Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að lækna ofnæmi þannig að það komi aldrei aftur?

Davíð Gíslason

Stutta svarið við þessari spurningu er nei, ef átt er við það að ofnæmið læknist alveg og valdi engum óþægindum það sem eftir er ævinnar. Oft er þó tekið þannig til orða: „Hann fékk góða lækningu meina sinna“, án þess að átt sé við að hann hafi orðið albata.

Í þessum skilningi má svara spurningunni játandi, ef um er að ræða ofnæmi fyrir frjókornum, algengustu húsdýrum og rykmaurum. Lækningin er þá ævinlega fólgin í afnæmingu fyrir þessum ofnæmisvöldum. Þá er um að ræða eins konar bólusetningu með ofnæmisvökum sem koma í stað bóluefnis. Við venjulega bólusetningu er vanalega nægjanlegt að bólusetja þrisvar sinnum og síðan að ákveðnum tíma liðnum til að viðhalda áhrifunum. Við afnæmingu er um miklu meira inngrip að ræða. Fyrst eru gefnar sprautur undir húð með viku millibili í 15-25 vikur, eftir því hversu viðkvæmur viðkomandi er fyrir meðferðinni, og síðan á sex vikna frest í um það bil fjögur ár.

Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem kemur fram í nefi og augum.

Í grein um árangur afnæmingar á Íslandi voru 67% betri eða einkennalausir 20 árum eftir lok meðferðarinnar (Læknablaðið 2010; 96: 463-8). Þetta er sú aðferð sem hefur lengst af verið notuð.

Á síðustu árum hefur önnur aðferð náð fótfestu í Evrópu. Hún er fólgin í því að koma ofnæmisvakanum fyrir í töflu, sem látin er renna undir tungunni. Tafla er tekin á hverjum degi í að minnsta kosti þrjú ár. Afnæmismeðferð með sprautum hefur viðgengist áratugum saman hér á landi en afnæmismeðferð með töflum er nýlega hafin og má líta þannig á að sú meðferð sé enn á tilraunastigi.

Fæðuofnæmi, eins og raunar annað ofnæmi, getur lagast af sjálfu sér, og á þetta sérstaklega við um mjólkurofnæmi hjá ungbörnum og ofnæmi fyrir eggjum, en getur þó átt við fleiri ofnæmisvaka. Æskilegt væri að geta notað afnæmingu við fæðuofnæmi og tilraunir með þannig meðferð eru að hefjast. Einnig eru tilraunir í gangi í þá átt að breyta ofnæmisvökunum þannig að það nægir að gefa þá í aðeins nokkur skipti líkt og við venjulega bólusetningu. Afnæming verður ekki almenn meðal ofnæmissjúklinga fyrr en það hefur tekist.

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Er hægt að sprauta fólk gegn hundaofnæmi?
  • Ef maður er með ofnæmi fyrir dýrum er hægt að fara í af-ofæmismeðferð/ofnæmisbælingu?
  • Væri hægt að framleiða bóluefni eða langvarandi lyf gegn ofnæmi?
  • Hver er besta leiðinn til þess að losna við hunda og katta ofnæmi? Aðgerð eða eitthvað?
  • Er einhver leið til að lækna dýraofnæmi?

Höfundur

Davíð Gíslason

sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum

Útgáfudagur

27.1.2011

Síðast uppfært

24.8.2022

Spyrjandi

Anna Sigrún Ingimarsdóttir, Ásgeir Jónasson, Ragnheiður Páls, Valdimar Baldvinsson, Elfa Rós Helgadóttir, Rut Guðnadóttir

Tilvísun

Davíð Gíslason. „Er hægt að lækna ofnæmi þannig að það komi aldrei aftur?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2011, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=23599.

Davíð Gíslason. (2011, 27. janúar). Er hægt að lækna ofnæmi þannig að það komi aldrei aftur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23599

Davíð Gíslason. „Er hægt að lækna ofnæmi þannig að það komi aldrei aftur?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2011. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23599>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að lækna ofnæmi þannig að það komi aldrei aftur?
Stutta svarið við þessari spurningu er nei, ef átt er við það að ofnæmið læknist alveg og valdi engum óþægindum það sem eftir er ævinnar. Oft er þó tekið þannig til orða: „Hann fékk góða lækningu meina sinna“, án þess að átt sé við að hann hafi orðið albata.

Í þessum skilningi má svara spurningunni játandi, ef um er að ræða ofnæmi fyrir frjókornum, algengustu húsdýrum og rykmaurum. Lækningin er þá ævinlega fólgin í afnæmingu fyrir þessum ofnæmisvöldum. Þá er um að ræða eins konar bólusetningu með ofnæmisvökum sem koma í stað bóluefnis. Við venjulega bólusetningu er vanalega nægjanlegt að bólusetja þrisvar sinnum og síðan að ákveðnum tíma liðnum til að viðhalda áhrifunum. Við afnæmingu er um miklu meira inngrip að ræða. Fyrst eru gefnar sprautur undir húð með viku millibili í 15-25 vikur, eftir því hversu viðkvæmur viðkomandi er fyrir meðferðinni, og síðan á sex vikna frest í um það bil fjögur ár.

Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem kemur fram í nefi og augum.

Í grein um árangur afnæmingar á Íslandi voru 67% betri eða einkennalausir 20 árum eftir lok meðferðarinnar (Læknablaðið 2010; 96: 463-8). Þetta er sú aðferð sem hefur lengst af verið notuð.

Á síðustu árum hefur önnur aðferð náð fótfestu í Evrópu. Hún er fólgin í því að koma ofnæmisvakanum fyrir í töflu, sem látin er renna undir tungunni. Tafla er tekin á hverjum degi í að minnsta kosti þrjú ár. Afnæmismeðferð með sprautum hefur viðgengist áratugum saman hér á landi en afnæmismeðferð með töflum er nýlega hafin og má líta þannig á að sú meðferð sé enn á tilraunastigi.

Fæðuofnæmi, eins og raunar annað ofnæmi, getur lagast af sjálfu sér, og á þetta sérstaklega við um mjólkurofnæmi hjá ungbörnum og ofnæmi fyrir eggjum, en getur þó átt við fleiri ofnæmisvaka. Æskilegt væri að geta notað afnæmingu við fæðuofnæmi og tilraunir með þannig meðferð eru að hefjast. Einnig eru tilraunir í gangi í þá átt að breyta ofnæmisvökunum þannig að það nægir að gefa þá í aðeins nokkur skipti líkt og við venjulega bólusetningu. Afnæming verður ekki almenn meðal ofnæmissjúklinga fyrr en það hefur tekist.

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Er hægt að sprauta fólk gegn hundaofnæmi?
  • Ef maður er með ofnæmi fyrir dýrum er hægt að fara í af-ofæmismeðferð/ofnæmisbælingu?
  • Væri hægt að framleiða bóluefni eða langvarandi lyf gegn ofnæmi?
  • Hver er besta leiðinn til þess að losna við hunda og katta ofnæmi? Aðgerð eða eitthvað?
  • Er einhver leið til að lækna dýraofnæmi?
...