Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju hafa silfur og gull efnatáknin Ag og Au?

Emelía Eiríksdóttir

Efnatákn frumefnanna silfurs og gulls má rekja til latneskra heita þeirra. Silfur (e. silver) heitir „argentum“ á latínu og efnatáknið Ag er því samsett úr fyrsta og þriðja stafnum í orðinu. Silfur er hvítur málmur með mikinn gljáa ef hann er vel fægður. Latneskt heiti silfurs er einmitt dregið af útlitseiginleikum þess en nafnið þýðir hvítur og/eða gljáandi. Þetta útlit silfurs er svo einkennandi að það er oft notað til að lýsa hvítgljáandi málmhlutum sem eru sagðir silfurlitir jafnvel þó þeir séu ekki samsettir úr silfri.

Þess má einnig geta að nafn landsins Argentína er einnig dregið af latneska orðinu argentum, enda var landið allt frá tíma landafundanna þekkt fyrir miklar silfurnámur. Enska orðið silfur á rætur að rekja til frumgermönsku en ekki er vitað hvað það þýðir.

Latnesk heiti silfurs (l. argentum) og gulls (l. aurum) eru dregin af litum þeirra og gljáandi eiginleika.

Gull (e. gold) ber heitið „aurum“ á latínu og efnatáknið Au er myndað eftir fyrstu tveimur stöfunum í orðinu. Aurum er dregið af heiti Áróru (e. og lat. Aurora) sem var rómversk morgungyðja, enda glampar á málminn og hann líkist morgunroða. Enska orðið gull kemur úr frumgermönsku og frumindóevrópsku og þýðir gulur og/eða gljáandi með vísan í lit þess og gljáandi eiginleika.

Þegar fyrstu frumefnunum voru gefin nöfn var algengt að nöfnin kæmu úr latínu eða grísku og hefðu einhverja merkingu. Í seinni tíð draga mörg frumefni nöfn sín af stöðum þar sem efnin voru búin til eða nöfnum fólks sem kom að uppgötvun þeirra, einnig hefur mörgum frumefnum verið gefin nöfn þekktra vísindamann þeim til heiðurs.

Heimildir:

Mynd:

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Af hverju er formúla silfurs Ag og gulls Au?

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.8.2019

Spyrjandi

Guðmundur Kristinn Haraldsson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju hafa silfur og gull efnatáknin Ag og Au?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2019, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21830.

Emelía Eiríksdóttir. (2019, 23. ágúst). Af hverju hafa silfur og gull efnatáknin Ag og Au? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21830

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju hafa silfur og gull efnatáknin Ag og Au?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2019. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21830>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju hafa silfur og gull efnatáknin Ag og Au?
Efnatákn frumefnanna silfurs og gulls má rekja til latneskra heita þeirra. Silfur (e. silver) heitir „argentum“ á latínu og efnatáknið Ag er því samsett úr fyrsta og þriðja stafnum í orðinu. Silfur er hvítur málmur með mikinn gljáa ef hann er vel fægður. Latneskt heiti silfurs er einmitt dregið af útlitseiginleikum þess en nafnið þýðir hvítur og/eða gljáandi. Þetta útlit silfurs er svo einkennandi að það er oft notað til að lýsa hvítgljáandi málmhlutum sem eru sagðir silfurlitir jafnvel þó þeir séu ekki samsettir úr silfri.

Þess má einnig geta að nafn landsins Argentína er einnig dregið af latneska orðinu argentum, enda var landið allt frá tíma landafundanna þekkt fyrir miklar silfurnámur. Enska orðið silfur á rætur að rekja til frumgermönsku en ekki er vitað hvað það þýðir.

Latnesk heiti silfurs (l. argentum) og gulls (l. aurum) eru dregin af litum þeirra og gljáandi eiginleika.

Gull (e. gold) ber heitið „aurum“ á latínu og efnatáknið Au er myndað eftir fyrstu tveimur stöfunum í orðinu. Aurum er dregið af heiti Áróru (e. og lat. Aurora) sem var rómversk morgungyðja, enda glampar á málminn og hann líkist morgunroða. Enska orðið gull kemur úr frumgermönsku og frumindóevrópsku og þýðir gulur og/eða gljáandi með vísan í lit þess og gljáandi eiginleika.

Þegar fyrstu frumefnunum voru gefin nöfn var algengt að nöfnin kæmu úr latínu eða grísku og hefðu einhverja merkingu. Í seinni tíð draga mörg frumefni nöfn sín af stöðum þar sem efnin voru búin til eða nöfnum fólks sem kom að uppgötvun þeirra, einnig hefur mörgum frumefnum verið gefin nöfn þekktra vísindamann þeim til heiðurs.

Heimildir:

Mynd:

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Af hverju er formúla silfurs Ag og gulls Au?

...