Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvað er mölur?

Jón Már Halldórsson

Mölur eða mölfluga er í raun fiðrildi sem einnig kallast guli fatamölurinn (lat. Tineola bisselliella).

Hér áður fyrr var skordýrið hinn mesti skaðvaldur í híbýlum manna en lirfur þess leggjast á ullarvörur og skinn og naga hvort tveggja sér til lífsviðurværis. Fyrirbærið hefur oft verið nefnt fatamölur. Fatamölur var algengari í gamla daga þegar notkun á ullar- og skinnavörum var meiri en nú er. Lirfur mölflugunnar geta ekki étið bómullar- eða gerviefni og af þeim orsökum er mölurinn sjaldgæfari í dag.

Mölur eða mölfluga (Tineola bisselliella) er í raun fiðrildi sem einnig kallast guli fatamölurinn (lat. Tineola bisselliella).

Nú á dögum verður fólk fyrst og fremst vart við möl ef það hefur geymt ullarteppi í geymslunni í langan tíma og kemur að því götóttu. Ágætt er fyrir fólk sem hefur ullarteppi í húsum sínum að ryksjúga þau reglulega. Þannig er hægt að ná eggjum mölflugunnar áður en þau klekjast út og lirfurnar byrja að snæða. Þurrt loft er einnig hjálplegt í baráttunni við möl því að það gerir mölflugunni erfitt fyrir.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.2.2002

Spyrjandi

Jakob Svavarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er mölur? “ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2002. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2140.

Jón Már Halldórsson. (2002, 25. febrúar). Hvað er mölur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2140

Jón Már Halldórsson. „Hvað er mölur? “ Vísindavefurinn. 25. feb. 2002. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2140>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er mölur?
Mölur eða mölfluga er í raun fiðrildi sem einnig kallast guli fatamölurinn (lat. Tineola bisselliella).

Hér áður fyrr var skordýrið hinn mesti skaðvaldur í híbýlum manna en lirfur þess leggjast á ullarvörur og skinn og naga hvort tveggja sér til lífsviðurværis. Fyrirbærið hefur oft verið nefnt fatamölur. Fatamölur var algengari í gamla daga þegar notkun á ullar- og skinnavörum var meiri en nú er. Lirfur mölflugunnar geta ekki étið bómullar- eða gerviefni og af þeim orsökum er mölurinn sjaldgæfari í dag.

Mölur eða mölfluga (Tineola bisselliella) er í raun fiðrildi sem einnig kallast guli fatamölurinn (lat. Tineola bisselliella).

Nú á dögum verður fólk fyrst og fremst vart við möl ef það hefur geymt ullarteppi í geymslunni í langan tíma og kemur að því götóttu. Ágætt er fyrir fólk sem hefur ullarteppi í húsum sínum að ryksjúga þau reglulega. Þannig er hægt að ná eggjum mölflugunnar áður en þau klekjast út og lirfurnar byrja að snæða. Þurrt loft er einnig hjálplegt í baráttunni við möl því að það gerir mölflugunni erfitt fyrir.

Mynd:

...