Sólin Sólin Rís 07:39 • sest 18:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:32 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:06 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík

Er hægt að fæðast með ofnæmi og geta ungbörn haft ofnæmi fyrir brjóstamjólk?

Sigurveig Þ. Sigurðardóttir

Börn fæðast ekki með ofnæmi því ónæmiskerfi þarf að útsetjast fyrir ofnæmisvakanum til að mynda ofnæmi. Prótín sem getur valdið ofnæmi getur borist í gegnum móðurina og út í brjóstamjólkina. Þannig getur ungbarn sem fær ekkert annað en brjóstamjólk næmst gegn prótínum úr fæðu (til dæmis eggjum) sem móðirin borðar en ekki gegn brjóstamjólkinni sjálfri. Við endurtekna útsetningu getur barnið síðan fengið ofnæmiseinkenni. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að ofnæmissnautt fæði móður forðar ekki barninu frá því að mynda ofnæmi og er það því ekki ráðlagt.

Ungbörn hafa ekki ofnæmi fyrir móðurmjólkinni sjálfri en geta myndað ofnæmi gegn einhverju sem móðirin hefur borðað og berst til þeirra í gegnum mjólkina. Ekki er þó ráðlagt að móðir borði ofnæmissnautt fæði. Nýlegar rannsóknir sýna að fái barn fæðu eins og egg, mjólk og jarðhnetur í gegnum brjóstamjólk fyrir sex mánaða aldur minnkar það líkur á fæðuofnæmi.

Hins vegar hafa nýlegar rannsóknir sýnt að fái barnið fæðuna (þar með talin egg, mjólk, jarðhnetur og fleira) fyrir sex mánaða aldur minnkar það líkur á fæðuofnæmi (Snijders og fleiri, Paediatrics 2008, Du Toit G og fleiri, JACI 2008, Koplin J og fleiri, JACI 2010). Brjóstagjöf eingöngu minnkar ekki líkur á ofnæmi en er verndandi með annarri fæðu (Bright I. Nwaru og fleiri, JACI 2013).

Mynd:

Höfundur

sérfræðingur í barnalækningum, ofnæmis- og ónæmislækningum

Útgáfudagur

12.3.2014

Spyrjandi

Sigríður Gunnarsdóttir

Tilvísun

Sigurveig Þ. Sigurðardóttir. „Er hægt að fæðast með ofnæmi og geta ungbörn haft ofnæmi fyrir brjóstamjólk? “ Vísindavefurinn, 12. mars 2014. Sótt 2. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=23678.

Sigurveig Þ. Sigurðardóttir. (2014, 12. mars). Er hægt að fæðast með ofnæmi og geta ungbörn haft ofnæmi fyrir brjóstamjólk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=23678

Sigurveig Þ. Sigurðardóttir. „Er hægt að fæðast með ofnæmi og geta ungbörn haft ofnæmi fyrir brjóstamjólk? “ Vísindavefurinn. 12. mar. 2014. Vefsíða. 2. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=23678>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að fæðast með ofnæmi og geta ungbörn haft ofnæmi fyrir brjóstamjólk?
Börn fæðast ekki með ofnæmi því ónæmiskerfi þarf að útsetjast fyrir ofnæmisvakanum til að mynda ofnæmi. Prótín sem getur valdið ofnæmi getur borist í gegnum móðurina og út í brjóstamjólkina. Þannig getur ungbarn sem fær ekkert annað en brjóstamjólk næmst gegn prótínum úr fæðu (til dæmis eggjum) sem móðirin borðar en ekki gegn brjóstamjólkinni sjálfri. Við endurtekna útsetningu getur barnið síðan fengið ofnæmiseinkenni. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að ofnæmissnautt fæði móður forðar ekki barninu frá því að mynda ofnæmi og er það því ekki ráðlagt.

Ungbörn hafa ekki ofnæmi fyrir móðurmjólkinni sjálfri en geta myndað ofnæmi gegn einhverju sem móðirin hefur borðað og berst til þeirra í gegnum mjólkina. Ekki er þó ráðlagt að móðir borði ofnæmissnautt fæði. Nýlegar rannsóknir sýna að fái barn fæðu eins og egg, mjólk og jarðhnetur í gegnum brjóstamjólk fyrir sex mánaða aldur minnkar það líkur á fæðuofnæmi.

Hins vegar hafa nýlegar rannsóknir sýnt að fái barnið fæðuna (þar með talin egg, mjólk, jarðhnetur og fleira) fyrir sex mánaða aldur minnkar það líkur á fæðuofnæmi (Snijders og fleiri, Paediatrics 2008, Du Toit G og fleiri, JACI 2008, Koplin J og fleiri, JACI 2010). Brjóstagjöf eingöngu minnkar ekki líkur á ofnæmi en er verndandi með annarri fæðu (Bright I. Nwaru og fleiri, JACI 2013).

Mynd:

...