Sólin Sólin Rís 10:50 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 15:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:13 • Síðdegis: 22:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:49 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík

Hver var merkasti leiðtogi mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum eftir 1950?

Ulrika Andersson

Fáir baráttumenn fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa verið jafnáhrifaríkir, vinsælir og frægir og baptistapresturinn Martin Luther King Jr. Barátta hans fyrir auknum rétti svartra í Bandaríkjunum vakti mikla athygli víða um heim. Baráttuaðferðir hans einkenndust af andófi án ofbeldis og fólust aðallega í því að skipuleggja setuverkföll og kröfugöngur.

Þrælahald var afnumið í Bandaríkjunum árið 1865 en þrátt fyrir það nutu svartir ekki sömu réttinda og hvítir. Lög gegn kynþáttamisrétti voru sett í 18 fylkjum í norður- og vesturríkjunum en samt höfðu svartir engan veginn sömu atvinnutækifæri og hvítir meira en 50 árum síðar, svo að ekki sé talað um sömu laun.

Misréttið var sérstaklega áberandi í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem réttindi svartra voru fótum troðin. Til dæmis var svörtum bannaður aðgangur að sömu veitingahúsum og hvítir sóttu, þeim var meinaður aðgangur að bókasöfnum, þeir máttu ekki fara á sömu klósettin eða drekka vatn úr sömu brunnum og þeir þurftu að sitja í sérstökum sætum í rútum og almenningsvögnum. Svört og hvít börn og unglingar máttu ekki sækja sömu skólana.

Í lok sjötta áratugarins fóru að myndast hreyfingar sem börðust fyrir auknum réttindum svartra. Hreyfingarnar notuðu yfirleitt friðsamlegar aðferðir eins og kröfugöngur og setuverkföll til að koma málstað sínum á framfæri. Auk þess létu þær reyna á það hver réttur svartra væri fyrir dómstólum.

Eitt dómsmál vakti sérstaka athygli á þessum tíma en það kom til í kjölfar þess að fylkið Arkansas bannaði níu svörtum unglingum að ganga í menntaskóla í Little Rock sem var ætlaður hvítum. Svörtu unglingarnir áttu að ganga í menntaskóla fyrir svarta eins og verið hafði fram að þessu. Málið var sótt fyrir Hæstarétti á þeim forsendum að þetta samrýmdist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hæstiréttur staðfesti þessa túlkun með dómi sínum og unglingarnir níu fengu að ganga í menntaskólann. Dómurinn vakti svo mikla reiði í Arkansas að Eisenhower forseti Bandaríkjanna skipaði hernum að fylgja nýju menntaskólanemunum í skólann svo að ekkert kæmi fyrir þau. Þetta var stór sigur í réttindabaráttu svartra.

Annar sigur vannst eftir að svört kona, Rosa Parks, var handtekin þegar hún neitaði að láta hvítum manni eftir sæti sitt í rútu í Montgomery í Alabama árið 1955. Svartir bæjarbúar ákváðu að sniðganga rútufyrirtækið í mótmælaskyni. Kirkjur þeirra á svæðinu studdu þessar aðgerðir og prestur í einni þeirra var Martin Luther King Jr. Segja má að hann hafi breytt þessari tiltölulegu litlu mótmælaaðgerð í volduga uppreisnarhreyfingu sem átti eftir að hafa áhrif um allan heim. Sigur vannst í baráttunni þegar rútufyrirtækið neyddist til þess að breyta reglunum og leyfa blökkumönnum að sitja þar sem þeir vildu.

Martin Luther King Jr. fæddist í Atlanta í Georgíu árið 1929. Faðir hans og afi voru báðir prestar og hann var sjálfur ákveðinn í því frá unga aldri að feta í fótspor þeirra. Hann hóf nám í Morehouse College í Atlanta þegar hann var 15 ára og árið 1948 hlaut hann BA gráðu í félagsfræði. Þegar hann stundaði framhaldsnám við Crozer Theological Seminary í Pennylvaniu heyrði hann fyrst talað um Mahatma Gandhi sem leiddi sjálfstæðisbaráttu Indverja gegn Bretum.

