Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fer ofnæmispróf fram?

Davíð Gíslason

Greiningu bráðaofnæmis má skipta í fjóra þætti. Eins og við aðra sjúkdómsgreiningu er viðtal og skoðun afar mikilvægur þáttur. Sá sem fær tvisvar heiftarleg einkenni frá meltingavegi og húð eftir að hafa stungið upp í sig jarðhnetu eða trjáhnetu er mjög líklega með hnetuofnæmi. Sá sem fær klæjandi útbrot ætti að taka myndir af þeim. Það auðveldar lækninum að átta sig á eðli útbrotanna séu þau horfin þegar sjúklingurinn kemur til hans. Ef ofnæmi er fyrir fæðu sem neytt er daglega, til dæmis fyrir mjólk og hveiti, geta einkennin verið væg og ekki greinilega tengd neyslu ákveðinnar fæðu.

Með húðprófi er hægt að prófa á einu bretti fyrir fjölda ofnæmisvalda.

Húðpróf er afar gagnleg og ódýr aðferð til að rannsaka ofnæmi. Hægt er að prófa fyrir fjölda ofnæmisvalda á einu bretti. Húðpróf hafa verið gerð í yfir hundrað ár, og þau hafa orðið nákvæmari og öruggari með árunum eftir því sem framleiðsla prófefnanna hefur batnað og styrkur þeirra verið staðlaður. Húðprófin eru gerð með svonefndri „pikk-aðferð“. Dropar eru settir á húðina og inniheldur hver dropi ofnæmisvaka frá einni tegund. Um getur verið að ræða dýr, gróður, myglu, skordýr, fæðu eða lyf. Stundum getur hentað að kreista dropa úr ferskri fæðu í stað þess að nota dropa frá lyfjafyrirtæki. Ef húðin er óskemmd er hornlag hennar vatnshelt og því þarf að pikka með oddhvassri lensu í gegnum dropann svo agnarlítið magn af honum berist niður að neðra lagi húðarinnar. Kringum háræðar í neðra laginu er mikið af mastfrumum, og hafi þessi einstaklingur ofnæmi þá eru sértæk IgE-mótefni á yfirborði mastfrumanna og kveikja í púðurtunnunni, ef réttur ofnæmisvaki er til staðar. Þetta kemur fram sem dálítil bólga, roði og kláði þar sem viðkomandi dropi sat á húðinni. Það er lesið af þessum prófum eftir 15-20 mínútur.

Húðprófin gefa oft fullnægjandi upplýsingar um ofnæmi viðkomandi sjúklings og á það sérstaklega við um ofnæmi fyrir gróðri, dýrum og rykmaurum. Stundum þarf þó að gera frekari rannsóknir, einkum við fæðuofnæmi. Í blóðprufum er hægt að mæla sértæk IgE-mótefni fyrir fjölda fæðutegunda og í sumum tilvikum ofnæmisvakaþætti, sem segja þá til um hversu hættulegt ofnæmið er.

Jákvætt húðpróf.

Húðpróf og blóðprufur svara því þó aldrei nákvæmlega hver viðbrögðin eru við að neyta viðkomandi fæðu. Börn með fæðuofnæmi vaxa oft frá ofnæminu og þá vaknar spurning um hvenær þeim er óhætt að byrja að borða þá fæðu. Þá er ekki um annað að ræða en að gefa fæðuna undir ströngu eftirliti. Þetta á ekki síður við um rannsóknir á fullorðnum. Best er þá að gera tvíblint próf, þar sem prófið er gert í tveimur áföngum. Í annað skiptið er umrædd fæða gefin í stigvaxandi skömmtum á 20-30 mínútna fresti, en hún er falin þannig að hún greinist hvorki af bragði eða útliti. Í hitt skiptið er ekkert af umræddri fæðu í prófinu. Hvorki sjúklingurinn né læknirinn, sem metur prófið, vita í hvorri röð þolprófin eru gerð.

