Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til pillur sem halda hundaofnæmi í skefjum?

Davíð Gíslason

Andhistamín, er hópur lyfja, sem við Íslendingar köllum rangnefninu ofnæmistöflur. Andhistamín keppa um sæti á svo kölluðum histamín-viðtækjum við histamín, sem er eitt aðalboðefnið við ofnæmisviðbrögð og veldur miklum roða, kláða og bjúg í húðinni og bjúg og samdrætti í sléttum vöðvum í innri líffærum.

Andhistamín-lyf komu á markað fljótlega eftir heimsstyrjöldina síðari. Tekin í nægu magni draga þau mjög úr einkennum af ofnæmi. Þessi eldri andhistamín-lyf, sem nú kallast fyrsta kynslóð lyfjanna, hafa þann ágalla að valda svefndrunga og eru því merkt með rauðum þríhyrningi. Önnur kynslóð þessara lyfja er hins vegar laus við þennan ágalla og flestir þola þau yfirleitt mjög vel.



Histamín er eitt af þeim efnum sem líkaminn myndar í ofnæmisviðbragði og veldur meðal annars kláða í nefi og augum. Andhistamín-lyf eru gjarnan notuð til þess að draga úr þessum einkennum.

Andhistamín-lyf draga verulega úr einkennum við dýraofnæmi, sérstaklega einkennum frá nefi, augum og húð, en þau hafa minni áhrif á astma. Einkenni ofnæmis fyrir hundum eru yfirleitt minni en fyrir köttum og því duga andhistamín-lyf betur við ofnæmi fyrir hundum. Oft þarf þó að bæta við öðrum lyfjum, til dæmis steraúða í nefið og astmalyfjum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Davíð Gíslason

sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum

Útgáfudagur

3.2.2011

Spyrjandi

Sóley Hálfdánsdóttir, f. 1994

Tilvísun

Davíð Gíslason. „Eru til pillur sem halda hundaofnæmi í skefjum?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2011, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=20980.

Davíð Gíslason. (2011, 3. febrúar). Eru til pillur sem halda hundaofnæmi í skefjum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=20980

Davíð Gíslason. „Eru til pillur sem halda hundaofnæmi í skefjum?“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2011. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=20980>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til pillur sem halda hundaofnæmi í skefjum?
Andhistamín, er hópur lyfja, sem við Íslendingar köllum rangnefninu ofnæmistöflur. Andhistamín keppa um sæti á svo kölluðum histamín-viðtækjum við histamín, sem er eitt aðalboðefnið við ofnæmisviðbrögð og veldur miklum roða, kláða og bjúg í húðinni og bjúg og samdrætti í sléttum vöðvum í innri líffærum.

Andhistamín-lyf komu á markað fljótlega eftir heimsstyrjöldina síðari. Tekin í nægu magni draga þau mjög úr einkennum af ofnæmi. Þessi eldri andhistamín-lyf, sem nú kallast fyrsta kynslóð lyfjanna, hafa þann ágalla að valda svefndrunga og eru því merkt með rauðum þríhyrningi. Önnur kynslóð þessara lyfja er hins vegar laus við þennan ágalla og flestir þola þau yfirleitt mjög vel.



Histamín er eitt af þeim efnum sem líkaminn myndar í ofnæmisviðbragði og veldur meðal annars kláða í nefi og augum. Andhistamín-lyf eru gjarnan notuð til þess að draga úr þessum einkennum.

Andhistamín-lyf draga verulega úr einkennum við dýraofnæmi, sérstaklega einkennum frá nefi, augum og húð, en þau hafa minni áhrif á astma. Einkenni ofnæmis fyrir hundum eru yfirleitt minni en fyrir köttum og því duga andhistamín-lyf betur við ofnæmi fyrir hundum. Oft þarf þó að bæta við öðrum lyfjum, til dæmis steraúða í nefið og astmalyfjum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

...