Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hver var Eysteinn Ásgrímsson sem talinn er höfundur helgikvæðisins Lilju?

Aðalheiður Guðmundsdóttir

Árið 1343 var á margan hátt dæmigert fyrir íslenskan veruleika á 14. öld, ef marka má hinar knöppu frásagnir annálarita en í þeim er getið um helstu atburði hvers ár. Nafnkunnugt fólk dó drottni sínum og fjöldi manns fórst í sjóslysum úti fyrir ströndum landsins. Annað sem bar til tíðinda voru afbrot og refsingar meðal klaustur- og kirkjufólks. Um haustið bárust þær fréttir frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri að þremur munkum af Ágústínusarreglu (það er kanokum af munkareglu sem kennd var við Ágústínus kirkjuföður), þeim Eysteini, Arngrími og Magnúsi, hefði verið refsað fyrir að brjóta á yfirmanni sínum, Þorláki Loftssyni ábóta (1315-1354). Um brot þeirra þremenninga er getið í Lögmannsannál og öðrum afleiddum annálum og tekið er fram að þeir hafi barið á ábótanum og hrakið hann burt úr klaustrinu. Að auki hafi þeir verið fundnir sekir um saurlífi, það er að brjóta klausturheit sín, og barneignir. Sagt er að Eysteinn hafi verið settur í hálsjárn og Arngrímur í tájárn. Að „berja á" einhverjum gæti þýtt að um líkamlega árás hafi verið að ræða en ekki er þó rétt að útiloka að munkarnir þrír hafi þjakað ábóta sinn með öðrum hætti.

Haustið 1343 bárust fréttir frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri að þremur munkum af Ágústínusarreglu hefði verið refsað fyrir að brjóta á yfirmanni sínum. Talið er að einn þremenninganna hafi verið Eysteinn Ásgrímsson sem síðar orti helgikvæðið Lilju. Myndin er fengin úr frönsku handriti frá síðari hluta 13. aldar eða fyrsta fjórðungi 14. aldar.

Getgátur hafa lengi verið um hvort einn þremenninganna, Arngrímur, kunni að vera Arngrímur Brandsson, sem síðar varð ábóti í Þingeyraklaustri. Um þetta er erfitt að fullyrða þar sem föðurnafns hans er ekki getið. Þótt ekki sé heldur getið um föðurnafn félaga hans Eysteins er hann af mörgum talinn vera sami maður og Eysteinn Ásgrímsson (d. 1361) sem virðist þá hafa bætt ráð áður en hann fluttist til Noregs þar sem hann gekk í klaustrið í Helgisetri við Niðarós. Þegar Eysteinn hafði dvalið í um tvö ár í Niðarósi gerði erkibiskupinn hann að umboðsmanni sínum á Íslandi, þar sem honum var falið að sinna eftirliti. Eysteinn hélt því aftur til Íslands og í embættisstörfum sínum studdi hann Arngrím Brandsson í þeim vandræðum sem fylgdu stjórnunarstörfum hans á Þingeyrum. Á hinn bóginn lenti hann upp á kant við Gyrði Ívarsson (d. um 1360), norskan biskup sem sat í Skálholti, og orti um hann níð. Þetta athæfi Eysteins varð til þess að biskup bannfærði hann árið 1359. Eysteinn sættist þó við biskup og árið 1361 sneri hann aftur til Niðaróss þar sem hann lést stuttu síðar.

Eysteinn Ásgrímsson er talinn höfundur Lilju, eins merkasta helgikvæðis sem samið hefur verið á íslensku, en um það er fjallað nánar í svari við spurningunni Hver konar kvæði er Lilja sem Eysteinn Ásgrímsson á að hafa ort?

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Upprunalega spurningin var: Er vitað með vissu að Eysteinn Ásgrímsson sé réttmætur höfundur Liljukvæðanna?

Höfundur

Aðalheiður Guðmundsdóttir

prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda

Útgáfudagur

8.6.2023

Spyrjandi

Snorri Hallgrímsson

Tilvísun

Aðalheiður Guðmundsdóttir. „Hver var Eysteinn Ásgrímsson sem talinn er höfundur helgikvæðisins Lilju?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2023. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=21589.

