Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru virkjanir á Íslandi margar og hvað heita þær?

Ulrika Andersson

Mikið er framleitt af rafmagni á Íslandi og samkvæmt nýjum tölum frá Orkuspárnefnd eiga Íslendingar nú heimsmet í raforkunotkun á hvern íbúa.

Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun er fjöldi almenningsrafstöðva á Íslandi 91. Af þeim eru 28 vatnsaflsstöðvar, 6 eru jarðhitastöðvar og 57 eru eldsneytisstöðvar sem brenna yfirleitt dísilolíu. Þó að dísilstöðvar séu flestar framleiða þær ekki mikið rafmagn eða aðeins 0,04% af samanlagðri rafmagnsframleiðslu Íslands. Vatnsaflsstöðvarnar framleiða mest rafmagn eða um 82% en jarðhitastöðvarnar framleiða um 18%.

Búrfellsvirkjun.

Framleiðsla rafmagns með vatnsorku fer þannig fram að byggð er stífla til að safna saman vatni úr ám, oft í stór lón ef náttúrulegt rennsli í ánni er sveiflukennt. Þannig er rafmagn til dæmis framleitt í Búrfelli sem sjá má hér á myndinni. Úr lóninu er vatnið yfirleitt leitt um hallandi göng niður í stöðvarhús. Í stöðvarhúsinu knýr vatnið vatnshverfla eða túrbínur sem snúast og drífa rafal sem býr til rafmagn. Mest af rafmagni er framleitt í Búrfellsstöðinni í Þjórsá. Árið 2000 var framleitt um 2.100.000 MWh (megavattstundir) en það fullnægir rafmagnsþörf um 70.000 heimila. Aðrar stöðvar sem framleiða mikið rafmagn úr vatnsorku eru virkjanirnar við Hrauneyjafoss, Sigöldu, Blöndu, Sultartanga og við Sogið.

Þegar framleiða á rafmagn úr jarðhita er borað eftir heitri gufu sem kemur upp úr jörðinni með miklu offorsi. Gufan er notuð til þess að snúa gufuhverflum eða túrbínum sem drífa rafal sem síðan framleiðir rafmagn. Orkuverið að Nesjavöllum rétt fyrir utan Reykjavík framleiðir mest rafmagn af jarðhitastöðvunum eða um 479.000 MWh á ári. Krafla við Mývatni fylgir fast á eftir með rúmlega 461.000 MWh á ári en sú virkjun er enn í þróun og byggingu. Svartsengi við Bláa lónið framleiðir um það bil 370.000 MWh á ári. Alls eru um 200 háhitaborholur í landinu.

Nesjavallavirkjun.

Í eldsneytisstöðvum er brennt olíu. Hitinn sem af því hlýst hitar vatn en gufan sem af því hlýst drífur rafal sem myndar rafmagn. Af eldsneytisstöðvum er virkjunin í Grímsey stærst með 660 MWh á ári, siðan kemur Akureyri með 442 MWh, Vestmannaeyjar með 333 MWh, Patreksfjörður með 304 MWh og Neskaupstaður með 284 MWh.

Auk allra þessara almenningsrafstöðva eru margar heimarafstöðvar. Oftast eru heimarafstöðvar til sveita þar sem bæjarlækir eru virkjaðir til þess að framleiða rafmagn.

Á vefsíðu Rafteikningar er hægt að sjá kort af almenningsrafstöðvum á Íslandi og hægt að lesa nánar um þær.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

15.4.2002

Spyrjandi

Kári Logason

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvað eru virkjanir á Íslandi margar og hvað heita þær?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2002, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2302.

Ulrika Andersson. (2002, 15. apríl). Hvað eru virkjanir á Íslandi margar og hvað heita þær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2302

Ulrika Andersson. „Hvað eru virkjanir á Íslandi margar og hvað heita þær?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2002. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2302>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru virkjanir á Íslandi margar og hvað heita þær?
Mikið er framleitt af rafmagni á Íslandi og samkvæmt nýjum tölum frá Orkuspárnefnd eiga Íslendingar nú heimsmet í raforkunotkun á hvern íbúa.

Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun er fjöldi almenningsrafstöðva á Íslandi 91. Af þeim eru 28 vatnsaflsstöðvar, 6 eru jarðhitastöðvar og 57 eru eldsneytisstöðvar sem brenna yfirleitt dísilolíu. Þó að dísilstöðvar séu flestar framleiða þær ekki mikið rafmagn eða aðeins 0,04% af samanlagðri rafmagnsframleiðslu Íslands. Vatnsaflsstöðvarnar framleiða mest rafmagn eða um 82% en jarðhitastöðvarnar framleiða um 18%.

Búrfellsvirkjun.

Framleiðsla rafmagns með vatnsorku fer þannig fram að byggð er stífla til að safna saman vatni úr ám, oft í stór lón ef náttúrulegt rennsli í ánni er sveiflukennt. Þannig er rafmagn til dæmis framleitt í Búrfelli sem sjá má hér á myndinni. Úr lóninu er vatnið yfirleitt leitt um hallandi göng niður í stöðvarhús. Í stöðvarhúsinu knýr vatnið vatnshverfla eða túrbínur sem snúast og drífa rafal sem býr til rafmagn. Mest af rafmagni er framleitt í Búrfellsstöðinni í Þjórsá. Árið 2000 var framleitt um 2.100.000 MWh (megavattstundir) en það fullnægir rafmagnsþörf um 70.000 heimila. Aðrar stöðvar sem framleiða mikið rafmagn úr vatnsorku eru virkjanirnar við Hrauneyjafoss, Sigöldu, Blöndu, Sultartanga og við Sogið.

Þegar framleiða á rafmagn úr jarðhita er borað eftir heitri gufu sem kemur upp úr jörðinni með miklu offorsi. Gufan er notuð til þess að snúa gufuhverflum eða túrbínum sem drífa rafal sem síðan framleiðir rafmagn. Orkuverið að Nesjavöllum rétt fyrir utan Reykjavík framleiðir mest rafmagn af jarðhitastöðvunum eða um 479.000 MWh á ári. Krafla við Mývatni fylgir fast á eftir með rúmlega 461.000 MWh á ári en sú virkjun er enn í þróun og byggingu. Svartsengi við Bláa lónið framleiðir um það bil 370.000 MWh á ári. Alls eru um 200 háhitaborholur í landinu.

Nesjavallavirkjun.

Í eldsneytisstöðvum er brennt olíu. Hitinn sem af því hlýst hitar vatn en gufan sem af því hlýst drífur rafal sem myndar rafmagn. Af eldsneytisstöðvum er virkjunin í Grímsey stærst með 660 MWh á ári, siðan kemur Akureyri með 442 MWh, Vestmannaeyjar með 333 MWh, Patreksfjörður með 304 MWh og Neskaupstaður með 284 MWh.

Auk allra þessara almenningsrafstöðva eru margar heimarafstöðvar. Oftast eru heimarafstöðvar til sveita þar sem bæjarlækir eru virkjaðir til þess að framleiða rafmagn.

Á vefsíðu Rafteikningar er hægt að sjá kort af almenningsrafstöðvum á Íslandi og hægt að lesa nánar um þær.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:...