Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu stór hluti landsins hefur farið undir lón við vatnsvirkjanir?

Þorsteinn Hilmarsson og Ingvar P. Guðbjörnsson

Landsvirkjun á og rekur öll lón og veitur í landinu sem orð er á gerandi. Landið allt er 103.000 km2 og sé flatarmál allra lóna lagt saman nemur það um 0,25% af flatarmáli landsins ef Þórisvatn, sem er þeirra stærst, er allt tekið með í reikninginn.

Lón og veitur eru því samtals um 260 km2. Þórisvatn var þó að hluta stöðuvatn fyrir virkjanirnar þannig að í raun hafa einungis 22 km2 þess farið undir lón við stækkunina. Sé þetta tekið með í reikninginn þá er svarið við spurningunni, að 0,18% landsins hafi farið undir virkjanir, eða 190 km2.

Lónin eru þessi:
  • Hágöngulón - 34 km2
  • Þjórsárlón - 3,5 km2
  • Kvíslárvatn - 24 km2
  • Þórisvatn (stækkun) - 22 km2 (úr 70 í 92 km2)
  • Vatnsfellslón - 0,3 km2
  • Krókslón - 14 km2
  • Hrauneyjalón - 9 km2
  • Sultartangalón - 20 km2
  • Bjarnalón - 1 km2
  • Blöndulón - 57 km2
  • Laxárlón - 0,1 km2
  • Gilsárlón - 5 km2
Þeirra stærst er Þórisvatn sem getur rúmað um 1.400 Gl (gígalítra) af vatni þegar það er fullt (einn Gl er einn milljarður lítra eða milljón rúmmetrar). Þórisvatn, sem staðsett er norður af Tungnaá, var að stærstum hluta stöðuvatn fyrir og eins og kemur fram í svari Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins? var það næst stærsta vatn landsins áður en framkvæmdirnar hófust. Landsvirkjun breytti Þórisvatni í miðlunarlón og er það nú notað sem vatnsmiðlun fyrir virkjanir í Tungnaá og Þjórsá .



Hálslón við Kárahnjúka verður 57 km2 sem er jafnstórt næststærsta lóni landsins í dag, Blöndulóni í Austur-Húnavatnssýslu. Framkvæmdir á Kárahnjúkasvæðinu eru nú í fullum gangi og verður Hálslón til við byggingu þriggja stíflna á svæðinu. Sú stærsta, Kárahnjúkastífla, verður í Jökulsá á Dal og er áætlað að verði um 190 metra há og 730 metra löng. Vatnsyfirborð Hálslóns verður að meðaltali í 580 metra hæð yfir sjávarmáli í júní, í meðalári.

Á heimasíðu Landsvirkjunar www.landsvirkjun.is má finna frekari upplýsingar um virkjanirnar.

Mynd: Þórisvatn

Höfundar

Þorsteinn Hilmarsson

sviðsstjóri þjónustu og upplýsingasviðs Fiskistofu

Landsvirkjun - almannatengsl

Útgáfudagur

3.9.2004

Spyrjandi

Sigríður Auðunsdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Hilmarsson og Ingvar P. Guðbjörnsson. „Hversu stór hluti landsins hefur farið undir lón við vatnsvirkjanir?“ Vísindavefurinn, 3. september 2004, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4495.

Þorsteinn Hilmarsson og Ingvar P. Guðbjörnsson. (2004, 3. september). Hversu stór hluti landsins hefur farið undir lón við vatnsvirkjanir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4495

Þorsteinn Hilmarsson og Ingvar P. Guðbjörnsson. „Hversu stór hluti landsins hefur farið undir lón við vatnsvirkjanir?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2004. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4495>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu stór hluti landsins hefur farið undir lón við vatnsvirkjanir?
Landsvirkjun á og rekur öll lón og veitur í landinu sem orð er á gerandi. Landið allt er 103.000 km2 og sé flatarmál allra lóna lagt saman nemur það um 0,25% af flatarmáli landsins ef Þórisvatn, sem er þeirra stærst, er allt tekið með í reikninginn.

Lón og veitur eru því samtals um 260 km2. Þórisvatn var þó að hluta stöðuvatn fyrir virkjanirnar þannig að í raun hafa einungis 22 km2 þess farið undir lón við stækkunina. Sé þetta tekið með í reikninginn þá er svarið við spurningunni, að 0,18% landsins hafi farið undir virkjanir, eða 190 km2.

Lónin eru þessi:
  • Hágöngulón - 34 km2
  • Þjórsárlón - 3,5 km2
  • Kvíslárvatn - 24 km2
  • Þórisvatn (stækkun) - 22 km2 (úr 70 í 92 km2)
  • Vatnsfellslón - 0,3 km2
  • Krókslón - 14 km2
  • Hrauneyjalón - 9 km2
  • Sultartangalón - 20 km2
  • Bjarnalón - 1 km2
  • Blöndulón - 57 km2
  • Laxárlón - 0,1 km2
  • Gilsárlón - 5 km2
Þeirra stærst er Þórisvatn sem getur rúmað um 1.400 Gl (gígalítra) af vatni þegar það er fullt (einn Gl er einn milljarður lítra eða milljón rúmmetrar). Þórisvatn, sem staðsett er norður af Tungnaá, var að stærstum hluta stöðuvatn fyrir og eins og kemur fram í svari Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins? var það næst stærsta vatn landsins áður en framkvæmdirnar hófust. Landsvirkjun breytti Þórisvatni í miðlunarlón og er það nú notað sem vatnsmiðlun fyrir virkjanir í Tungnaá og Þjórsá .



Hálslón við Kárahnjúka verður 57 km2 sem er jafnstórt næststærsta lóni landsins í dag, Blöndulóni í Austur-Húnavatnssýslu. Framkvæmdir á Kárahnjúkasvæðinu eru nú í fullum gangi og verður Hálslón til við byggingu þriggja stíflna á svæðinu. Sú stærsta, Kárahnjúkastífla, verður í Jökulsá á Dal og er áætlað að verði um 190 metra há og 730 metra löng. Vatnsyfirborð Hálslóns verður að meðaltali í 580 metra hæð yfir sjávarmáli í júní, í meðalári.

Á heimasíðu Landsvirkjunar www.landsvirkjun.is má finna frekari upplýsingar um virkjanirnar.

Mynd: Þórisvatn

...