Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er fullveldi?

Ragnhildur Helgadóttir, og Bjarni Már Magnússon

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Fullveldi er oftast notað yfir stjórnskipulegt sjálfstæði – með öðrum orðum það að vald til að taka ákvarðanir sé hjá innlendum stofnunum og aðilum sem sæki valdið ekkert annað. Þetta er líka hægt að orða þannig að fullvalda ríki fari með æðsta vald í öllum málum á yfirráðasvæði sínu og sæki það ekki til neins annars ríkis. Fullvalda ríki ákveður og takmarkar vald sitt sjálft og stjórnvöld þess deila valdi ekki með öðrum nema þau ákveði það sjálf.

Ísland varð fullvalda 1. desember 1918 og gat þá tekið í sínar heldur allar valdheimildir, nema þær sem það fól Dönum að fara með samkvæmt umboði. Myndin er tekin við hátíðahöld fyrir framan Stjórnarráðshúsið þann dag.

Í lögfræði er oft talað um innra og ytra fullveldi. Innra fullveldið er þá það sem lýst er hér að framan; Ríkið fer á yfirráðasvæði sínu með allar valdheimildir sem tilteknar eru í stjórnarskrá (til dæmis að setja lög, dæma og fleira), ákvarðar sjálft vald ríkisins og hvaða reglur gilda þar í hvaða forgangsröð og sækir heimild til þess ekki annað. Í ytri fullveldisrétti felst réttur ríkis til að koma fram á alþjóðavettvangi, meðal annars að gerast aðili að alþjóðasamningum við erlend ríki og gerast aðili að alþjóðastofnunum. Ákvörðun ríkis um að taka á sig alþjóðlegar skuldbindingar felur í sér beitingu fullveldisréttar og er því einn af eiginleikum fullveldisins. Grundvallarhugsunin er að fullvalda ríki getur ákveðið að setja sér sjálft takmörk með aðild að milliríkjasamningum og alþjóðastofnunum. Fullveldishugtakið er í þessum skilningi eins og lögræðishugtakið: Lögráða einstaklingur sem ræður sig í vinnu eða tekur fasteignalán hjá lánastofnun framselur ekki eða afsalar sér lögræði sitt, heldur nýtir hann það.

Þetta er hægt að skýra með dæmum: Í stjórnarskránni stendur að sveitarfélög ráði sínum málum innan þeirra marka sem lög mæla. Þau eru því ekki fullvalda.

Ísland varð fullvalda 1. desember 1918, enda tók það þá (eða gat tekið) í sínar hendur allar valdheimildir, nema þær sem það fól Dönum að fara með samkvæmt umboði.

Helstu heimildir:
  • Davíð Þór Björgvinsson, EES-réttur og landsréttur, 2006.
  • Kristrún Heimisdóttir, Stjórnarskrárbundið fullveldi Íslands, Tímarit lögfræðinga 2003, bls. 19-60.
  • Guðmundur Jónsson (ritstj.). Frjálst og fullvalda ríki: Ísland 1918–2018. Sögufélag í samstarfi við Afmælisnefnd aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands, 2018.

Mynd:

Höfundar

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti lagadeildar HR

Bjarni Már Magnússon

dósent við lagadeild HR

Útgáfudagur

17.12.2018

Síðast uppfært

18.12.2018

Spyrjandi

Margret Sigurdson

Tilvísun

Ragnhildur Helgadóttir, og Bjarni Már Magnússon. „Hvað er fullveldi?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2018, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=23088.

Ragnhildur Helgadóttir, og Bjarni Már Magnússon. (2018, 17. desember). Hvað er fullveldi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23088

Ragnhildur Helgadóttir, og Bjarni Már Magnússon. „Hvað er fullveldi?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2018. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23088>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er fullveldi?
Fullveldi er oftast notað yfir stjórnskipulegt sjálfstæði – með öðrum orðum það að vald til að taka ákvarðanir sé hjá innlendum stofnunum og aðilum sem sæki valdið ekkert annað. Þetta er líka hægt að orða þannig að fullvalda ríki fari með æðsta vald í öllum málum á yfirráðasvæði sínu og sæki það ekki til neins annars ríkis. Fullvalda ríki ákveður og takmarkar vald sitt sjálft og stjórnvöld þess deila valdi ekki með öðrum nema þau ákveði það sjálf.

Ísland varð fullvalda 1. desember 1918 og gat þá tekið í sínar heldur allar valdheimildir, nema þær sem það fól Dönum að fara með samkvæmt umboði. Myndin er tekin við hátíðahöld fyrir framan Stjórnarráðshúsið þann dag.

Í lögfræði er oft talað um innra og ytra fullveldi. Innra fullveldið er þá það sem lýst er hér að framan; Ríkið fer á yfirráðasvæði sínu með allar valdheimildir sem tilteknar eru í stjórnarskrá (til dæmis að setja lög, dæma og fleira), ákvarðar sjálft vald ríkisins og hvaða reglur gilda þar í hvaða forgangsröð og sækir heimild til þess ekki annað. Í ytri fullveldisrétti felst réttur ríkis til að koma fram á alþjóðavettvangi, meðal annars að gerast aðili að alþjóðasamningum við erlend ríki og gerast aðili að alþjóðastofnunum. Ákvörðun ríkis um að taka á sig alþjóðlegar skuldbindingar felur í sér beitingu fullveldisréttar og er því einn af eiginleikum fullveldisins. Grundvallarhugsunin er að fullvalda ríki getur ákveðið að setja sér sjálft takmörk með aðild að milliríkjasamningum og alþjóðastofnunum. Fullveldishugtakið er í þessum skilningi eins og lögræðishugtakið: Lögráða einstaklingur sem ræður sig í vinnu eða tekur fasteignalán hjá lánastofnun framselur ekki eða afsalar sér lögræði sitt, heldur nýtir hann það.

Þetta er hægt að skýra með dæmum: Í stjórnarskránni stendur að sveitarfélög ráði sínum málum innan þeirra marka sem lög mæla. Þau eru því ekki fullvalda.

Ísland varð fullvalda 1. desember 1918, enda tók það þá (eða gat tekið) í sínar hendur allar valdheimildir, nema þær sem það fól Dönum að fara með samkvæmt umboði.

Helstu heimildir:
  • Davíð Þór Björgvinsson, EES-réttur og landsréttur, 2006.
  • Kristrún Heimisdóttir, Stjórnarskrárbundið fullveldi Íslands, Tímarit lögfræðinga 2003, bls. 19-60.
  • Guðmundur Jónsson (ritstj.). Frjálst og fullvalda ríki: Ísland 1918–2018. Sögufélag í samstarfi við Afmælisnefnd aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands, 2018.

Mynd:

...