Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Akhenaten og konu hans Nefertiti?

Andri Már Hermannsson, Arnþór Daði Guðmundsson, Bjarki Kolbeinsson og Ólöf Rún Gunnarsdóttir

Akhenaten var faraó í Egyptalandi sem ríkti á tímum átjándu konungsættarinnar. Hann er talinn hafa ríkt í 17 ár og dó annaðhvort 1336 eða 1334 f.Kr.

Eitt helsta einkenni á stjórnartíð Akhenaten er að hann lagði af fjölgyðistrú í Egyptalandi og beitti sér fyrir tilbeiðslu sólguðs sem kallaðist Aten. Eftir þessi umskipti á trúarháttum í Egyptalandi breytti faraóinn nafni sínu úr Amenhotep IV. í Akhenaten til að sýna staðfestu sína. Siðbreytingin í trúmálum varði eingöngu á meðan valdatíð Akhenatens stóð en festi ekki rætur eftir hans daga.

Í dag er það viðhorf sagnfræðinga að Akhenaten hafi skilið eftir sig mikla arfleið, enda umbylti hann hefðbundnum venjum og gildum í menningu, trúarbrögðum og listum sem tíðkuðust í Egyptalandi á þessum tíma. Þess vegna er hann talinn með áhrifamestu faraóum í Egyptalandi til forna.

Akhenaten var faraó í Egyptalandi sem ríkti á tímum átjándu konungsættarinnar. Hann er talinn hafa ríkt í 17 ár og á að hafa látist annaðhvort 1336 eða 1334 f.Kr.

Akhenaten var sonur Amenhotep III. og Tiyee drottningar. Faðir hans stjórnaði Egyptalandi líklega á árunum 1386-1349 f.Kr. en erfitt er að tímasetja valdatíð hans nákvæmlega. Aldrei var gert ráð fyrir að Akhenaten tæki við af föður sínum, en eftir skyndilegan dauðdaga eldri bróður síns varð það raunin.

Akhenaten giftist konu að nafni Nefertiti stuttu eftir að hann varð leiðtogi Egyptalands. Nefertiti er ein þekktasta kona heimssögunar en engu að síður hafa fáar heimildir varðveist um hana, til dæmis er lítið vitað um ættartal hennar eða hvernig hún varð drottning. Margir fræðimenn telja að Nefertiti hafi stjórnað Egyptalandi við hlið Akhenaten sem jafningi, og það gæti verið ein af ástæðunum fyrir því af hverju hún er eins áberandi í sögunni og raun ber vitni.

Akhenaten og Nefertiti eignuðust sex börn saman en einungis stúlkur. Á þessum tíma þóttu það vonbrigði að eignast ekki syni og því hefur verið haldið fram að Akhenaten hafi reynt að eignast son með nokkrum dætrum sinna, sem mundi taka við af honum sem faraó. Þetta er þó vissulega umdeilt eins og svo margt annað hvað varðar Akhenaten.

Margir fræðimenn telja að Nefertiti hafi stjórnað Egyptalandi við hlið Akhenaten sem jafningi, og það gæti verið ein af ástæðunum fyrir því af hverju hún er eins áberandi í sögunni og raun ber vitni.

Nefertiti var svokölluð aðaleiginkona Akhenaten og naut mikillar virðingar. Fjölkvæni var viðhaft í þessum menningarheimi og átti Akhenaten nokkrar eiginkonur sem skipuðu þó ekki sama sess og Nefertiti gerði. Á tólfta ári Akhenaten sem faraó dó (eða hvarf, en um það ber heimildum ekki saman) Nefertiti og í kjölfarið varð Kiya, sem hafði verið önnur eiginkona Akhenatens, aðaleiginkona hans. Kiya og Akhenaten eignuðust tvo syni, þá Smenkhkare og Tutankhamun. Báðir áttu þeir eftir að taka við sem faraó eftir dauða föður síns. Smenkhkare varð faraó í skamma hríð áður en Tutankhamun tók við 8 ára gamall en mikið hefur verið fjallað um þann síðarnefnda.

Eitt það merkilegasta við Akhenaten er að hann er talinn hafa verið með þeim fyrstu til þess að koma eingyðistrúarbrögðum fram á sjónarsviðið í Egyptalandi. Í það minnsta er hann fyrsti faraóinn sem vitað er til að hafi reynt að snúa fólki sínu til eingyðistrúarbragða. Sá guð sem Akhenaten taldi vera hinn eina sanna guð var sólarguðinn Aten. Það er ekki þar með sagt að Akhenaten hafi fundið upp þessa trú, en fyrstu rituðu heimildir um atenisma eru frá tíma 12. konungsættarinnar í Egyptalandi á tímum miðríkisins (2040-1640 f.Kr.). Akhenaten tilheyrði sjálfur 18. konungsættinni sem er frá tíma nýja ríkisins (1570-1077 f.Kr.).

