Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er reikistjarnan Mars rauð?

Mars er oft nefndur rauða reikistjarnan enda virðist hann rauðleitur að sjá á næturhimninum. Mars er bergreikistjarna í innra sólkerfinu og hefur örþunnan lofthjúp. Á yfirborðinu eru fjölmargar áhugaverðar jarðmyndanir eins og árekstragígar, eldfjöll, gljúfur og pólhettur. Mars er meðal mest könnuðu reikistjarna í sólkerfinu enda mjög áhugaverður. Mars hefur alla tíð verið kunnugur mönnum enda er hann oft meðal björtustu fyrirbæra næturhiminsins. Aðeins sólin, tunglið, Venus og Júpíter geta verið bjartari.


Reikistjarnan Mars.

Mars heitir eftir stríðsguð Rómverja en Fornegyptar kölluðu reikistjörnuna Har Descher sem þýðir sá rauði.

Gögn frá brautar- og lendingarförum auk rannsókna á loftsteinum frá Mars benda til þess að yfirborðið sé að mestu leyti úr basalti. Greining á jarðvegssýnum sem Viking-förin söfnuðu árið 1976 sýna að jarðvegurinn er járnríkur leir sem samsvarar vel veðrun basalts. Aðrar steintegundir eins og andesít og hematít eru einnig til staðar á yfirborðinu. Rauði liturinn sem einkennir yfirborðið má rekja til járnoxíðs (Fe2O3) sem í daglegu tali nefnist ryð. Jarðvegurinn er mjög fínn og hefur svipaða áferð og hveiti.

Rauðu og fínu rykagnirnar á yfirborði Mars haldast lengi í lofthjúpnum og valda því að himininn á Mars er einhvers staðar á milli þess að vera föl-appelsínugulbrúnn og ljósbleikur. Þess vegna kemur Mars okkur fyrir sjónir sem rauð reikistjarna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Þessi texti birtist upprunalega á Stjörnufræðivefnum og er birtur hér með góðfúslegu leyfi.

Útgáfudagur

4.11.2010

Spyrjandi

María Helgadóttir f.1993, Lísa Margrét f.1995

Höfundur

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Hvers vegna er reikistjarnan Mars rauð?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2010. Sótt 19. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=23512.

Stjörnufræðivefurinn. (2010, 4. nóvember). Hvers vegna er reikistjarnan Mars rauð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=23512

Stjörnufræðivefurinn. „Hvers vegna er reikistjarnan Mars rauð?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2010. Vefsíða. 19. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=23512>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigurjón Baldur Hafsteinsson

1964

Sigurjón Baldur Hafsteinsson er prófessor í safnafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Sigurjóns Baldurs hafa meðal annars snúið að viðhorfi Íslendinga til dauða og sorgar, en þau viðhorf eru tengd félagspólitískum breytingum sem orðið hafa á Íslandi á undanförnum þrjátíu árum.