Þegar fullorðið fólk, sem valið er af handahófi, er spurt hvort það hafi ofnæmi eða óþol fyrir matvælum svara um eða yfir 20% því játandi. Fyrir börn er þessi tala jafnvel enn hærri. Þegar þessir einstaklingar eru rannsakaðir með tvíblindum þolprófum fyrir þeim matvælum sem þeir telja sig með ofnæmi fyrir eru um 2% jákvæðir og því með bráðaofnæmi fyrir fæðu.[1]

Árið 1990 var eftirfarandi spurning lögð fyrir 567 einstaklinga, 20-45 ára, á Reykjavíkursvæðinu. Hefurðu nokkurn tíma veikst eða orðið illt af að borða einhverja sérstaka fæðu eða mat? 22% svöruðu því játandi og 15% sögðust nærri alltaf fá sömu einkenni við að borða þessa ákveðnu fæðu. Einkennin voru langoftast frá meltingarfærum (68%), roði og kláði í húð (22%) og höfuðverkur (15%). Aðeins 4% voru með sértæk IgE-mótefni fyrir algengustu ofnæmisvöldum í fæðu (eggjum, jarðhnetum, soja, mjólk, fiski eða hveiti).[2]

Mun fleiri telja sig vera með ofnæmi en í raun greinast með ofnæmi þegar þolpróf er framkvæmt.

Árið 1999 voru 324 íslensk börn, 18 mánaða að aldri, rannsökuð með tilliti til fæðuofnæmis. Foreldra 27% barnanna töldu þau með skaðleg eða óæskileg einkenni af einhverri fæðu. Gerð voru tvíblind þolpróf þegar þess þurfti við til að staðfesta ofnæmi. Þá reyndust aðeins 2% barnanna með ofnæmi.[3] Hvað er þá að öllum hinum sem telja að þeim verði illt af ákveðinni fæðu? Því verður aldrei svarað í öllum tilvikum þótt fækka megi í hópi þeirra ógreindu.

Mjólkursykuróþol er afar algengt í suðlægri löndum Afríku og í Suðaustur-Asíu, en líklega er það einna sjaldgæfast á Norðurlöndunum. Höfundur þekkir ekki til faraldsfræðilegar rannsókna á mjólkursykuróþoli hér á landi, sennilega er það innan við 5% en gæti farið hratt vaxandi með blöndun þjóðarinnar við aðflutta Íslendinga. Mjólkursykurinn (laktósi) er samsettur úr tveimur samtengdum sykrungum, glúkósa og galaktósa. Til þess að þessir sykrungar frásogist í mjógirninu þarf efnahvatann laktasa, sem skilur sykrungana að. Skortur á laktasa veldur því að sykrungarnir frásogast ekki og fara ómeltir niður í ristilinn þar sem þeir gerjast og mynda sýrur, metangas og vetni. Þetta veldur uppþembu, vindverkjum, magakrömpum og lausum hægðum. Einfaldasta leiðin til að greina mjólkursykuróþol er að forðast alla mjólk í 2-3 vikur.

Þótt steinar í gallblöðru og magabólgur valdi óþægindum, sem ekki eru tengdar ákveðinni fæðu sérstaklega, er þó algengt að fituríkar máltíðir, egg, majónes og epli fari illa í maga þeirra sem eru með gallsteina, og mikil kaffidrykkja ýfir upp magaverki og brjóstsviða. Áfengi, sterkt krydd, saltaður matur og reyktur fer illa í maga þeirra sem eru með magabólgur, og kaffi, kóla-drykkir og súkkulaði ýtir undir bakflæði upp í vélindað.

Tilvísanir:
  1. ^ Turnbull JL, Adams HN, Gorard DA. Review article: the diagnosis and management of food allergy and food intolerance. Aliment Pharmacol Ther. 2015 Jan; 41(1): 3-25.
  2. ^ Davíð Gíslason, Eyþór Björnsson, Þórarinn Gíslason Fæðuofnæmi og fæðuóþol Íslendinga á aldrinum. Læknablaðið 2000; 86: 851-7.
  3. ^ Kristjansson I, Ardal B, Jonsson JS, Sigurdsson JA, Foldevi M, Björkstén B: Adverse reactions to food and food allergy in young children in Iceland and Sweden. Scandinavian Journal of Primary Health Care 1999; 17(1): 30-4.

