Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til þríhyrningur sem hefur hliðalengdirnar 4 cm, 4 cm og 8 cm í venjulegri rúmfræði? Verður hann ekki að beinu striki?

Einar Bjarki Gunnarsson

Reynum fyrst að teikna þríhyrning sem hefur hliðalengdirnar 2 cm, 5 cm og 8 cm. Við byrjum á því að teikna 8 cm hliðina og teiknum síðan 2 cm hliðina frá öðrum endapunkti hennar og 5 cm hliðina frá hinum endapunktinum.



Eins og myndin að ofan sýnir er ekki hægt að láta 2 cm hliðina og 5 cm hliðina mætast, sama hvernig þær eru teiknaðar. Þess vegna er enginn þríhyrningur til sem hefur þessar hliðalengdir.

Reynum nú að teikna þríhyrning með hliðalengdirnar 4 cm, 4 cm og 8 cm. Aftur byrjum við á að teikna 8 cm hliðina og síðan teiknum við 4 cm hliðarnar frá endapunktum hennar.



Eins og myndin að ofan sýnir er aðeins ein leið til að láta 4 cm hliðarnar mætast og það er með því að teikna þær báðar eftir 8 cm hliðinni. Þá mynda hliðarnar hins vegar ekki þríhyrning, því 4 cm hliðarnar hverfa ofan í 8 cm hliðina. Það er því rétt, sem spyrjandi segir, að við þessar aðstæður verður ekki til þríhyrningur, heldur einfaldlega beint strik.

Reynum loks að teikna þríhyrning sem hefur hliðalengdirnar 4 cm, 6 cm og 8 cm. Það er hægur leikur, eins og myndin að neðan sýnir, því við getum teiknað 4 cm og 6 cm hliðarnar þannig að þær mætist í punkti sem er utan 8 cm hliðarinnar.



Orsök þess að við getum teiknað þríhyrning í þessu tilviki, en ekki hinum tveimur, er að nú er lengsta hliðin styttri en hinar tvær hliðarnar til samans. Almennt er þetta skilyrðið sem ákvarðar hvort hægt sé að teikna þríhyrning með gefnar hliðalengdir, eins og lesendur ættu að sannfærast um með því að skoða myndirnar að ofan og velta fyrir sér fleiri svipuðum dæmum.

Skilyrðið úr síðustu efnisgrein gerir okkur kleift að skera úr um það fljótt og örugglega hvort til sé þríhyrningur með ákveðnar hliðalengdir eða ekki. Til dæmis er til þríhyrningur með hliðalengdir 7 cm, 9 cm og 14 cm því summan 7 + 9 = 16 er stærri en 14. Hins vegar er ekki til þríhyrningur með hliðalengdir 5 cm, 8 cm og 15 cm því summan 5 + 8 = 13 er minni en 15.

Myndir:

  • Myndir voru teiknaðar af höfundi svarsins.

Höfundur

Einar Bjarki Gunnarsson

nýdoktor í stærðfræði

Útgáfudagur

4.3.2013

Spyrjandi

Hanna Friðriksdóttir

Tilvísun

Einar Bjarki Gunnarsson. „Er til þríhyrningur sem hefur hliðalengdirnar 4 cm, 4 cm og 8 cm í venjulegri rúmfræði? Verður hann ekki að beinu striki?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2013, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21345.

Einar Bjarki Gunnarsson. (2013, 4. mars). Er til þríhyrningur sem hefur hliðalengdirnar 4 cm, 4 cm og 8 cm í venjulegri rúmfræði? Verður hann ekki að beinu striki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21345

Einar Bjarki Gunnarsson. „Er til þríhyrningur sem hefur hliðalengdirnar 4 cm, 4 cm og 8 cm í venjulegri rúmfræði? Verður hann ekki að beinu striki?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2013. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21345>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til þríhyrningur sem hefur hliðalengdirnar 4 cm, 4 cm og 8 cm í venjulegri rúmfræði? Verður hann ekki að beinu striki?
Reynum fyrst að teikna þríhyrning sem hefur hliðalengdirnar 2 cm, 5 cm og 8 cm. Við byrjum á því að teikna 8 cm hliðina og teiknum síðan 2 cm hliðina frá öðrum endapunkti hennar og 5 cm hliðina frá hinum endapunktinum.



Eins og myndin að ofan sýnir er ekki hægt að láta 2 cm hliðina og 5 cm hliðina mætast, sama hvernig þær eru teiknaðar. Þess vegna er enginn þríhyrningur til sem hefur þessar hliðalengdir.

Reynum nú að teikna þríhyrning með hliðalengdirnar 4 cm, 4 cm og 8 cm. Aftur byrjum við á að teikna 8 cm hliðina og síðan teiknum við 4 cm hliðarnar frá endapunktum hennar.



Eins og myndin að ofan sýnir er aðeins ein leið til að láta 4 cm hliðarnar mætast og það er með því að teikna þær báðar eftir 8 cm hliðinni. Þá mynda hliðarnar hins vegar ekki þríhyrning, því 4 cm hliðarnar hverfa ofan í 8 cm hliðina. Það er því rétt, sem spyrjandi segir, að við þessar aðstæður verður ekki til þríhyrningur, heldur einfaldlega beint strik.

Reynum loks að teikna þríhyrning sem hefur hliðalengdirnar 4 cm, 6 cm og 8 cm. Það er hægur leikur, eins og myndin að neðan sýnir, því við getum teiknað 4 cm og 6 cm hliðarnar þannig að þær mætist í punkti sem er utan 8 cm hliðarinnar.



Orsök þess að við getum teiknað þríhyrning í þessu tilviki, en ekki hinum tveimur, er að nú er lengsta hliðin styttri en hinar tvær hliðarnar til samans. Almennt er þetta skilyrðið sem ákvarðar hvort hægt sé að teikna þríhyrning með gefnar hliðalengdir, eins og lesendur ættu að sannfærast um með því að skoða myndirnar að ofan og velta fyrir sér fleiri svipuðum dæmum.

Skilyrðið úr síðustu efnisgrein gerir okkur kleift að skera úr um það fljótt og örugglega hvort til sé þríhyrningur með ákveðnar hliðalengdir eða ekki. Til dæmis er til þríhyrningur með hliðalengdir 7 cm, 9 cm og 14 cm því summan 7 + 9 = 16 er stærri en 14. Hins vegar er ekki til þríhyrningur með hliðalengdir 5 cm, 8 cm og 15 cm því summan 5 + 8 = 13 er minni en 15.

Myndir:

  • Myndir voru teiknaðar af höfundi svarsins.
...