Gandhi var fráhverfur ofbeldi og beitti friðsamlegum aðferðum í baráttu sinni. Undir forystu Gandhis fóru Indverjar að sniðganga bresk lög, vörur, skóla og dómstóla. Þúsundir fylgismanna Gandhis voru settir í fangelsi fyrir vikið. Umheimurinn fylgist með þessum aðgerðum og það var mikill þyrnir í augum Breta. Hugmyndir Gandhis og baráttuaðferðir hans höfðu mikil áhrif á King og mörkuðu mjög baráttuaðferðir hans.

King flutti til Boston til að stunda doktorsnám í guðfræði við Boston Háskóla (Boston University). Þar kynntist hann konu sinni Corettu Scott sem var að læra tónlist við New England Conservatory. Þau giftu sig 1953 og eignuðust 4 börn. Hróður Kings og ræðusnilld varð fljótlega þekkt um Bandaríkin og ferðaðist hann víða til þess að halda fyrirlestra og taka þátt í umræðum um kynþáttamisrétti. Hann tók sjálfur oft þátt í mótmælaaðgerðum og kröfugöngum. Til dæmis var hann handtekinn í október 1960 ásamt 33 ungum námsmönnum í setuverkfalli inni á veitingahúsi í Atlanta þar sem aðeins hvítt fólk fékk afgreiðslu.

Í ágúst 1963 var hann einn af skipuleggjendum frægrar kröfugöngu sem endaði við Lincoln Memorial minnismerkið í Washington. Meira en 200.000 manns mættu til að sýna stuðning sinn í verki og hlustuðu á Martin Luther King flytja hina þekktu ræðu sína „I Have a Dream“ eða „Ég á mér draum“ sem lesa má í fullri lengd ef smellt er hér. Ræðan fjallaði um þann draum Kings að einn dag myndu allir njóta sömu réttinda burtséð frá því hvaða hörundslit þeir hafa.

Hér má einnig sjá ræðuna frægu, erlent niðurhal.
Árið 1964 tóku gildi ný mannréttindalög sem kallast á ensku The Civil Rights Act. Lögin tryggðu svörtum aukin réttindi og eiga að koma í veg fyrir kynþáttamisrétti. Sama ár hlaut Martin Luther King friðarverðlaun Nóbels.

En ekki voru allir ánægðir með King og baráttu hans og þá sérstaklega hópar hvítra í suðurríkjunum sem voru andvígir auknum réttindum svartra. Svo fór að King var myrtur árið 1968 þegar hann var á Hótel Lorraine í Memphis í Tennesse. Hann hafði farið þangað til þess að sýna stuðning sinn við verkfall sorphreinsunarmanna í borginni. King var skotinn til bana þar sem hann stóð á svölum hótelsins og spjallaði við félaga sína. Maður að nafni James Earl Ray játaði að hafa framið morðið og var hann dæmdur í 99 ára fangelsi.


Fáeinum andartökum eftir morðið á Martin Luther King.

Enn þann dag í dag skiptir minning Martin Luther Kings miklu í hugum Bandaríkjamanna sem berjast fyrir auknum mannréttindum svartra, enda hafa draumar hans enn ekki ræst að fullu. Auk þess hafa margar mannréttindahreyfingar í heiminum sótt baráttuaðferðir og hugmyndir í smiðju þeirra Gandhis og Kings. Slíkar hreyfingar beita þá alls ekki valdi eða ofbeldi í baráttu sinni en hafa engu að síður oft náð umtalsverðum árangri.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

8.4.2002

Spyrjandi

Katla Jónsdóttir

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hver var merkasti leiðtogi mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum eftir 1950?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2002. Sótt 3. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2271.