Myndir:

Höfundur

Davíð Gíslason

sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum

Útgáfudagur

3.4.2019

Spyrjandi

Sara Tryggvadóttir

Tilvísun

Davíð Gíslason. „Hvernig fer ofnæmispróf fram?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2019, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=18702.

Davíð Gíslason. (2019, 3. apríl). Hvernig fer ofnæmispróf fram? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=18702

Davíð Gíslason. „Hvernig fer ofnæmispróf fram?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2019. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=18702>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fer ofnæmispróf fram?
Greiningu bráðaofnæmis má skipta í fjóra þætti. Eins og við aðra sjúkdómsgreiningu er viðtal og skoðun afar mikilvægur þáttur. Sá sem fær tvisvar heiftarleg einkenni frá meltingavegi og húð eftir að hafa stungið upp í sig jarðhnetu eða trjáhnetu er mjög líklega með hnetuofnæmi. Sá sem fær klæjandi útbrot ætti að taka myndir af þeim. Það auðveldar lækninum að átta sig á eðli útbrotanna séu þau horfin þegar sjúklingurinn kemur til hans. Ef ofnæmi er fyrir fæðu sem neytt er daglega, til dæmis fyrir mjólk og hveiti, geta einkennin verið væg og ekki greinilega tengd neyslu ákveðinnar fæðu.

Með húðprófi er hægt að prófa á einu bretti fyrir fjölda ofnæmisvalda.

Húðpróf er afar gagnleg og ódýr aðferð til að rannsaka ofnæmi. Hægt er að prófa fyrir fjölda ofnæmisvalda á einu bretti. Húðpróf hafa verið gerð í yfir hundrað ár, og þau hafa orðið nákvæmari og öruggari með árunum eftir því sem framleiðsla prófefnanna hefur batnað og styrkur þeirra verið staðlaður. Húðprófin eru gerð með svonefndri „pikk-aðferð“. Dropar eru settir á húðina og inniheldur hver dropi ofnæmisvaka frá einni tegund. Um getur verið að ræða dýr, gróður, myglu, skordýr, fæðu eða lyf. Stundum getur hentað að kreista dropa úr ferskri fæðu í stað þess að nota dropa frá lyfjafyrirtæki. Ef húðin er óskemmd er hornlag hennar vatnshelt og því þarf að pikka með oddhvassri lensu í gegnum dropann svo agnarlítið magn af honum berist niður að neðra lagi húðarinnar. Kringum háræðar í neðra laginu er mikið af mastfrumum, og hafi þessi einstaklingur ofnæmi þá eru sértæk IgE-mótefni á yfirborði mastfrumanna og kveikja í púðurtunnunni, ef réttur ofnæmisvaki er til staðar. Þetta kemur fram sem dálítil bólga, roði og kláði þar sem viðkomandi dropi sat á húðinni. Það er lesið af þessum prófum eftir 15-20 mínútur.

Húðprófin gefa oft fullnægjandi upplýsingar um ofnæmi viðkomandi sjúklings og á það sérstaklega við um ofnæmi fyrir gróðri, dýrum og rykmaurum. Stundum þarf þó að gera frekari rannsóknir, einkum við fæðuofnæmi. Í blóðprufum er hægt að mæla sértæk IgE-mótefni fyrir fjölda fæðutegunda og í sumum tilvikum ofnæmisvakaþætti, sem segja þá til um hversu hættulegt ofnæmið er.

Jákvætt húðpróf.

Húðpróf og blóðprufur svara því þó aldrei nákvæmlega hver viðbrögðin eru við að neyta viðkomandi fæðu. Börn með fæðuofnæmi vaxa oft frá ofnæminu og þá vaknar spurning um hvenær þeim er óhætt að byrja að borða þá fæðu. Þá er ekki um annað að ræða en að gefa fæðuna undir ströngu eftirliti. Þetta á ekki síður við um rannsóknir á fullorðnum. Best er þá að gera tvíblint próf, þar sem prófið er gert í tveimur áföngum. Í annað skiptið er umrædd fæða gefin í stigvaxandi skömmtum á 20-30 mínútna fresti, en hún er falin þannig að hún greinist hvorki af bragði eða útliti. Í hitt skiptið er ekkert af umræddri fæðu í prófinu. Hvorki sjúklingurinn né læknirinn, sem metur prófið, vita í hvorri röð þolprófin eru gerð.

