Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað bendir til þess að Kína verði eitt af stórveldum 21. aldarinnar?

Geir Sigurðsson

Kína gæti vel orðið eitt af stórveldum 21. aldarinnar. Þar skiptir mestu stærð efnahagskerfis landsins og pólitísk staða Kína. Vissulega hefur kreppan sem nú gengur yfir áhrif á efnahagskerfi landsins, eins og svo margra annarra landa, en ólíklegt er að hún muni hafa áhrif á stöðu Kína sem stórveldis á sviði efnahagsmála.

Eftir 10% árlegan hagvöxt í þrjá áratugi er Alþýðulýðveldið Kína nú þegar orðið efnahagslegt stórveldi. Í byrjun ársins 2009 tók Kína við af Þýskalandi sem þriðja stærsta efnahagskerfi heims á eftir Bandaríkjunum og Japan. Það er þó ekki óhugsandi að heimskreppan geti breytt þeirri röðun.Kína er nú þriðja stærsta efnahagskerfi heims.

Efnahagskerfi Kína byggir að miklu leyti (um 40%) á útflutningi á neysluvörum fyrir Vesturlönd en þar hefur neysla dregist mikið saman og eftirspurn því minnkað. Í maí 2009 var útflutningur rúmum fjórðungi minni en á sama tíma árið 2008. Auk þess hefur dregið mjög úr erlendum fjárfestingum í landinu.

Gert hefur verið ráð fyrir verulegum samdrætti í kínverska efnahagskerfinu, allt niður í 6%, en í júní 2009 spáði Alþjóðabankinn 7,2% hagvexti á árinu 20091. Þetta kunna að virðast háar tölur, einkum þegar borið er saman við Bandaríkin og Vestur-Evrópu þar sem hagvöxtur hefur verið á bilinu 2-3% undanfarin ár (fyrir heimskreppu), en lækkun hagvaxtar í Kína hefur viðsjárverð áhrif. Atvinnulausum fjölgar ört og er áætlað að þeir verði um 40 milljónir á árinu 20092. Skortur á skilvirku velferðarkerfi veldur mikilli ólgu á meðal þessa fólks og sumir telja að kreppan gæti jafnvel leitt til þess að það taki að hrikta í stoðum stjórnkerfisins3.

Þótt enn séu engin merki um slíkt er ljóst að kreppan mun hafa veruleg og hugsanlega afar víðtæk áhrif í Kína. Þar má heldur ekki gleyma að fátækt í Kína er enn mikil og að minnsta kosti 30 milljónir manna lifa í sárri fátækt, að langmestu leyti í héruðunum í vestri. Hvað sem öllu þessu líður er hins vegar ólíklegt að staða Kína sem efnahagslegs stórveldis muni taka breytingum.

Stóraukin umsvif Kína í efnahagsmálum heimsins á undanförnum áratugum hefur knúið aðrar þjóðir til að viðurkenna pólitískt vægi þess á alþjóðavísu. Kína hefur raunar átt fastafulltrúa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðan 1971 en það er einkum á seinni árum, með auknum vilja kínverskra yfirvalda til samvinnu með öðrum þjóðum, sem Kína hefur verið tekið alvarlega á sviði alþjóðastjórnmála.Kína á aðild að Shanghai-samstarfsráðinu ásamt Rússlandi, Kasakstan, Kirgisistan, Úsbekistan og Tadsjikistan (dökkgrænt). Ljósgrænu löndin eiga áheyrnarfulltrúa í ráðinu.

Gríðarlegt vægi Kína á Kyrrahafssvæðinu er óumdeilt. Ekki þykir til dæmis raunhæft að finna lausn á málefnum Norður-Kóreu án þess að hafa kínversk yfirvöld með í ráðum. Hugsanleg viðleitni Kínverja til að mynda bandalög sem verkað gætu sem mótvægi gegn Atlantshafsbandalaginu (NATO) hefur verið fylgt eftir af miklum áhuga, tortryggni og jafnvel ótta. Stofnun Shanghai-samstarfsráðsins (Shanghai Cooperation Organisation – SCO) árið 2001 (fyrrum „Shanghai-fimm“ sem sett var á laggirnar 1996) ásamt Rússlandi, Kasakstan, Kirgisistan, Úsbekistan og Tadsjikistan er dæmi um slíkt bandalag. Auk aðildarþjóðanna eiga Indverjar, Pakistanar, Íranar og Mongólar áheyrnarfulltrúa í ráðinu. Einnig má nefna stóraukið samstarf Kína við hin 10 aðildarríki ASEAN-samtakanna (Association of Southeast Asian Nations) sem felur í sér víðtæka samvinnu um efnahags-, umhverfis- og öryggismál.

