Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er flatarmál Vestfjarða?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Til þess að segja til um flatarmál Vestfjarða þarf fyrst að skilgreina hvað er átt við með Vestfjörðum. Er verið að tala um hinn eiginlega Vestfjarðakjálka eða stjórnsýslulega skilgreiningu á Vestfjörðum?

Á landakorti af Íslandi sést vel hversu lítið vantar upp á að Gilsfjörður, sem gengur inn úr botni Breiðafjarðar, og Bitrufjörður, sem gengur vestur úr Húnaflóa, aðskilji Vestfjarðakjálkann frá meginhluta Íslands og geri hann þar með að eyju. Landfræðilega gæti því verið eðlilegt að draga línu úr Gilsfjarðarbotni í botn Bitrufjarðar og skilgreina allt svæðið norðan þeirrar línu sem Vestfirði. Það svæði er um það bil 8.700 ferkílómetrar (km2), sem samsvarar tæpum 8,5% af flatarmáli Íslands.



Landsvæði eru líka oft skilgreind með stjórnsýslulegum mörkum, til dæmis er hægt að nota mörk sveitarfélaga, umdæmi sýslumanna eða þá kjördæmamörk. Ef kjördæmamörk eru notuð til að ákvarða flatarmál Vestfjarða verður útkoman aðeins önnur en ef landfræðileg skilgreining er notuð. Í dag nær Vestfjarðakjördæmi frá botni Gilsfjarðar og að botni Hrútafjarðar, sem eru um 9.400 ferkílómetrar (km2) eða um 9,1% af flatarmáli alls landsins.

Í framtíðinni verður þó ekki hægt að nota þessa skilgreiningu því að í næstu alþingiskosningum verður kosið eftir nýrri kjördæmaskipan þar sem Vestfirðir verða sameinaðir stórum hluta núverandi kjördæma Vesturlands og Norðurlands vestra.

Upplýsingar um stærð sveitarfélaga og stjórnsýsluumdæma sýslumanna á Íslandi má nálgast á vefsetri Landmælinga Íslands.



Mynd: HB

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.3.2002

Spyrjandi

Kristján Heiðar Jóhannsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvert er flatarmál Vestfjarða?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2002, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2239.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 26. mars). Hvert er flatarmál Vestfjarða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2239

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvert er flatarmál Vestfjarða?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2002. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2239>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er flatarmál Vestfjarða?
Til þess að segja til um flatarmál Vestfjarða þarf fyrst að skilgreina hvað er átt við með Vestfjörðum. Er verið að tala um hinn eiginlega Vestfjarðakjálka eða stjórnsýslulega skilgreiningu á Vestfjörðum?

Á landakorti af Íslandi sést vel hversu lítið vantar upp á að Gilsfjörður, sem gengur inn úr botni Breiðafjarðar, og Bitrufjörður, sem gengur vestur úr Húnaflóa, aðskilji Vestfjarðakjálkann frá meginhluta Íslands og geri hann þar með að eyju. Landfræðilega gæti því verið eðlilegt að draga línu úr Gilsfjarðarbotni í botn Bitrufjarðar og skilgreina allt svæðið norðan þeirrar línu sem Vestfirði. Það svæði er um það bil 8.700 ferkílómetrar (km2), sem samsvarar tæpum 8,5% af flatarmáli Íslands.



Landsvæði eru líka oft skilgreind með stjórnsýslulegum mörkum, til dæmis er hægt að nota mörk sveitarfélaga, umdæmi sýslumanna eða þá kjördæmamörk. Ef kjördæmamörk eru notuð til að ákvarða flatarmál Vestfjarða verður útkoman aðeins önnur en ef landfræðileg skilgreining er notuð. Í dag nær Vestfjarðakjördæmi frá botni Gilsfjarðar og að botni Hrútafjarðar, sem eru um 9.400 ferkílómetrar (km2) eða um 9,1% af flatarmáli alls landsins.

Í framtíðinni verður þó ekki hægt að nota þessa skilgreiningu því að í næstu alþingiskosningum verður kosið eftir nýrri kjördæmaskipan þar sem Vestfirðir verða sameinaðir stórum hluta núverandi kjördæma Vesturlands og Norðurlands vestra.

Upplýsingar um stærð sveitarfélaga og stjórnsýsluumdæma sýslumanna á Íslandi má nálgast á vefsetri Landmælinga Íslands.



Mynd: HB...