Ekki er vitað með vissu hversu mikið Akhenaten reyndi að snúa fólki sínu til trúar Aten á fyrstu árum stjórnartíðar sinnar. Þó má nefna að hann reyndi hægt og rólega að afmá aðra guði, en að öðru leyti virðist hann ekki hafa gengið mjög hart fram í trúarendurbótum sínum. Þó er ljóst að eftir fimm ára stjórnartíð byrjaði Akhenaten, sem enn þá hét Amenhotep IV., að stíga markvissari skref til þess að snúa fólki sínu til dýrkunar á Aten. Hann leysti upp þær prestareglur sem tilheyrðu átrúnaði á aðra guði og tók það fjármagn sem streymdi til þessara safnaða og beindi því til safnaðar Atens. Þá lét hann líka breyta nafni sínu í Akhenaten til þess að sýna fram á hollustu við sinn sanna guð, en nafnið merkir í lauslegri þýðingu: Í þjónustu Aten. Hann hóf byggingu á nýrri höfuðborg sem hann nefndi Akhetaten, en í dag er hún þekkt sem Amarna. Einnig lét hann byggja hof til heiðurs Aten nálægt Karnak.

Akhenaten lagði af fjölgyðistrú í Egyptalandi og beitti sér fyrir því að tilbiðja sólguð, sem kallaðist Aten. Myndin sýnir Akhenaten og fjölskyldu hans tilbiðja guðinn Aten.

Til að byrja með reyndi Akhenaten að kynna Aten sem eina ásjónu Amun-Ra sem var meira dýrkaður í Egyptalandi á þessum tíma. En seinna meir, í kringum níunda stjórnarár sitt, hóf Akhenaten að halda því fram að Aten væri ekki einungis æðsti guðinn heldur eini guðinn, og að Akhenaten sjálfur væri eini milligöngumaðurinn á milli Aten og fólks síns. Hann skipaði afmyndun mustera Amun um land allt og að áletranir um fjölgyðistrú skyldu fjarlægðar. Dæmi eru um að sumir þegnar Akhenatens hafi í raun reynt að eyða áletrunum um Amun af persónulegum hlutum eins og leirkerum af ótta við að vera sakaðir um trúvillu.

Auk þess að gera róttækar breytingar á þeim fornegypsku trúarbrögðum sem menn höfðu vanist, gjörbylti hann einnig egypskri listmenningu. Á valdatíma Akhenatens urðu skyndileg umskipti á hinni hefðbundnu egypsku listmenningu. Áður höfðu listaverk sýnt hin fullkomnu líkamlegu einkenni manna en nú var farið að ýkja sérstök útlitseinkenni til hins ýtrasta. Akhenaten braut einnig venjur með því að sýna sjálfan sig í nánum tengslum við konu sína og börn. Hann sýndi því sjálfan sig og hluta konungsfjölskyldunnar í mun mannlegra ljósi heldur en forverar hans höfðu gert. Með því að einblína á sjálfan sig og fjölskyldu sína vildi hann leggja áherslu á að hann væri fyrst og fremst faðir og síðan faraó.

Einnig ber að líta til birtingarmyndar á líkamlegu atgervi Akhenatens. Útlit hans var sýnt í kvenlegu ljósi, mynd var dregin upp af honum sem fremur veikburða manni með langan og mjóan háls, fremur langleitur með þykkar varir og möndlulaga augu. Hendur hans langar og mittið frekar breitt. Þetta stingur í stúf við það sem áður hafði tíðkast þegar kostur þótt að faraóar væru sterkir og mjög karlmannlegir í útliti. Að sjálfsögðu var sólarguðinum Aten gert sérstaklega hátt undir höfði. Í næstum öllum framsetningum af Akhenaten sást sólargeisli þar fyrir ofan. Megináherslan í verkunum var að sýna tilbeiðslu Akhenaten á sólarguðinn Aten og sýna fram á að faraóar væru ekki guðir heldur væri hann sjálfur undir vilja guðs. Þó aðrar liststefnur hafi síðan tekið yfir eftir valdatíð Akhenaten, þá mótaði stefna hans egypska list mun lengur en aðrar þær breytingar sem hann boðaði.

