Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru tíu stærstu vötn Íslands?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Alls þekja stöðuvötn um 2.757 km2 af yfirborði Íslands eða sem samsvarar 2,68% af flatarmáli landsins. Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir flatarmál helstu stöðuvatna landsins:

1.Þórisvatn (vatnsmiðlun)83-88 km2
2.Þingvallavatn82 km2
3.Lögurinn53 km2
4.Mývatn37 km2
5.Hvítárvatn30km2
6.Hópið30km2
7.Langisjór26km2
8.Kvíslavatn (vatnsmiðlun)20km2
9.Sultartangalón (vatnsmiðlun)19km2
10.Grænalón18km2

Þingvallavatn.

Samkvæmt þessum lista er Þórisvatn stærsta stöðuvatn Íslands og er flatarmál þess á bilinu 83-88 km2, eftir því hversu mikið er í lóninu. Hins vegar segja aðrar heimildir, til dæmis Þingvallavatn – undirheimar í mótun, að Þingvallavatn sé stærra en þarna er gefið upp, eða tæplega 84 km2. Þar með er Þingvallavatn stærsta vatn landsins ef miðað er við lágmarks flatarmál Þórisvatns en hið síðarnefnda hefur vinninginn ef miðað er við hærra gildið. En hvað sem því líður er óumdeilanlegt að Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn á Íslandi frá náttúrunnar hendi.

Það sem vekur hins vegar athygli á þessum lista er að þrjú af tíu stærstu vötnum landsins, Þórisvatn, Kvíslavatn og Sultartangalón, eru vatnsmiðlanir fyrir virkjanir og núverandi stærð þeirra því að nokkru eða öllu leyti af mannavöldum. Á listan vantar reyndar Blöndulón sem er 57 km2 að flatarmáli. Það ætti því að vera í fjórða sæti á listanum yfir stærstu vötn landsins og jafnframt fjórða vatnið á topp tíu listanum sem mannshöndin hefur eitthvað haft með að gera. Hefði þessari sömu spurningu verið svarað fyrir 30 árum hefði listinn því litið öðruvísi út.

Í sinni upprunalegu mynd var Þórisvatn næst stærsta vatn landsins, tæpir 70 km2 að flatarmáli. Þórisvatnsmiðlun var byggð á árunum 1970-1972 í tengslum við virkjun Þjórsár við Búrfell. Þá var Þórisós, afrennsli vatnsins, stíflaður en jafnframt var ánni Köldukvísl veitt í vatnið. Í kjölfar þessara framkvæmda jókst flatarmál Þórisvatns þannig að það getur nú hampað titlinum „stærsta vatn Íslands“ þegar lónið er fullt.

Ólíkt Þórisvatni, sem var til frá náttúrunnar hendi en stækkaði við virkjanaframkvæmdir, eru Kvíslavatn og Sultartangalón algjörlega sköpunarverk mannanna. Þau eru því yngri en önnur vötn á listanum. Kvíslavatn er hluti af Kvíslaveitu en framkvæmdir við þá veitu hófust árið 1980. Þá voru gerðar stíflur í farvegum Stóraverskvíslar, Svartár, Þúfuverskvíslar, Eyvindarverskvísla og Hreysiskvíslar. Við þetta mynduðust fjögur lón og er Kvíslavatn þeirra stærst. Sultartangalón er frá svipuðum tíma en það myndaðist þegar Þjórsá og Tungnaá voru stíflaðar austan undir Sandafelli á árunum 1982-1984.

Vel má vera að listinn í upphafi svarsins eigi enn eftir að breytast á næstu árum. Í tengslum við fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun er gert ráð fyrir svonefndu Hálslóni. Áætlað er að flatarmál þess verði 57 km2 þegar lónið verður fullt og getur Hálslón því orðið þriðja stærsta vatn landsins.