Aðalheiður Guðmundsdóttir. (2023, 8. júní). Hver var Eysteinn Ásgrímsson sem talinn er höfundur helgikvæðisins Lilju? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=21589

Aðalheiður Guðmundsdóttir. „Hver var Eysteinn Ásgrímsson sem talinn er höfundur helgikvæðisins Lilju?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2023. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=21589>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Eysteinn Ásgrímsson sem talinn er höfundur helgikvæðisins Lilju?
Árið 1343 var á margan hátt dæmigert fyrir íslenskan veruleika á 14. öld, ef marka má hinar knöppu frásagnir annálarita en í þeim er getið um helstu atburði hvers ár. Nafnkunnugt fólk dó drottni sínum og fjöldi manns fórst í sjóslysum úti fyrir ströndum landsins. Annað sem bar til tíðinda voru afbrot og refsingar meðal klaustur- og kirkjufólks. Um haustið bárust þær fréttir frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri að þremur munkum af Ágústínusarreglu (það er kanokum af munkareglu sem kennd var við Ágústínus kirkjuföður), þeim Eysteini, Arngrími og Magnúsi, hefði verið refsað fyrir að brjóta á yfirmanni sínum, Þorláki Loftssyni ábóta (1315-1354). Um brot þeirra þremenninga er getið í Lögmannsannál og öðrum afleiddum annálum og tekið er fram að þeir hafi barið á ábótanum og hrakið hann burt úr klaustrinu. Að auki hafi þeir verið fundnir sekir um saurlífi, það er að brjóta klausturheit sín, og barneignir. Sagt er að Eysteinn hafi verið settur í hálsjárn og Arngrímur í tájárn. Að „berja á" einhverjum gæti þýtt að um líkamlega árás hafi verið að ræða en ekki er þó rétt að útiloka að munkarnir þrír hafi þjakað ábóta sinn með öðrum hætti.

Haustið 1343 bárust fréttir frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri að þremur munkum af Ágústínusarreglu hefði verið refsað fyrir að brjóta á yfirmanni sínum. Talið er að einn þremenninganna hafi verið Eysteinn Ásgrímsson sem síðar orti helgikvæðið Lilju. Myndin er fengin úr frönsku handriti frá síðari hluta 13. aldar eða fyrsta fjórðungi 14. aldar.

Getgátur hafa lengi verið um hvort einn þremenninganna, Arngrímur, kunni að vera Arngrímur Brandsson, sem síðar varð ábóti í Þingeyraklaustri. Um þetta er erfitt að fullyrða þar sem föðurnafns hans er ekki getið. Þótt ekki sé heldur getið um föðurnafn félaga hans Eysteins er hann af mörgum talinn vera sami maður og Eysteinn Ásgrímsson (d. 1361) sem virðist þá hafa bætt ráð áður en hann fluttist til Noregs þar sem hann gekk í klaustrið í Helgisetri við Niðarós. Þegar Eysteinn hafði dvalið í um tvö ár í Niðarósi gerði erkibiskupinn hann að umboðsmanni sínum á Íslandi, þar sem honum var falið að sinna eftirliti. Eysteinn hélt því aftur til Íslands og í embættisstörfum sínum studdi hann Arngrím Brandsson í þeim vandræðum sem fylgdu stjórnunarstörfum hans á Þingeyrum. Á hinn bóginn lenti hann upp á kant við Gyrði Ívarsson (d. um 1360), norskan biskup sem sat í Skálholti, og orti um hann níð. Þetta athæfi Eysteins varð til þess að biskup bannfærði hann árið 1359. Eysteinn sættist þó við biskup og árið 1361 sneri hann aftur til Niðaróss þar sem hann lést stuttu síðar.

Eysteinn Ásgrímsson er talinn höfundur Lilju, eins merkasta helgikvæðis sem samið hefur verið á íslensku, en um það er fjallað nánar í svari við spurningunni Hver konar kvæði er Lilja sem Eysteinn Ásgrímsson á að hafa ort?

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Upprunalega spurningin var: Er vitað með vissu að Eysteinn Ásgrímsson sé réttmætur höfundur Liljukvæðanna?...