Akhenaten sýndi sjálfan sig í mun mannlegra ljósi heldur en forverar hans höfðu gert. Hér má sjá Akhenaten, Nefertiti og börn þeirra.

Ekki er vitað mikið um dauðadag Akhenaten, en talið er að hann hafi látist árið 1336 eða 1334 f.Kr., það er á sautjánda eða nítjánda ári sínu sem faraó. Eftir dauða hans gengu allar trúarbreytingar hans hægt og rólega til baka og létu síðari faraóar rífa sumar af þeim byggingum sem Akhenaten lét byggja nálægt Karnak og voru steinar þeirra notaðir í nýjar byggingar við Karnak. Seinna meir, eftir að átjánda konungsættin leið undir lok, tóku leiðtogar Egyptalands upp á því að þurrka Akhenaten úr sögunni og afmá öll ummerki um valdatíð hans. Einu gögnin sem urðu eftir sögðu öll það sama, að Akhenaten hafi verið óvinur Egyptalands. Hann var nánast gleymdur og lítið vitað um hann þar til borgin Amarna og staðurinn Akhenaten, sem hann byggði fyrir Aten, fannst á 19. öld.

Akhenaten var grafin í konunglega grafhýsinu í Akhenatenborg. Lík hans fannst aldrei og telja fræðimenn að það hafi verið fært í Dal konunganna. Árið 1907 fannst þar grafhýsi, eða hvelfing, sem innihélt líkamsleifar þess sem talin er hafa verið Akhenaten. Árið 2010 var framkvæmt DNA-próf en það sýndi fram á að líkið sem fannst hafi verið af syni Amenhotep III. og föður Tutankhamun. Því má álykta að þar hafi Akhenaten verið greftraður.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2016. Þórir Jónsson Hraundal hafði umsjón með námskeiðinu.

Höfundar

Andri Már Hermannsson

BA-nemi í stjórnmálafræði

Arnþór Daði Guðmundsson

BA-nemi í stjórnmálafræði

Bjarki Kolbeinsson

BA-nemi í stjórnmálafræði

Ólöf Rún Gunnarsdóttir

BA-nemi í stjórnmálafræði

Útgáfudagur

17.2.2017

Spyrjandi

Soffía Scheving Thorsteinsson

Tilvísun

Andri Már Hermannsson, Arnþór Daði Guðmundsson, Bjarki Kolbeinsson og Ólöf Rún Gunnarsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Akhenaten og konu hans Nefertiti?“ Vísindavefurinn, 17. febrúar 2017, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21485.

Andri Már Hermannsson, Arnþór Daði Guðmundsson, Bjarki Kolbeinsson og Ólöf Rún Gunnarsdóttir. (2017, 17. febrúar). Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Akhenaten og konu hans Nefertiti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21485

Andri Már Hermannsson, Arnþór Daði Guðmundsson, Bjarki Kolbeinsson og Ólöf Rún Gunnarsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Akhenaten og konu hans Nefertiti?“ Vísindavefurinn. 17. feb. 2017. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21485>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Akhenaten og konu hans Nefertiti?
Akhenaten var faraó í Egyptalandi sem ríkti á tímum átjándu konungsættarinnar. Hann er talinn hafa ríkt í 17 ár og dó annaðhvort 1336 eða 1334 f.Kr.

Eitt helsta einkenni á stjórnartíð Akhenaten er að hann lagði af fjölgyðistrú í Egyptalandi og beitti sér fyrir tilbeiðslu sólguðs sem kallaðist Aten. Eftir þessi umskipti á trúarháttum í Egyptalandi breytti faraóinn nafni sínu úr Amenhotep IV. í Akhenaten til að sýna staðfestu sína. Siðbreytingin í trúmálum varði eingöngu á meðan valdatíð Akhenatens stóð en festi ekki rætur eftir hans daga.

Í dag er það viðhorf sagnfræðinga að Akhenaten hafi skilið eftir sig mikla arfleið, enda umbylti hann hefðbundnum venjum og gildum í menningu, trúarbrögðum og listum sem tíðkuðust í Egyptalandi á þessum tíma. Þess vegna er hann talinn með áhrifamestu faraóum í Egyptalandi til forna.

Akhenaten var faraó í Egyptalandi sem ríkti á tímum átjándu konungsættarinnar. Hann er talinn hafa ríkt í 17 ár og á að hafa látist annaðhvort 1336 eða 1334 f.Kr.