Loks má nefna að Kína hefur stóraukið útgjöld sín til varnarmála á undanförnum áratug eða um 12-15% á ári. Bandarískir hernaðarsérfræðingar áætla að útgjöld Kínverja til hernaðarmála séu allt að þrisvar sinnum hærri en kínversk yfirvöld gefa upp. Það myndi þýða að á árinu 2007 hafi útgjöldin verið allt að 125 milljarðar Bandaríkjadala í stað 45 milljarða, eins og segir í opinberum tölum kínverska varnarmálaráðuneytisins4. Ef þetta mat á við rök að styðjast eru útgjöld Kína til varnarmála næsthæst í heimi á eftir Bandaríkjunum og Kína er þá nú þegar orðið, eða í óðaönn að verða, hernaðarlegt stórveldi. Hafa ber þó í huga að hærri talan er enn hverfandi í samanburði við útgjöld Bandaríkjanna til hernaðarmála sem nam 623 milljörðum dala árið 20085.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Tilvísanir:

  1. “World Bank Raises China 2009 Growth Forecast to 7,2%”, Bloomberg News, 27. júní 2009.
  2. “China to Train Housekeepers to Reduce Unemployment”, Asia Pacific News, 19. júní 2009.
  3. Joshua Kurlantzick, “Crash and Burn. How the Global Economic Crisis could bring down the Chinese Government”, The New Republic, 18. nóvember 2008.
  4. “Pentagon Warns that China is Adding Missiles and Building Capacity to Fight Abroad”, The Washington Post, 26. maí 2007.
  5. “World Wide Military Expenditures”, GlobalSecurity.org.

Myndir:

Höfundur

Geir Sigurðsson

heimspekingur og prófessor í kínverskum fræðum

Útgáfudagur

13.8.2009

Spyrjandi

Ingunn Höskuldsdóttir
Kristján Hauksson

Tilvísun

Geir Sigurðsson. „Hvað bendir til þess að Kína verði eitt af stórveldum 21. aldarinnar?“ Vísindavefurinn, 13. ágúst 2009. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=21886.

Geir Sigurðsson. (2009, 13. ágúst). Hvað bendir til þess að Kína verði eitt af stórveldum 21. aldarinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=21886

Geir Sigurðsson. „Hvað bendir til þess að Kína verði eitt af stórveldum 21. aldarinnar?“ Vísindavefurinn. 13. ágú. 2009. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=21886>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað bendir til þess að Kína verði eitt af stórveldum 21. aldarinnar?
Kína gæti vel orðið eitt af stórveldum 21. aldarinnar. Þar skiptir mestu stærð efnahagskerfis landsins og pólitísk staða Kína. Vissulega hefur kreppan sem nú gengur yfir áhrif á efnahagskerfi landsins, eins og svo margra annarra landa, en ólíklegt er að hún muni hafa áhrif á stöðu Kína sem stórveldis á sviði efnahagsmála.

Eftir 10% árlegan hagvöxt í þrjá áratugi er Alþýðulýðveldið Kína nú þegar orðið efnahagslegt stórveldi. Í byrjun ársins 2009 tók Kína við af Þýskalandi sem þriðja stærsta efnahagskerfi heims á eftir Bandaríkjunum og Japan. Það er þó ekki óhugsandi að heimskreppan geti breytt þeirri röðun.Kína er nú þriðja stærsta efnahagskerfi heims.

Efnahagskerfi Kína byggir að miklu leyti (um 40%) á útflutningi á neysluvörum fyrir Vesturlönd en þar hefur neysla dregist mikið saman og eftirspurn því minnkað. Í maí 2009 var útflutningur rúmum fjórðungi minni en á sama tíma árið 2008. Auk þess hefur dregið mjög úr erlendum fjárfestingum í landinu.

Gert hefur verið ráð fyrir verulegum samdrætti í kínverska efnahagskerfinu, allt niður í 6%, en í júní 2009 spáði Alþjóðabankinn 7,2% hagvexti á árinu 20091. Þetta kunna að virðast háar tölur, einkum þegar borið er saman við Bandaríkin og Vestur-Evrópu þar sem hagvöxtur hefur verið á bilinu 2-3% undanfarin ár (fyrir heimskreppu), en lækkun hagvaxtar í Kína hefur viðsjárverð áhrif. Atvinnulausum fjölgar ört og er áætlað að þeir verði um 40 milljónir á árinu 20092. Skortur á skilvirku velferðarkerfi veldur mikilli ólgu á meðal þessa fólks og sumir telja að kreppan gæti jafnvel leitt til þess að það taki að hrikta í stoðum stjórnkerfisins3.

