
Spurt er hvort öll hunda- og kattakyn valdi ofnæmi. Það verður að svara því játandi. Það er þó eitthvað misjafnt eftir afbrigðum hve mikil einkennin eru, en það hefur ekki verið kortlagt. Einkennin geta farið eftir heilsufari dýrsins og hversu hreinlegt það er. Í Bandaríkjunum má finna auglýsta til sölu ketti, sem eiga ekki að valda ofnæmi. Ég hef þó ekki fundið neitt skrifað um þetta í tímaritum ofnæmislækna. Spurt er um ofnæmisvaka í selsfeldi. Ekkert er vitað um ofnæmi fyrir selsfeldi svo mér sé kunnugt, en ofnæmi fyrir selkjöti hefur verið lýst. Ég geri ráð fyrir því að hægt sé að fá ofnæmi fyrir selskinni, en selskinn í heimahúsum eru þó líklegri til að safna í sig ofnæmisvökum frá öðrum dýrum eða rykmaurum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum
- Af hverju fær maður ofnæmi? eftir Helgu Ögumundsdóttur
- Er hægt að lækna ofnæmi þannig að það komi aldrei aftur? eftir Davíð Gíslason
- Eru til pillur sem halda hundaofnæmi í skefjum? eftir Davíð Gíslason
- Hvað er sjálfsofnæmi? eftir Magnús Jóhannsson
- Er fæðuofnæmi algengt? eftir Magnús Jóhannsson
- Er hægt að losna við frjókornaofnæmi? af Doktor.is
- Hundur og köttur: N-E-Ability. Sótt 27. 1. 2011.
- Selskinn á stól: Siv Friðleifsdóttir. Sótt 7. 2. 2011.
- Sé maður með ofnæmi fyrir felddýrum, svo sem hundum, köttum og hestum, eru þá sömu ofnæmisvakar í feldi af sel sem lifir í sjó?
- Eru til hundakyn sem eru ekki með þessum efnum sem fólk fær ofnæmi fyrir?
- Ef ég er með ofnæmi fyrir hundum, gildir það þá fyrir alla hunda?
- Eru til kattakyn sem valda ekki ofnæmi?