Akhenaten var sonur Amenhotep III. og Tiyee drottningar. Faðir hans stjórnaði Egyptalandi líklega á árunum 1386-1349 f.Kr. en erfitt er að tímasetja valdatíð hans nákvæmlega. Aldrei var gert ráð fyrir að Akhenaten tæki við af föður sínum, en eftir skyndilegan dauðdaga eldri bróður síns varð það raunin.

Akhenaten giftist konu að nafni Nefertiti stuttu eftir að hann varð leiðtogi Egyptalands. Nefertiti er ein þekktasta kona heimssögunar en engu að síður hafa fáar heimildir varðveist um hana, til dæmis er lítið vitað um ættartal hennar eða hvernig hún varð drottning. Margir fræðimenn telja að Nefertiti hafi stjórnað Egyptalandi við hlið Akhenaten sem jafningi, og það gæti verið ein af ástæðunum fyrir því af hverju hún er eins áberandi í sögunni og raun ber vitni.

Akhenaten og Nefertiti eignuðust sex börn saman en einungis stúlkur. Á þessum tíma þóttu það vonbrigði að eignast ekki syni og því hefur verið haldið fram að Akhenaten hafi reynt að eignast son með nokkrum dætrum sinna, sem mundi taka við af honum sem faraó. Þetta er þó vissulega umdeilt eins og svo margt annað hvað varðar Akhenaten.

Margir fræðimenn telja að Nefertiti hafi stjórnað Egyptalandi við hlið Akhenaten sem jafningi, og það gæti verið ein af ástæðunum fyrir því af hverju hún er eins áberandi í sögunni og raun ber vitni.

Nefertiti var svokölluð aðaleiginkona Akhenaten og naut mikillar virðingar. Fjölkvæni var viðhaft í þessum menningarheimi og átti Akhenaten nokkrar eiginkonur sem skipuðu þó ekki sama sess og Nefertiti gerði. Á tólfta ári Akhenaten sem faraó dó (eða hvarf, en um það ber heimildum ekki saman) Nefertiti og í kjölfarið varð Kiya, sem hafði verið önnur eiginkona Akhenatens, aðaleiginkona hans. Kiya og Akhenaten eignuðust tvo syni, þá Smenkhkare og Tutankhamun. Báðir áttu þeir eftir að taka við sem faraó eftir dauða föður síns. Smenkhkare varð faraó í skamma hríð áður en Tutankhamun tók við 8 ára gamall en mikið hefur verið fjallað um þann síðarnefnda.

Eitt það merkilegasta við Akhenaten er að hann er talinn hafa verið með þeim fyrstu til þess að koma eingyðistrúarbrögðum fram á sjónarsviðið í Egyptalandi. Í það minnsta er hann fyrsti faraóinn sem vitað er til að hafi reynt að snúa fólki sínu til eingyðistrúarbragða. Sá guð sem Akhenaten taldi vera hinn eina sanna guð var sólarguðinn Aten. Það er ekki þar með sagt að Akhenaten hafi fundið upp þessa trú, en fyrstu rituðu heimildir um atenisma eru frá tíma 12. konungsættarinnar í Egyptalandi á tímum miðríkisins (2040-1640 f.Kr.). Akhenaten tilheyrði sjálfur 18. konungsættinni sem er frá tíma nýja ríkisins (1570-1077 f.Kr.).

Ekki er vitað með vissu hversu mikið Akhenaten reyndi að snúa fólki sínu til trúar Aten á fyrstu árum stjórnartíðar sinnar. Þó má nefna að hann reyndi hægt og rólega að afmá aðra guði, en að öðru leyti virðist hann ekki hafa gengið mjög hart fram í trúarendurbótum sínum. Þó er ljóst að eftir fimm ára stjórnartíð byrjaði Akhenaten, sem enn þá hét Amenhotep IV., að stíga markvissari skref til þess að snúa fólki sínu til dýrkunar á Aten. Hann leysti upp þær prestareglur sem tilheyrðu átrúnaði á aðra guði og tók það fjármagn sem streymdi til þessara safnaða og beindi því til safnaðar Atens. Þá lét hann líka breyta nafni sínu í Akhenaten til þess að sýna fram á hollustu við sinn sanna guð, en nafnið merkir í lauslegri þýðingu: Í þjónustu Aten. Hann hóf byggingu á nýrri höfuðborg sem hann nefndi Akhetaten, en í dag er hún þekkt sem Amarna. Einnig lét hann byggja hof til heiðurs Aten nálægt Karnak.

Akhenaten lagði af fjölgyðistrú í Egyptalandi og beitti sér fyrir því að tilbiðja sólguð, sem kallaðist Aten. Myndin sýnir Akhenaten og fjölskyldu hans tilbiðja guðinn Aten.