Þótt enn séu engin merki um slíkt er ljóst að kreppan mun hafa veruleg og hugsanlega afar víðtæk áhrif í Kína. Þar má heldur ekki gleyma að fátækt í Kína er enn mikil og að minnsta kosti 30 milljónir manna lifa í sárri fátækt, að langmestu leyti í héruðunum í vestri. Hvað sem öllu þessu líður er hins vegar ólíklegt að staða Kína sem efnahagslegs stórveldis muni taka breytingum.

Stóraukin umsvif Kína í efnahagsmálum heimsins á undanförnum áratugum hefur knúið aðrar þjóðir til að viðurkenna pólitískt vægi þess á alþjóðavísu. Kína hefur raunar átt fastafulltrúa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðan 1971 en það er einkum á seinni árum, með auknum vilja kínverskra yfirvalda til samvinnu með öðrum þjóðum, sem Kína hefur verið tekið alvarlega á sviði alþjóðastjórnmála.Kína á aðild að Shanghai-samstarfsráðinu ásamt Rússlandi, Kasakstan, Kirgisistan, Úsbekistan og Tadsjikistan (dökkgrænt). Ljósgrænu löndin eiga áheyrnarfulltrúa í ráðinu.

Gríðarlegt vægi Kína á Kyrrahafssvæðinu er óumdeilt. Ekki þykir til dæmis raunhæft að finna lausn á málefnum Norður-Kóreu án þess að hafa kínversk yfirvöld með í ráðum. Hugsanleg viðleitni Kínverja til að mynda bandalög sem verkað gætu sem mótvægi gegn Atlantshafsbandalaginu (NATO) hefur verið fylgt eftir af miklum áhuga, tortryggni og jafnvel ótta. Stofnun Shanghai-samstarfsráðsins (Shanghai Cooperation Organisation – SCO) árið 2001 (fyrrum „Shanghai-fimm“ sem sett var á laggirnar 1996) ásamt Rússlandi, Kasakstan, Kirgisistan, Úsbekistan og Tadsjikistan er dæmi um slíkt bandalag. Auk aðildarþjóðanna eiga Indverjar, Pakistanar, Íranar og Mongólar áheyrnarfulltrúa í ráðinu. Einnig má nefna stóraukið samstarf Kína við hin 10 aðildarríki ASEAN-samtakanna (Association of Southeast Asian Nations) sem felur í sér víðtæka samvinnu um efnahags-, umhverfis- og öryggismál.

Loks má nefna að Kína hefur stóraukið útgjöld sín til varnarmála á undanförnum áratug eða um 12-15% á ári. Bandarískir hernaðarsérfræðingar áætla að útgjöld Kínverja til hernaðarmála séu allt að þrisvar sinnum hærri en kínversk yfirvöld gefa upp. Það myndi þýða að á árinu 2007 hafi útgjöldin verið allt að 125 milljarðar Bandaríkjadala í stað 45 milljarða, eins og segir í opinberum tölum kínverska varnarmálaráðuneytisins4. Ef þetta mat á við rök að styðjast eru útgjöld Kína til varnarmála næsthæst í heimi á eftir Bandaríkjunum og Kína er þá nú þegar orðið, eða í óðaönn að verða, hernaðarlegt stórveldi. Hafa ber þó í huga að hærri talan er enn hverfandi í samanburði við útgjöld Bandaríkjanna til hernaðarmála sem nam 623 milljörðum dala árið 20085.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Tilvísanir:

  1. “World Bank Raises China 2009 Growth Forecast to 7,2%”, Bloomberg News, 27. júní 2009.
  2. “China to Train Housekeepers to Reduce Unemployment”, Asia Pacific News, 19. júní 2009.
  3. Joshua Kurlantzick, “Crash and Burn. How the Global Economic Crisis could bring down the Chinese Government”, The New Republic, 18. nóvember 2008.
  4. “Pentagon Warns that China is Adding Missiles and Building Capacity to Fight Abroad”, The Washington Post, 26. maí 2007.
  5. “World Wide Military Expenditures”, GlobalSecurity.org.

Myndir:

...