Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hvað er hvirfilbylur og hvers vegna gerast þeir?

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur

Hvirfilbylur eða skýstrokkur er loft sem snýst ógnarhratt í hring, líkt og iða sem myndast yfir útfalli í baðkari þegar vatnið streymir út. Í samanburði við lægðir og fellibylji eru hvirfilbyljir örsmáir og skammlífir, en vindhraðinn í þeim getur samt verið meiri. Hvirfilbyljir eru aðeins nokkur hundruð metrar í þvermál, en ferðast hæglega á annað hundrað kílómetra á 1-2 klukkustundum. Vindhraði í hvirfilbyljum getur farið yfir 100 m/s og er eyðilegging í samræmi við það.

Loftþrýstingur í miðju hvirfilbyls er mjög lágur og í hvirfilbyljum ríkir í grófum dráttum jafnvægi þrýstikrafts og miðflóttakrafts. Þrýstikraftur togar loft í átt að lægri loftþrýstingi, en því er nánar lýst í svari við spurningu um vind umhverfis lægðir. Miðflóttakraftur leitast við að toga loft sem er í hringhreyfingu frá miðju hringsins. Sá kraftur er til dæmis að verki í þeytivindu sem snýr þvotti í hring og þeytir honum jafnframt út frá miðju vindunnar.

Mynd af skýstrokki.

Sökum smæðar hvirfilbylja hefur svigkraftur jarðar hverfandi áhrif á þá. Engu að síður blæs vindur oftar en ekki rangsælis umhverfis hvirfilbylji á norðurhveli jarðar. Eru þar að líkindum komin áhrif sem svigkraftur jarðar hafði á loftstrauminn þar sem hvirfilbylurinn myndaðist.

Hvirfilbyljir myndast í mjög óstöðugu lofti, gjarnan í grennd við þrumuveður. Þeir tengjast miklu uppstreymi á takmörkuðu svæði. Í stað þess lofts sem streymir upp leitar loft inn að miðju uppstreymisins og við það margfaldast snúningur þess, líkt og þegar listdansari á skautum leggur hendurnar upp að líkamanum.

Öflugir hvirfilbyljir eru algengir á vorin í Bandaríkjunum og einnig í Ástralíu. Nýlegar rannsóknir benda til að hvirfilbyljir séu einnig algengir á Bretlandseyjum, en þar eru þeir oftast vægir.

Hvirfilbyljir eru sjaldgæfir á Íslandi, og yfirleitt ekki svo ýkja öflugir þá sjaldan þeir verða. Þó eru til frásagnir frá fyrri öldum um veðurskaða sem líklega tengist hvirfilbyljum. Sagt er frá hvirfilbyljum eða skýstrokkum á Íslandi í tímaritinu Veðrinu árin 1958 og 1961.

Mynd:
  • Tornado - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 15.01.2016). "F5 tornado Elie Manitoba 2007" eftir Justin1569 hjá en.wikipedia. Birt undir leyfinu CC BY-SA 3.0 via Commons - https://commons.wikimedia.org/wiki/File:F5_tornado_Elie_Manitoba_2007.jpg#/media/File:F5_tornado_Elie_Manitoba_2007.jpg

Höfundur

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur

prófessor í veðurfræði við HÍ

Útgáfudagur

11.3.2000

Spyrjandi

Dóra Ásgeirsdóttir

Tilvísun

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. „Hvað er hvirfilbylur og hvers vegna gerast þeir?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2000. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=221.

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. (2000, 11. mars). Hvað er hvirfilbylur og hvers vegna gerast þeir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=221

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. „Hvað er hvirfilbylur og hvers vegna gerast þeir?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2000. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=221>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er hvirfilbylur og hvers vegna gerast þeir?
Hvirfilbylur eða skýstrokkur er loft sem snýst ógnarhratt í hring, líkt og iða sem myndast yfir útfalli í baðkari þegar vatnið streymir út. Í samanburði við lægðir og fellibylji eru hvirfilbyljir örsmáir og skammlífir, en vindhraðinn í þeim getur samt verið meiri. Hvirfilbyljir eru aðeins nokkur hundruð metrar í þvermál, en ferðast hæglega á annað hundrað kílómetra á 1-2 klukkustundum. Vindhraði í hvirfilbyljum getur farið yfir 100 m/s og er eyðilegging í samræmi við það.

Loftþrýstingur í miðju hvirfilbyls er mjög lágur og í hvirfilbyljum ríkir í grófum dráttum jafnvægi þrýstikrafts og miðflóttakrafts. Þrýstikraftur togar loft í átt að lægri loftþrýstingi, en því er nánar lýst í svari við spurningu um vind umhverfis lægðir. Miðflóttakraftur leitast við að toga loft sem er í hringhreyfingu frá miðju hringsins. Sá kraftur er til dæmis að verki í þeytivindu sem snýr þvotti í hring og þeytir honum jafnframt út frá miðju vindunnar.

Mynd af skýstrokki.

Sökum smæðar hvirfilbylja hefur svigkraftur jarðar hverfandi áhrif á þá. Engu að síður blæs vindur oftar en ekki rangsælis umhverfis hvirfilbylji á norðurhveli jarðar. Eru þar að líkindum komin áhrif sem svigkraftur jarðar hafði á loftstrauminn þar sem hvirfilbylurinn myndaðist.

Hvirfilbyljir myndast í mjög óstöðugu lofti, gjarnan í grennd við þrumuveður. Þeir tengjast miklu uppstreymi á takmörkuðu svæði. Í stað þess lofts sem streymir upp leitar loft inn að miðju uppstreymisins og við það margfaldast snúningur þess, líkt og þegar listdansari á skautum leggur hendurnar upp að líkamanum.

Öflugir hvirfilbyljir eru algengir á vorin í Bandaríkjunum og einnig í Ástralíu. Nýlegar rannsóknir benda til að hvirfilbyljir séu einnig algengir á Bretlandseyjum, en þar eru þeir oftast vægir.

Hvirfilbyljir eru sjaldgæfir á Íslandi, og yfirleitt ekki svo ýkja öflugir þá sjaldan þeir verða. Þó eru til frásagnir frá fyrri öldum um veðurskaða sem líklega tengist hvirfilbyljum. Sagt er frá hvirfilbyljum eða skýstrokkum á Íslandi í tímaritinu Veðrinu árin 1958 og 1961.

Mynd:
  • Tornado - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 15.01.2016). "F5 tornado Elie Manitoba 2007" eftir Justin1569 hjá en.wikipedia. Birt undir leyfinu CC BY-SA 3.0 via Commons - https://commons.wikimedia.org/wiki/File:F5_tornado_Elie_Manitoba_2007.jpg#/media/File:F5_tornado_Elie_Manitoba_2007.jpg

...