Til að byrja með reyndi Akhenaten að kynna Aten sem eina ásjónu Amun-Ra sem var meira dýrkaður í Egyptalandi á þessum tíma. En seinna meir, í kringum níunda stjórnarár sitt, hóf Akhenaten að halda því fram að Aten væri ekki einungis æðsti guðinn heldur eini guðinn, og að Akhenaten sjálfur væri eini milligöngumaðurinn á milli Aten og fólks síns. Hann skipaði afmyndun mustera Amun um land allt og að áletranir um fjölgyðistrú skyldu fjarlægðar. Dæmi eru um að sumir þegnar Akhenatens hafi í raun reynt að eyða áletrunum um Amun af persónulegum hlutum eins og leirkerum af ótta við að vera sakaðir um trúvillu.

Auk þess að gera róttækar breytingar á þeim fornegypsku trúarbrögðum sem menn höfðu vanist, gjörbylti hann einnig egypskri listmenningu. Á valdatíma Akhenatens urðu skyndileg umskipti á hinni hefðbundnu egypsku listmenningu. Áður höfðu listaverk sýnt hin fullkomnu líkamlegu einkenni manna en nú var farið að ýkja sérstök útlitseinkenni til hins ýtrasta. Akhenaten braut einnig venjur með því að sýna sjálfan sig í nánum tengslum við konu sína og börn. Hann sýndi því sjálfan sig og hluta konungsfjölskyldunnar í mun mannlegra ljósi heldur en forverar hans höfðu gert. Með því að einblína á sjálfan sig og fjölskyldu sína vildi hann leggja áherslu á að hann væri fyrst og fremst faðir og síðan faraó.

Einnig ber að líta til birtingarmyndar á líkamlegu atgervi Akhenatens. Útlit hans var sýnt í kvenlegu ljósi, mynd var dregin upp af honum sem fremur veikburða manni með langan og mjóan háls, fremur langleitur með þykkar varir og möndlulaga augu. Hendur hans langar og mittið frekar breitt. Þetta stingur í stúf við það sem áður hafði tíðkast þegar kostur þótt að faraóar væru sterkir og mjög karlmannlegir í útliti. Að sjálfsögðu var sólarguðinum Aten gert sérstaklega hátt undir höfði. Í næstum öllum framsetningum af Akhenaten sást sólargeisli þar fyrir ofan. Megináherslan í verkunum var að sýna tilbeiðslu Akhenaten á sólarguðinn Aten og sýna fram á að faraóar væru ekki guðir heldur væri hann sjálfur undir vilja guðs. Þó aðrar liststefnur hafi síðan tekið yfir eftir valdatíð Akhenaten, þá mótaði stefna hans egypska list mun lengur en aðrar þær breytingar sem hann boðaði.

Akhenaten sýndi sjálfan sig í mun mannlegra ljósi heldur en forverar hans höfðu gert. Hér má sjá Akhenaten, Nefertiti og börn þeirra.

Ekki er vitað mikið um dauðadag Akhenaten, en talið er að hann hafi látist árið 1336 eða 1334 f.Kr., það er á sautjánda eða nítjánda ári sínu sem faraó. Eftir dauða hans gengu allar trúarbreytingar hans hægt og rólega til baka og létu síðari faraóar rífa sumar af þeim byggingum sem Akhenaten lét byggja nálægt Karnak og voru steinar þeirra notaðir í nýjar byggingar við Karnak. Seinna meir, eftir að átjánda konungsættin leið undir lok, tóku leiðtogar Egyptalands upp á því að þurrka Akhenaten úr sögunni og afmá öll ummerki um valdatíð hans. Einu gögnin sem urðu eftir sögðu öll það sama, að Akhenaten hafi verið óvinur Egyptalands. Hann var nánast gleymdur og lítið vitað um hann þar til borgin Amarna og staðurinn Akhenaten, sem hann byggði fyrir Aten, fannst á 19. öld.

Akhenaten var grafin í konunglega grafhýsinu í Akhenatenborg. Lík hans fannst aldrei og telja fræðimenn að það hafi verið fært í Dal konunganna. Árið 1907 fannst þar grafhýsi, eða hvelfing, sem innihélt líkamsleifar þess sem talin er hafa verið Akhenaten. Árið 2010 var framkvæmt DNA-próf en það sýndi fram á að líkið sem fannst hafi verið af syni Amenhotep III. og föður Tutankhamun. Því má álykta að þar hafi Akhenaten verið greftraður.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2016. Þórir Jónsson Hraundal hafði umsjón með námskeiðinu.

...