Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er „melur“ þegar vísað er til manns?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað þýðir orðið „melur“ þegar vísað er til manna og hver er uppruni orðsins?

Orðið melur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt 1 ‘sand- eða malarborið svæði; ávöl hæð, lágur hóll’, 2 ‘melgresi’ og 3 ‘mölfiðrildi, mölfiðrildislirfa; eyðsluseggur’.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:615) er merkingin ‘eyðsluseggur’ afleidd, dregin af eyðileggingarstarfi mölflugunnar. Um víxlin milli e og ö vísar Ásgeir í orðið mölur (bls. 653) sem skylt er færeysku mølur, nýnorsku mol, sænsku mal (fsæ. mal, möl), dönsku møl (s.m.).

Afleidd merking orðsins melur, það er ‘eyðsluseggur’, er dregin af eyðileggingarstarfi mölflugunnar. Lirfur hennar leggjast á ullarvörur og skinn og naga hvort tveggja sér til lífsviðurværis.

Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er aðeins ein heimild um merkinguna eyðsluseggur frá síðasta þriðjungi 20. aldar:

Jóhann […] bað mig um peninga. Mér kom það ekkert á óvart, þegar hann sagði, að Gunna væri ægilegur melur á sér.

Merkingin er nefnd í Íslensk danskri orðsbók Sigfúsar Blöndal (1920–1924: 524) og getur vel verið eitthvað eldri í máli manna.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.3.2022

Spyrjandi

Hörður Ernir Heiðarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er „melur“ þegar vísað er til manns?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2022. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82999.

Guðrún Kvaran. (2022, 29. mars). Hvað er „melur“ þegar vísað er til manns? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82999

Guðrún Kvaran. „Hvað er „melur“ þegar vísað er til manns?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2022. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82999>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er „melur“ þegar vísað er til manns?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað þýðir orðið „melur“ þegar vísað er til manna og hver er uppruni orðsins?

Orðið melur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt 1 ‘sand- eða malarborið svæði; ávöl hæð, lágur hóll’, 2 ‘melgresi’ og 3 ‘mölfiðrildi, mölfiðrildislirfa; eyðsluseggur’.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:615) er merkingin ‘eyðsluseggur’ afleidd, dregin af eyðileggingarstarfi mölflugunnar. Um víxlin milli e og ö vísar Ásgeir í orðið mölur (bls. 653) sem skylt er færeysku mølur, nýnorsku mol, sænsku mal (fsæ. mal, möl), dönsku møl (s.m.).

Afleidd merking orðsins melur, það er ‘eyðsluseggur’, er dregin af eyðileggingarstarfi mölflugunnar. Lirfur hennar leggjast á ullarvörur og skinn og naga hvort tveggja sér til lífsviðurværis.

Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er aðeins ein heimild um merkinguna eyðsluseggur frá síðasta þriðjungi 20. aldar:

Jóhann […] bað mig um peninga. Mér kom það ekkert á óvart, þegar hann sagði, að Gunna væri ægilegur melur á sér.

Merkingin er nefnd í Íslensk danskri orðsbók Sigfúsar Blöndal (1920–1924: 524) og getur vel verið eitthvað eldri í máli manna.

Heimildir og mynd:

...