Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að losna við möl eða egg flugunnar með því að frysta flíkina?

EDS

Til eru nokkrar tegundir fiðrilda sem í daglegu tali eru kallaðar mölflugur. Sumar lifa á matvælum en aðrar frekar á ullar- og skinnavöru. Mölur er ekki eins algengt vandamál og áður fyrr, aðallega vegna þess að fatnaður nú til dags er yfirleitt úr öðrum efnum en mölurinn þrífst á.

Fatamölur eða guli fatamölurinn (Tineola bisselliella).

Samt sem áður geta mölflugur hafst við í híbýlum okkar við sérstakar aðstæður. Þær geta til dæmis þrifist í ullar- eða veggteppum, eins eru vatnslagnir í veggjum gamalla húsa gjarnan einangraðar með ullarfóðri og þar hafa stundum komið upp vandamál vegna mölflugna. Skaðvaldurinn í þeim tilvikum er fyrst og fremst svonefndur fatamölur eða gulur fatamölur (Tineola bisselliella) en til eru þrjár aðrar mölflugutegundir hér á landi; ullarmölur, húsmotti og gestamotti.

Áður fyrr var algengt að nota mölkúlur til þess að fæla mölinn frá ullarfatnaði en nú þykir það ekki endilega æskilegasta aðferðin. Á Netinu er að finna ýmsar síður með ráðleggingum um hvernig hægt er að losna við möl úr fatnaði. Ein aðferðin er einmitt að frysta flíkina eins og hér er spurt um. Þá er ráðlagt að pakka henni inn í plastpoka, lofttæma pokann eins og hægt er, loka vel og frysta í nokkra daga. Einnig er hægt að setja flíkina í hreinsun þar sem þau efni sem þar eru notuð eiga að drepa mölinn. Líka má reyna að setja flíkina í þurrkara þar sem hitinn drepur eggin og lirfurnar.

Mölur getur valdið verulegum skemmdum.

Fleiri ráðleggingar má finna á netinu, til dæmis með því að nota leitarorðin "Clothing Moth". Rétt er að taka það fram að ekki hefur verið gerð tilraun á Vísindavefnum á því hversu góðar þessar aðferðir eru þannig að hér verður ekki mælt með einni aðferð frekar en annarri.

Að lokum er rétt að benda á að ef mölur er vandamál gæti verið skynsamlegt að ráðfæra sig við meindýraeyði.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvernig er best að eyða mölflugum?
  • Hvernig á að bregðast við ef mölur er komin í föt og húsgögn?

Höfundur

Útgáfudagur

8.10.2010

Síðast uppfært

12.8.2022

Spyrjandi

Borghild Hansen, Þuríður Ingvarsdóttir, Svava Sigurðardóttir

Tilvísun

EDS. „Er hægt að losna við möl eða egg flugunnar með því að frysta flíkina?“ Vísindavefurinn, 8. október 2010, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53258.

EDS. (2010, 8. október). Er hægt að losna við möl eða egg flugunnar með því að frysta flíkina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53258

EDS. „Er hægt að losna við möl eða egg flugunnar með því að frysta flíkina?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2010. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53258>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að losna við möl eða egg flugunnar með því að frysta flíkina?
Til eru nokkrar tegundir fiðrilda sem í daglegu tali eru kallaðar mölflugur. Sumar lifa á matvælum en aðrar frekar á ullar- og skinnavöru. Mölur er ekki eins algengt vandamál og áður fyrr, aðallega vegna þess að fatnaður nú til dags er yfirleitt úr öðrum efnum en mölurinn þrífst á.

Fatamölur eða guli fatamölurinn (Tineola bisselliella).

Samt sem áður geta mölflugur hafst við í híbýlum okkar við sérstakar aðstæður. Þær geta til dæmis þrifist í ullar- eða veggteppum, eins eru vatnslagnir í veggjum gamalla húsa gjarnan einangraðar með ullarfóðri og þar hafa stundum komið upp vandamál vegna mölflugna. Skaðvaldurinn í þeim tilvikum er fyrst og fremst svonefndur fatamölur eða gulur fatamölur (Tineola bisselliella) en til eru þrjár aðrar mölflugutegundir hér á landi; ullarmölur, húsmotti og gestamotti.

Áður fyrr var algengt að nota mölkúlur til þess að fæla mölinn frá ullarfatnaði en nú þykir það ekki endilega æskilegasta aðferðin. Á Netinu er að finna ýmsar síður með ráðleggingum um hvernig hægt er að losna við möl úr fatnaði. Ein aðferðin er einmitt að frysta flíkina eins og hér er spurt um. Þá er ráðlagt að pakka henni inn í plastpoka, lofttæma pokann eins og hægt er, loka vel og frysta í nokkra daga. Einnig er hægt að setja flíkina í hreinsun þar sem þau efni sem þar eru notuð eiga að drepa mölinn. Líka má reyna að setja flíkina í þurrkara þar sem hitinn drepur eggin og lirfurnar.

Mölur getur valdið verulegum skemmdum.

Fleiri ráðleggingar má finna á netinu, til dæmis með því að nota leitarorðin "Clothing Moth". Rétt er að taka það fram að ekki hefur verið gerð tilraun á Vísindavefnum á því hversu góðar þessar aðferðir eru þannig að hér verður ekki mælt með einni aðferð frekar en annarri.

Að lokum er rétt að benda á að ef mölur er vandamál gæti verið skynsamlegt að ráðfæra sig við meindýraeyði.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvernig er best að eyða mölflugum?
  • Hvernig á að bregðast við ef mölur er komin í föt og húsgögn?
...