Ulrika Andersson. (2002, 8. apríl). Hver var merkasti leiðtogi mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum eftir 1950? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2271

Ulrika Andersson. „Hver var merkasti leiðtogi mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum eftir 1950?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2002. Vefsíða. 3. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2271>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var merkasti leiðtogi mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum eftir 1950?
Fáir baráttumenn fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa verið jafnáhrifaríkir, vinsælir og frægir og baptistapresturinn Martin Luther King Jr. Barátta hans fyrir auknum rétti svartra í Bandaríkjunum vakti mikla athygli víða um heim. Baráttuaðferðir hans einkenndust af andófi án ofbeldis og fólust aðallega í því að skipuleggja setuverkföll og kröfugöngur.

Þrælahald var afnumið í Bandaríkjunum árið 1865 en þrátt fyrir það nutu svartir ekki sömu réttinda og hvítir. Lög gegn kynþáttamisrétti voru sett í 18 fylkjum í norður- og vesturríkjunum en samt höfðu svartir engan veginn sömu atvinnutækifæri og hvítir meira en 50 árum síðar, svo að ekki sé talað um sömu laun.

Misréttið var sérstaklega áberandi í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem réttindi svartra voru fótum troðin. Til dæmis var svörtum bannaður aðgangur að sömu veitingahúsum og hvítir sóttu, þeim var meinaður aðgangur að bókasöfnum, þeir máttu ekki fara á sömu klósettin eða drekka vatn úr sömu brunnum og þeir þurftu að sitja í sérstökum sætum í rútum og almenningsvögnum. Svört og hvít börn og unglingar máttu ekki sækja sömu skólana.

Í lok sjötta áratugarins fóru að myndast hreyfingar sem börðust fyrir auknum réttindum svartra. Hreyfingarnar notuðu yfirleitt friðsamlegar aðferðir eins og kröfugöngur og setuverkföll til að koma málstað sínum á framfæri. Auk þess létu þær reyna á það hver réttur svartra væri fyrir dómstólum.

Eitt dómsmál vakti sérstaka athygli á þessum tíma en það kom til í kjölfar þess að fylkið Arkansas bannaði níu svörtum unglingum að ganga í menntaskóla í Little Rock sem var ætlaður hvítum. Svörtu unglingarnir áttu að ganga í menntaskóla fyrir svarta eins og verið hafði fram að þessu. Málið var sótt fyrir Hæstarétti á þeim forsendum að þetta samrýmdist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hæstiréttur staðfesti þessa túlkun með dómi sínum og unglingarnir níu fengu að ganga í menntaskólann. Dómurinn vakti svo mikla reiði í Arkansas að Eisenhower forseti Bandaríkjanna skipaði hernum að fylgja nýju menntaskólanemunum í skólann svo að ekkert kæmi fyrir þau. Þetta var stór sigur í réttindabaráttu svartra.

Annar sigur vannst eftir að svört kona, Rosa Parks, var handtekin þegar hún neitaði að láta hvítum manni eftir sæti sitt í rútu í Montgomery í Alabama árið 1955. Svartir bæjarbúar ákváðu að sniðganga rútufyrirtækið í mótmælaskyni. Kirkjur þeirra á svæðinu studdu þessar aðgerðir og prestur í einni þeirra var Martin Luther King Jr. Segja má að hann hafi breytt þessari tiltölulegu litlu mótmælaaðgerð í volduga uppreisnarhreyfingu sem átti eftir að hafa áhrif um allan heim. Sigur vannst í baráttunni þegar rútufyrirtækið neyddist til þess að breyta reglunum og leyfa blökkumönnum að sitja þar sem þeir vildu.

