímapunkti hætta rafeindir að ferðast á milli rafskauta og rafhlaðan er tóm.

Rafhlöðum er hægt að skipta í tvö undirflokka, einnota og endurhlaðanleg. Einnota rafhlöður endast yfirleitt lengur í hvert skipti og geta geymt meiri orku en eru ekki umhverfisvænar.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Margrét Eva Þórðardóttir

meistaranemi í eðlisfræði

Útgáfudagur

17.3.2017

Spyrjandi

Alvin Zogu

Tilvísun

Margrét Eva Þórðardóttir. „Hvernig virkar rafhlaða og hvernig var hún fundin upp?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2017, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=20465.

Margrét Eva Þórðardóttir. (2017, 17. mars). Hvernig virkar rafhlaða og hvernig var hún fundin upp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=20465

Margrét Eva Þórðardóttir. „Hvernig virkar rafhlaða og hvernig var hún fundin upp?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2017. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=20465>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig virkar rafhlaða og hvernig var hún fundin upp?
Áður en rafalar og raforkukerfið kom til sögunnar var rafmagn aðallega fengið frá rafhlöðum (e. battery). Árið 1780 krufði ítalski eðlis- og efnafræðingurinn Luigi Galvani (1737-1798) frosk sem var fastur við koparkrók. Þegar hann snerti fótinn á frosknum með járnhníf kipptist froskurinn til. Galvani trúði að orkan kæmi frá frosknum sjálfum en starfsbróðir hans og landi, Alessandro Volta (1745-1827), var ósammála. Volta sagði að orkan kæmi vegna þess að tveir málmar væru sameinaðir með röku millilagi. Hann hóf að rannsaka þetta fyrirbæri og 20 árum seinna fann hann upp fyrstu eiginlegu rafhlöðuna.

Rafhlöður hafa hins vegar breyst mikið með tímanum þó svo að grunnlögmálið sé hið sama. Rafhlöður breyta efnaorku í raforku og geta geymt orku í ákveðin tíma. Inni í rafhlöðu er sella sem inniheldur tvö rafskaut og rafvökva á milli rafskautanna. Til öryggis er sellan yfirleitt pökkuð inn í málm- eða plasthulstur. Munurinn á sellu og rafhlöðu er að rafhlaða inniheldur yfirleitt margar sellur tengdar saman.

Þegar rafhlaða er tengd, til dæmis sett í vasaljós, taka rafskautin og rafvökvinn þátt í efnahvarfi og mynda jónir. Á sama tíma og jónir færast yfir í rafvökvann ferðast rafeindir frá öðru rafskautinu yfir í hitt rafskautið og gefa rafmagn. Þá kviknar á vasaljósinu. Þetta ferli heldur áfram þangað til rafvökvinn er óvirkur og getur því ekki borið fleiri jónir í gegnum vökvann. Á þeim tímapunkti hætta rafeindir að ferðast á milli rafskauta og rafhlaðan er tóm.

Rafhlöðum er hægt að skipta í tvö undirflokka, einnota og endurhlaðanleg. Einnota rafhlöður endast yfirleitt lengur í hvert skipti og geta geymt meiri orku en eru ekki umhverfisvænar.

Heimildir:

Mynd:

...