Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Er vitað hve mörg prósent þjóðarinnar horfir á Eurovision?

Margrét Björk Sigurðardóttir

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða Evróvisjón (e. Eurovision) hefur löngum þótt afar gott sjónvarpsefni á Íslandi en fáir sjónvarpsviðburðir hafa notið jafn mikilla vinsælda í gegnum árin. Íslendingar hafa tekið þátt í keppninni frá árinu 1986, en það ár var Icy-hópurinn fulltrúi landsmanna með lagið Gleðibankinn. Árið 2003 mældi Gallup að uppsafnað áhorf á söngvakeppnina væri 89,2%, en þá söng Birgitta Haukdal fyrir hönd Íslendinga lagið Open Your Heart og hafnaði í 8. sæti í aðalkeppninni. Árið 2008 mældist uppsafnað áhorf á forkeppnina vera 75%, en þá komst Eurobandið í aðalkeppnina fyrir Íslands hönd með laginu This is my life og hafnaði þar í 14. sæti.

Samkvæmt mælingum Capacent Gallup horfðu yfir 80% íslensku þjóðarinnar á Jóhönnu Guðrúnu syngja lagið Is it true í fyrri forkeppni söngvakeppninnar þann 12. maí árið 2009. Meðaláhorf á forkeppnina í heild var mælt um 72%. Með framlagi sínu kom Jóhanna Guðrún Íslendingum í úrslitin og er talið að hátt í 90% þjóðarinnar muni fylgjast með henni syngja í aðalkeppninni þann 16. maí árið 2009. Lag Jóhönnu Guðrúnar er 22. framlag Íslendinga í Evróvisjón.Um 80% íslensku þjóðarinnar horfðu á Jóhönnu Guðrúnu keppa í undanúrslitum söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með 22. framlagi Íslendinga, laginu Is it true

Áhugi þjóðarinnar virðist þó ekki einskorðast við keppnina sjálfa en mikil list þykir að geta spáð fyrir um úrslit keppninnar með nokkurri nákvæmni. Þetta lýsir sér kannski ekki síst í því að vikurnar fyrir keppnina hefur sjónvarpsþátturinn Alla leið, þar sem sérfræðingar í Evróvisjón fjalla um lögin sem munu taka þátt í söngvakeppninni, verið eitt vinsælasta sjónvarpsefnið með tæplega 52% uppsafnað áhorf.

Rannsóknir benda til þess að konur horfi meira en karlar á Evróvisjón hér á landi, þótt ljóst sé að ekki geti skeikað miklu þegar svo mikið áhorf er á keppnina. Einnig virðast yngra fólk líklegra en eldra fólk til að fylgjast með.

Íslendingar eru þó ekki einir um að vera aðdáendur keppninnar, en söngvakeppnin er eitt vinsælasta sjónvarpsefnið í Evrópu og víðar, en sem dæmi má nefna hefur Ísrael verið þátttakandi í keppninni frá árinu 1973. Talið er að um 100 milljónir manna fylgist með söngvakepnninni á hverju ári víðsvegar um heiminn.

Frá árinu 2003 hafa áhorfendur einir ráðið úrslitum keppninnar með símakosningu. Það eru aðeins þær þjóðir sem eru þátttakendur í keppninni sem mega kjósa og hefur kosningaþátttaka aukist jafnt og þétt síðustu árin. Á töflunni hér fyrir neðan má sjá heildartölur yfir kosningaþátttöku síðustu ára.

2004
2005
2006
2007
2008
Símtöl4.551.6983.892.3304.312.1553.704.5864.257.583
SMS2.631.1772.662.9754.228.1695.073.8944.570.944
Samtals7.182.8756.555.3058.540.3248.778.4808.825.527

Þess má geta að árið 2009 var fyrirkomulagi kosninganna breytt á nýjan leik og voru dómnefndir kynntar aftur til sögunnar. Áhorfendur hafa nú 50% vægi á móti dómnefndum í hverju landi.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

16.5.2009

Spyrjandi

Kristín Inga

Tilvísun

Margrét Björk Sigurðardóttir. „Er vitað hve mörg prósent þjóðarinnar horfir á Eurovision? “ Vísindavefurinn, 16. maí 2009. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=23230.