Martin Luther King Jr. fæddist í Atlanta í Georgíu árið 1929. Faðir hans og afi voru báðir prestar og hann var sjálfur ákveðinn í því frá unga aldri að feta í fótspor þeirra. Hann hóf nám í Morehouse College í Atlanta þegar hann var 15 ára og árið 1948 hlaut hann BA gráðu í félagsfræði. Þegar hann stundaði framhaldsnám við Crozer Theological Seminary í Pennylvaniu heyrði hann fyrst talað um Mahatma Gandhi sem leiddi sjálfstæðisbaráttu Indverja gegn Bretum.

Gandhi var fráhverfur ofbeldi og beitti friðsamlegum aðferðum í baráttu sinni. Undir forystu Gandhis fóru Indverjar að sniðganga bresk lög, vörur, skóla og dómstóla. Þúsundir fylgismanna Gandhis voru settir í fangelsi fyrir vikið. Umheimurinn fylgist með þessum aðgerðum og það var mikill þyrnir í augum Breta. Hugmyndir Gandhis og baráttuaðferðir hans höfðu mikil áhrif á King og mörkuðu mjög baráttuaðferðir hans.

King flutti til Boston til að stunda doktorsnám í guðfræði við Boston Háskóla (Boston University). Þar kynntist hann konu sinni Corettu Scott sem var að læra tónlist við New England Conservatory. Þau giftu sig 1953 og eignuðust 4 börn. Hróður Kings og ræðusnilld varð fljótlega þekkt um Bandaríkin og ferðaðist hann víða til þess að halda fyrirlestra og taka þátt í umræðum um kynþáttamisrétti. Hann tók sjálfur oft þátt í mótmælaaðgerðum og kröfugöngum. Til dæmis var hann handtekinn í október 1960 ásamt 33 ungum námsmönnum í setuverkfalli inni á veitingahúsi í Atlanta þar sem aðeins hvítt fólk fékk afgreiðslu.

Í ágúst 1963 var hann einn af skipuleggjendum frægrar kröfugöngu sem endaði við Lincoln Memorial minnismerkið í Washington. Meira en 200.000 manns mættu til að sýna stuðning sinn í verki og hlustuðu á Martin Luther King flytja hina þekktu ræðu sína „I Have a Dream“ eða „Ég á mér draum“ sem lesa má í fullri lengd ef smellt er hér. Ræðan fjallaði um þann draum Kings að einn dag myndu allir njóta sömu réttinda burtséð frá því hvaða hörundslit þeir hafa.

Hér má einnig sjá ræðuna frægu, erlent niðurhal.
Árið 1964 tóku gildi ný mannréttindalög sem kallast á ensku The Civil Rights Act. Lögin tryggðu svörtum aukin réttindi og eiga að koma í veg fyrir kynþáttamisrétti. Sama ár hlaut Martin Luther King friðarverðlaun Nóbels.

En ekki voru allir ánægðir með King og baráttu hans og þá sérstaklega hópar hvítra í suðurríkjunum sem voru andvígir auknum réttindum svartra. Svo fór að King var myrtur árið 1968 þegar hann var á Hótel Lorraine í Memphis í Tennesse. Hann hafði farið þangað til þess að sýna stuðning sinn við verkfall sorphreinsunarmanna í borginni. King var skotinn til bana þar sem hann stóð á svölum hótelsins og spjallaði við félaga sína. Maður að nafni James Earl Ray játaði að hafa framið morðið og var hann dæmdur í 99 ára fangelsi.


Fáeinum andartökum eftir morðið á Martin Luther King.

Enn þann dag í dag skiptir minning Martin Luther Kings miklu í hugum Bandaríkjamanna sem berjast fyrir auknum mannréttindum svartra, enda hafa draumar hans enn ekki ræst að fullu. Auk þess hafa margar mannréttindahreyfingar í heiminum sótt baráttuaðferðir og hugmyndir í smiðju þeirra Gandhis og Kings. Slíkar hreyfingar beita þá alls ekki valdi eða ofbeldi í baráttu sinni en hafa engu að síður oft náð umtalsverðum árangri.

Heimildir og myndir:...