Verði Þjórsá stífluð við Norðlingaöldu eins og nú er í umræðunni myndast svokallað Norðlingaöldulón. Gert er ráð fyrir að fullt verði lónið um 29 km2 að flatarmáli og mun það þá verða fyrir ofan Langasjó á listanum yfir stærstu vötn Íslands.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.12.2002

Síðast uppfært

12.6.2023

Spyrjandi

Björn Þorfinnsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver eru tíu stærstu vötn Íslands?“ Vísindavefurinn, 13. desember 2002, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2955.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 13. desember). Hver eru tíu stærstu vötn Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2955

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver eru tíu stærstu vötn Íslands?“ Vísindavefurinn. 13. des. 2002. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2955>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru tíu stærstu vötn Íslands?
Alls þekja stöðuvötn um 2.757 km2 af yfirborði Íslands eða sem samsvarar 2,68% af flatarmáli landsins. Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir flatarmál helstu stöðuvatna landsins:

1.Þórisvatn (vatnsmiðlun)83-88 km2
2.Þingvallavatn82 km2
3.Lögurinn53 km2
4.Mývatn37 km2
5.Hvítárvatn30km2
6.Hópið30km2
7.Langisjór26km2
8.Kvíslavatn (vatnsmiðlun)20km2
9.Sultartangalón (vatnsmiðlun)19km2
10.Grænalón18km2

Þingvallavatn.

Samkvæmt þessum lista er Þórisvatn stærsta stöðuvatn Íslands og er flatarmál þess á bilinu 83-88 km2, eftir því hversu mikið er í lóninu. Hins vegar segja aðrar heimildir, til dæmis Þingvallavatn – undirheimar í mótun, að Þingvallavatn sé stærra en þarna er gefið upp, eða tæplega 84 km2. Þar með er Þingvallavatn stærsta vatn landsins ef miðað er við lágmarks flatarmál Þórisvatns en hið síðarnefnda hefur vinninginn ef miðað er við hærra gildið. En hvað sem því líður er óumdeilanlegt að Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn á Íslandi frá náttúrunnar hendi.

Það sem vekur hins vegar athygli á þessum lista er að þrjú af tíu stærstu vötnum landsins, Þórisvatn, Kvíslavatn og Sultartangalón, eru vatnsmiðlanir fyrir virkjanir og núverandi stærð þeirra því að nokkru eða öllu leyti af mannavöldum. Á listan vantar reyndar Blöndulón sem er 57 km2 að flatarmáli. Það ætti því að vera í fjórða sæti á listanum yfir stærstu vötn landsins og jafnframt fjórða vatnið á topp tíu listanum sem mannshöndin hefur eitthvað haft með að gera. Hefði þessari sömu spurningu verið svarað fyrir 30 árum hefði listinn því litið öðruvísi út.

Í sinni upprunalegu mynd var Þórisvatn næst stærsta vatn landsins, tæpir 70 km2 að flatarmáli. Þórisvatnsmiðlun var byggð á árunum 1970-1972 í tengslum við virkjun Þjórsár við Búrfell. Þá var Þórisós, afrennsli vatnsins, stíflaður en jafnframt var ánni Köldukvísl veitt í vatnið. Í kjölfar þessara framkvæmda jókst flatarmál Þórisvatns þannig að það getur nú hampað titlinum „stærsta vatn Íslands“ þegar lónið er fullt.

Ólíkt Þórisvatni, sem var til frá náttúrunnar hendi en stækkaði við virkjanaframkvæmdir, eru Kvíslavatn og Sultartangalón algjörlega sköpunarverk mannanna. Þau eru því yngri en önnur vötn á listanum. Kvíslavatn er hluti af Kvíslaveitu en framkvæmdir við þá veitu hófust árið 1980. Þá voru gerðar stíflur í farvegum Stóraverskvíslar, Svartár, Þúfuverskvíslar, Eyvindarverskvísla og Hreysiskvíslar. Við þetta mynduðust fjögur lón og er Kvíslavatn þeirra stærst. Sultartangalón er frá svipuðum tíma en það myndaðist þegar Þjórsá og Tungnaá voru stíflaðar austan undir Sandafelli á árunum 1982-1984.

Vel má vera að listinn í upphafi svarsins eigi enn eftir að breytast á næstu árum. Í tengslum við fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun er gert ráð fyrir svonefndu Hálslóni. Áætlað er að flatarmál þess verði 57 km2 þegar lónið verður fullt og getur Hálslón því orðið þriðja stærsta vatn landsins.

Verði Þjórsá stífluð við Norðlingaöldu eins og nú er í umræðunni myndast svokallað Norðlingaöldulón. Gert er ráð fyrir að fullt verði lónið um 29 km2 að flatarmáli og mun það þá verða fyrir ofan Langasjó á listanum yfir stærstu vötn Íslands.

Heimildir og mynd:...