Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Er eldur efnasamband?

Emelía Eiríksdóttir

Áður en spurningunni er svarað er rétt að velta því aðeins sér hvað eldur sé. Er hann hitinn sem stafar af loganum, er hann ljósið sem skín frá honum eða á jafnvel hvor tveggja við? Og af hverju stafa hiti og ljós eldsins?

Logi frá kertaljósum er dæmigerður logi sem flestir þekkja. Neðst við kertalogann bráðnar kertavaxið og sogast upp í kveikinn, það gufar upp og blandast súrefninu í kringum kveikinn og að endingu brennur kertavaxið, það er að segja það gengur í efnasamband við súrefni. Við þetta umbreytist kertavaxið í fjöldann allan af nýjum efnasamböndum, til dæmis sót (Cn), vatn (H2O), koltvíildi (koltvíoxíð, CO2) og koleinildi (koleinoxíð, CO). Hlutföll efnanna sem myndast fara eftir því hversu mikið súrefni umlykur kveikinn.

Ýmisleg efnasambönd myndast við bruna kertavax.

Hitinn frá kertaloganum stafar af því að efnatengin í sameindum kertavaxins innihalda meiri efnaorku en efnatengi nýju efnasambandanna. Þegar kertavaxið brennur (oxast) losnar orka á formi rafsegulbylgja á innrauða sviðinu. Orkuna skynjum við sem hita. Þessi varmaflutningur (e. heat transfer) kallast varmageislun (e. heat radiation).

Við brunann losnar einnig orka á formi sýnilegs ljóss (sýnilegt ljós er einnig rafsegulbylgjur) sem gefur loganum þennan fallega bláa, rauða, gula og appelsínugula lit. Bláa ljósið stafar af orkuríkum sameindabrotum, aðallega CH, OH og C2. Þegar þessi sameindabrot fara í orkuminna ástand senda þau frá sér blátt ljós; þetta kallast hvarfljómun (e. chemiluminescence). Gula, rauða og appelsínugula ljósið stafar hins vegar af heitum sótögnum (kolefnisögnum, Cn). Sótagnirnar geisla eins og svarthlutur (e. black body) þegar þær hitna og senda frá sér mismunandi ljósbylgjur eftir því hvert hitastig þeirra er. Þannig er rauður logi kaldari en appelsínugulur logi sem er kaldari en gulur logi. Mestur hluti orkunnar sem myndast við brunann umbreytist í hitaorku en afgangurinn verður að sýnilegu ljósi.

Hitinn frá eldinum veldur uppgufun eldfimra efna (uppgufun kertavaxins ef um kerti er að ræða) sem síðan brenna ef brunamarki (e. fire point) þeirra er náð. Því lengur sem eldurinn logar, því meira kertavax brennur og þar af leiðandi myndast meira af nýjum efnasamböndum. Eldurinn sjálfur er samt ekki efnasambönd og heldur ekki frumeindir eða sameindir. Eldurinn (hitinn og ljósið) er rafsegulbylgjur sem eru afleiðingar efnasambanda sem myndast við brunann.

Fyrir þá sem vilja fræðast meira um eld er bent á myndbandið hér að neðan.

Myndband:

Heimildir:

Mynd:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Er eldur frumeind, sameind eða efnablanda? Ef ekki neitt af þessu hvað er eldur þá?

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.10.2013

Spyrjandi

Ólafur Guðmundsson, Elvar Karel Jóhannesson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Er eldur efnasamband?“ Vísindavefurinn, 14. október 2013. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=25061.

Emelía Eiríksdóttir. (2013, 14. október). Er eldur efnasamband? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=25061

Emelía Eiríksdóttir. „Er eldur efnasamband?“ Vísindavefurinn. 14. okt. 2013. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=25061>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er eldur efnasamband?
Áður en spurningunni er svarað er rétt að velta því aðeins sér hvað eldur sé. Er hann hitinn sem stafar af loganum, er hann ljósið sem skín frá honum eða á jafnvel hvor tveggja við? Og af hverju stafa hiti og ljós eldsins?

Logi frá kertaljósum er dæmigerður logi sem flestir þekkja. Neðst við kertalogann bráðnar kertavaxið og sogast upp í kveikinn, það gufar upp og blandast súrefninu í kringum kveikinn og að endingu brennur kertavaxið, það er að segja það gengur í efnasamband við súrefni. Við þetta umbreytist kertavaxið í fjöldann allan af nýjum efnasamböndum, til dæmis sót (Cn), vatn (H2O), koltvíildi (koltvíoxíð, CO2) og koleinildi (koleinoxíð, CO). Hlutföll efnanna sem myndast fara eftir því hversu mikið súrefni umlykur kveikinn.

Ýmisleg efnasambönd myndast við bruna kertavax.

Hitinn frá kertaloganum stafar af því að efnatengin í sameindum kertavaxins innihalda meiri efnaorku en efnatengi nýju efnasambandanna. Þegar kertavaxið brennur (oxast) losnar orka á formi rafsegulbylgja á innrauða sviðinu. Orkuna skynjum við sem hita. Þessi varmaflutningur (e. heat transfer) kallast varmageislun (e. heat radiation).

Við brunann losnar einnig orka á formi sýnilegs ljóss (sýnilegt ljós er einnig rafsegulbylgjur) sem gefur loganum þennan fallega bláa, rauða, gula og appelsínugula lit. Bláa ljósið stafar af orkuríkum sameindabrotum, aðallega CH, OH og C2. Þegar þessi sameindabrot fara í orkuminna ástand senda þau frá sér blátt ljós; þetta kallast hvarfljómun (e. chemiluminescence). Gula, rauða og appelsínugula ljósið stafar hins vegar af heitum sótögnum (kolefnisögnum, Cn). Sótagnirnar geisla eins og svarthlutur (e. black body) þegar þær hitna og senda frá sér mismunandi ljósbylgjur eftir því hvert hitastig þeirra er. Þannig er rauður logi kaldari en appelsínugulur logi sem er kaldari en gulur logi. Mestur hluti orkunnar sem myndast við brunann umbreytist í hitaorku en afgangurinn verður að sýnilegu ljósi.

Hitinn frá eldinum veldur uppgufun eldfimra efna (uppgufun kertavaxins ef um kerti er að ræða) sem síðan brenna ef brunamarki (e. fire point) þeirra er náð. Því lengur sem eldurinn logar, því meira kertavax brennur og þar af leiðandi myndast meira af nýjum efnasamböndum. Eldurinn sjálfur er samt ekki efnasambönd og heldur ekki frumeindir eða sameindir. Eldurinn (hitinn og ljósið) er rafsegulbylgjur sem eru afleiðingar efnasambanda sem myndast við brunann.

Fyrir þá sem vilja fræðast meira um eld er bent á myndbandið hér að neðan.

Myndband:

Heimildir:

Mynd:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Er eldur frumeind, sameind eða efnablanda? Ef ekki neitt af þessu hvað er eldur þá?

...