Margrét Björk Sigurðardóttir. (2009, 16. maí). Er vitað hve mörg prósent þjóðarinnar horfir á Eurovision? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=23230

Margrét Björk Sigurðardóttir. „Er vitað hve mörg prósent þjóðarinnar horfir á Eurovision? “ Vísindavefurinn. 16. maí. 2009. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=23230>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er vitað hve mörg prósent þjóðarinnar horfir á Eurovision?
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða Evróvisjón (e. Eurovision) hefur löngum þótt afar gott sjónvarpsefni á Íslandi en fáir sjónvarpsviðburðir hafa notið jafn mikilla vinsælda í gegnum árin. Íslendingar hafa tekið þátt í keppninni frá árinu 1986, en það ár var Icy-hópurinn fulltrúi landsmanna með lagið Gleðibankinn. Árið 2003 mældi Gallup að uppsafnað áhorf á söngvakeppnina væri 89,2%, en þá söng Birgitta Haukdal fyrir hönd Íslendinga lagið Open Your Heart og hafnaði í 8. sæti í aðalkeppninni. Árið 2008 mældist uppsafnað áhorf á forkeppnina vera 75%, en þá komst Eurobandið í aðalkeppnina fyrir Íslands hönd með laginu This is my life og hafnaði þar í 14. sæti.

Samkvæmt mælingum Capacent Gallup horfðu yfir 80% íslensku þjóðarinnar á Jóhönnu Guðrúnu syngja lagið Is it true í fyrri forkeppni söngvakeppninnar þann 12. maí árið 2009. Meðaláhorf á forkeppnina í heild var mælt um 72%. Með framlagi sínu kom Jóhanna Guðrún Íslendingum í úrslitin og er talið að hátt í 90% þjóðarinnar muni fylgjast með henni syngja í aðalkeppninni þann 16. maí árið 2009. Lag Jóhönnu Guðrúnar er 22. framlag Íslendinga í Evróvisjón.Um 80% íslensku þjóðarinnar horfðu á Jóhönnu Guðrúnu keppa í undanúrslitum söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með 22. framlagi Íslendinga, laginu Is it true

Áhugi þjóðarinnar virðist þó ekki einskorðast við keppnina sjálfa en mikil list þykir að geta spáð fyrir um úrslit keppninnar með nokkurri nákvæmni. Þetta lýsir sér kannski ekki síst í því að vikurnar fyrir keppnina hefur sjónvarpsþátturinn Alla leið, þar sem sérfræðingar í Evróvisjón fjalla um lögin sem munu taka þátt í söngvakeppninni, verið eitt vinsælasta sjónvarpsefnið með tæplega 52% uppsafnað áhorf.

Rannsóknir benda til þess að konur horfi meira en karlar á Evróvisjón hér á landi, þótt ljóst sé að ekki geti skeikað miklu þegar svo mikið áhorf er á keppnina. Einnig virðast yngra fólk líklegra en eldra fólk til að fylgjast með.

Íslendingar eru þó ekki einir um að vera aðdáendur keppninnar, en söngvakeppnin er eitt vinsælasta sjónvarpsefnið í Evrópu og víðar, en sem dæmi má nefna hefur Ísrael verið þátttakandi í keppninni frá árinu 1973. Talið er að um 100 milljónir manna fylgist með söngvakepnninni á hverju ári víðsvegar um heiminn.

Frá árinu 2003 hafa áhorfendur einir ráðið úrslitum keppninnar með símakosningu. Það eru aðeins þær þjóðir sem eru þátttakendur í keppninni sem mega kjósa og hefur kosningaþátttaka aukist jafnt og þétt síðustu árin. Á töflunni hér fyrir neðan má sjá heildartölur yfir kosningaþátttöku síðustu ára.

2004
2005
2006
2007
2008
Símtöl4.551.6983.892.3304.312.1553.704.5864.257.583
SMS2.631.1772.662.9754.228.1695.073.8944.570.944
Samtals7.182.8756.555.3058.540.3248.778.4808.825.527

Þess má geta að árið 2009 var fyrirkomulagi kosninganna breytt á nýjan leik og voru dómnefndir kynntar aftur til sögunnar. Áhorfendur hafa nú 50% vægi á móti dómnefndum í hverju landi.

Heimildir og mynd:...