Sólin Sólin Rís 07:38 • sest 18:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:35 • Sest 13:12 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:12 í Reykjavík

Hvers vegna valda dýr ofnæmisáhrifum og er hægt að hafa ofnæmi fyrir feldi af sel?

Davíð Gíslason

Það er ekki vitað hvers vegna dýr valda ofnæmi, en öll pelsdýr geta valdið því. Þó eru einkenni mismikil eftir dýrum. Þannig eru einkenni við kattaofnæmi yfirleitt meiri en einkenni frá hundum. Einkenni frá hestum og nautgripum geta einnig verið mikil, en ofnæmi fyrir sauðfé er sjaldgæft og þá yfirleitt einnig mjög vægt.

Það eru svonefndir ofnæmisvakar frá dýrunum sem valda ofnæminu. Ofnæmisvakar eru prótínsambönd með ákveðinni röð amínósýra, sem líkja mætti við búta í bandhnykli. Hjá hverju dýri eru nokkrir svona bútar sem valda ofnæmi, en mikilvægi þeirra er mismikið fyrir ofnæmiseinkennin. Ofnæmisvakarnir koma úr svitakirtlum, munnvatni og úrgangi frá dýrunum. Sennilega er það lögun rykagnanna, sem myndast af dýrunum, sem ráða mestu um einkennin. Slíkar rykagnir frá köttum svífa auðveldar í loftinu en rykagnir frá hundum, enda koma einkennin miklu fyrr fram við návist katta en hunda.

Það er ekki vitað hvers vegna dýr valda ofnæmi, en öll pelsdýr geta valdið því.

Spurt er hvort öll hunda- og kattakyn valdi ofnæmi. Það verður að svara því játandi. Það er þó eitthvað misjafnt eftir afbrigðum hve mikil einkennin eru, en það hefur ekki verið kortlagt. Einkennin geta farið eftir heilsufari dýrsins og hversu hreinlegt það er. Í Bandaríkjunum má finna auglýsta til sölu ketti, sem eiga ekki að valda ofnæmi. Ég hef þó ekki fundið neitt skrifað um þetta í tímaritum ofnæmislækna.

Spurt er um ofnæmisvaka í selsfeldi. Ekkert er vitað um ofnæmi fyrir selsfeldi svo mér sé kunnugt, en ofnæmi fyrir selkjöti hefur verið lýst. Ég geri ráð fyrir því að hægt sé að fá ofnæmi fyrir selskinni, en selskinn í heimahúsum eru þó líklegri til að safna í sig ofnæmisvökum frá öðrum dýrum eða rykmaurum.

Ekki er vitað til þess að selskinn valdi ofnæmi en í því geta leynst ofnæmisvaldandi rykmaurar.

Myndir:

Aðrar spurningar um dýr og ofnæmi sem einnig er svarað hér:
  • Sé maður með ofnæmi fyrir felddýrum, svo sem hundum, köttum og hestum, eru þá sömu ofnæmisvakar í feldi af sel sem lifir í sjó?
  • Eru til hundakyn sem eru ekki með þessum efnum sem fólk fær ofnæmi fyrir?
  • Ef ég er með ofnæmi fyrir hundum, gildir það þá fyrir alla hunda?
  • Eru til kattakyn sem valda ekki ofnæmi?

Höfundur

Davíð Gíslason

sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum

Útgáfudagur

4.2.2011

Spyrjandi

Álfrún Pálmadóttir, Ívar Atli Sigurjónsson, Andrés Andrésson, Örvar Dóri Rögnvaldsson, Daði Kjartans, Karen Ruth Hansen, Ragnheiður M. Eiðsdóttir

Tilvísun

Davíð Gíslason. „Hvers vegna valda dýr ofnæmisáhrifum og er hægt að hafa ofnæmi fyrir feldi af sel? “ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2011. Sótt 2. október 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=9336.

Davíð Gíslason. (2011, 4. febrúar). Hvers vegna valda dýr ofnæmisáhrifum og er hægt að hafa ofnæmi fyrir feldi af sel? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=9336

Davíð Gíslason. „Hvers vegna valda dýr ofnæmisáhrifum og er hægt að hafa ofnæmi fyrir feldi af sel? “ Vísindavefurinn. 4. feb. 2011. Vefsíða. 2. okt. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=9336>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna valda dýr ofnæmisáhrifum og er hægt að hafa ofnæmi fyrir feldi af sel?
Það er ekki vitað hvers vegna dýr valda ofnæmi, en öll pelsdýr geta valdið því. Þó eru einkenni mismikil eftir dýrum. Þannig eru einkenni við kattaofnæmi yfirleitt meiri en einkenni frá hundum. Einkenni frá hestum og nautgripum geta einnig verið mikil, en ofnæmi fyrir sauðfé er sjaldgæft og þá yfirleitt einnig mjög vægt.

Það eru svonefndir ofnæmisvakar frá dýrunum sem valda ofnæminu. Ofnæmisvakar eru prótínsambönd með ákveðinni röð amínósýra, sem líkja mætti við búta í bandhnykli. Hjá hverju dýri eru nokkrir svona bútar sem valda ofnæmi, en mikilvægi þeirra er mismikið fyrir ofnæmiseinkennin. Ofnæmisvakarnir koma úr svitakirtlum, munnvatni og úrgangi frá dýrunum. Sennilega er það lögun rykagnanna, sem myndast af dýrunum, sem ráða mestu um einkennin. Slíkar rykagnir frá köttum svífa auðveldar í loftinu en rykagnir frá hundum, enda koma einkennin miklu fyrr fram við návist katta en hunda.

Það er ekki vitað hvers vegna dýr valda ofnæmi, en öll pelsdýr geta valdið því.

Spurt er hvort öll hunda- og kattakyn valdi ofnæmi. Það verður að svara því játandi. Það er þó eitthvað misjafnt eftir afbrigðum hve mikil einkennin eru, en það hefur ekki verið kortlagt. Einkennin geta farið eftir heilsufari dýrsins og hversu hreinlegt það er. Í Bandaríkjunum má finna auglýsta til sölu ketti, sem eiga ekki að valda ofnæmi. Ég hef þó ekki fundið neitt skrifað um þetta í tímaritum ofnæmislækna.

Spurt er um ofnæmisvaka í selsfeldi. Ekkert er vitað um ofnæmi fyrir selsfeldi svo mér sé kunnugt, en ofnæmi fyrir selkjöti hefur verið lýst. Ég geri ráð fyrir því að hægt sé að fá ofnæmi fyrir selskinni, en selskinn í heimahúsum eru þó líklegri til að safna í sig ofnæmisvökum frá öðrum dýrum eða rykmaurum.

Ekki er vitað til þess að selskinn valdi ofnæmi en í því geta leynst ofnæmisvaldandi rykmaurar.

Myndir:

Aðrar spurningar um dýr og ofnæmi sem einnig er svarað hér:
  • Sé maður með ofnæmi fyrir felddýrum, svo sem hundum, köttum og hestum, eru þá sömu ofnæmisvakar í feldi af sel sem lifir í sjó?
  • Eru til hundakyn sem eru ekki með þessum efnum sem fólk fær ofnæmi fyrir?
  • Ef ég er með ofnæmi fyrir hundum, gildir það þá fyrir alla hunda?
  • Eru til kattakyn sem valda ekki ofnæmi?
...