Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur eldur þyngd?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Er eldur efnasamband? þá er eldur rafsegulbylgjur á innrauða og sýnilega sviðinu. Þessar rafsegulbylgjur skynjum við sem hita og ljós. Eldurinn sjálfur (það er hitinn og ljósið) telst því ekki til frumeinda, sameinda eða efnasambanda heldur er hann einungis afleiðing efnasambandanna sem myndast við brunann.

Massi hlutar er óbreytanleg stærð að því tilskildu að engu sé bætt við hann né skilið frá honum. Hluturinn hefur því sama massa hvort sem hann er hér á jörðinni, á tunglinu eða úti í geimnum. Þyngd hlutar er hins vegar breytileg. Þyngd hlutar er nefnilega krafturinn sem verkar á hann frá nálægum hlutum og er háð massa og fjarlægð þessara nálægu hluta.

Þó að rafsegulbylgjur séu massalausar sveigja þær að þungum hlutum; þetta sannar að ljós hefur þyngd.

Þar sem rafsegulbylgjur eru massalausar er eldur massalaus. Hins vegar hafa rafsegulbylgjur þyngd, þær sveigja nefnilega að þungum hlutum vegna orku sinnar en orka jafngildir massa. Það er því ljóst að eldur hefur þyngd.

Mynd:
  • Kaufmann & Freedman. Universe, 5. útgáfa. New York, 1998. Bls. 596.

Útgáfudagur

21.10.2013

Spyrjandi

Snorrri Traustason, Birgir Óli Snorrason

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hefur eldur þyngd?“ Vísindavefurinn, 21. október 2013. Sótt 15. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=21559.

Emelía Eiríksdóttir. (2013, 21. október). Hefur eldur þyngd? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=21559

Emelía Eiríksdóttir. „Hefur eldur þyngd?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2013. Vefsíða. 15. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=21559>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Halldór Björnsson

1965

Halldór Björnsson er haf- og veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á sviði veðurfræði, veðurfarsfræði, haffræði, hafísfræði og loftslagskerfisfræði.