Þegar fullorðið fólk, sem valið er af handahófi, er spurt hvort það hafi ofnæmi eða óþol fyrir matvælum svara um eða yfir 20% því játandi. Fyrir börn er þessi tala jafnvel enn hærri. Þegar þessir einstaklingar eru rannsakaðir með tvíblindum þolprófum fyrir þeim matvælum sem þeir telja sig með ofnæmi fyrir eru um 2% jákvæðir og því með bráðaofnæmi fyrir fæðu.[1]

Árið 1990 var eftirfarandi spurning lögð fyrir 567 einstaklinga, 20-45 ára, á Reykjavíkursvæðinu. Hefurðu nokkurn tíma veikst eða orðið illt af að borða einhverja sérstaka fæðu eða mat? 22% svöruðu því játandi og 15% sögðust nærri alltaf fá sömu einkenni við að borða þessa ákveðnu fæðu. Einkennin voru langoftast frá meltingarfærum (68%), roði og kláði í húð (22%) og höfuðverkur (15%). Aðeins 4% voru með sértæk IgE-mótefni fyrir algengustu ofnæmisvöldum í fæðu (eggjum, jarðhnetum, soja, mjólk, fiski eða hveiti).[2]

Mun fleiri telja sig vera með ofnæmi en í raun greinast með ofnæmi þegar þolpróf er framkvæmt.

Árið 1999 voru 324 íslensk börn, 18 mánaða að aldri, rannsökuð með tilliti til fæðuofnæmis. Foreldra 27% barnanna töldu þau með skaðleg eða óæskileg einkenni af einhverri fæðu. Gerð voru tvíblind þolpróf þegar þess þurfti við til að staðfesta ofnæmi. Þá reyndust aðeins 2% barnanna með ofnæmi.[3] Hvað er þá að öllum hinum sem telja að þeim verði illt af ákveðinni fæðu? Því verður aldrei svarað í öllum tilvikum þótt fækka megi í hópi þeirra ógreindu.

Mjólkursykuróþol er afar algengt í suðlægri löndum Afríku og í Suðaustur-Asíu, en líklega er það einna sjaldgæfast á Norðurlöndunum. Höfundur þekkir ekki til faraldsfræðilegar rannsókna á mjólkursykuróþoli hér á landi, sennilega er það innan við 5% en gæti farið hratt vaxandi með blöndun þjóðarinnar við aðflutta Íslendinga. Mjólkursykurinn (laktósi) er samsettur úr tveimur samtengdum sykrungum, glúkósa og galaktósa. Til þess að þessir sykrungar frásogist í mjógirninu þarf efnahvatann laktasa, sem skilur sykrungana að. Skortur á laktasa veldur því að sykrungarnir frásogast ekki og fara ómeltir niður í ristilinn þar sem þeir gerjast og mynda sýrur, metangas og vetni. Þetta veldur uppþembu, vindverkjum, magakrömpum og lausum hægðum. Einfaldasta leiðin til að greina mjólkursykuróþol er að forðast alla mjólk í 2-3 vikur.

Þótt steinar í gallblöðru og magabólgur valdi óþægindum, sem ekki eru tengdar ákveðinni fæðu sérstaklega, er þó algengt að fituríkar máltíðir, egg, majónes og epli fari illa í maga þeirra sem eru með gallsteina, og mikil kaffidrykkja ýfir upp magaverki og brjóstsviða. Áfengi, sterkt krydd, saltaður matur og reyktur fer illa í maga þeirra sem eru með magabólgur, og kaffi, kóla-drykkir og súkkulaði ýtir undir bakflæði upp í vélindað.

Tilvísanir:
  1. ^ Turnbull JL, Adams HN, Gorard DA. Review article: the diagnosis and management of food allergy and food intolerance. Aliment Pharmacol Ther. 2015 Jan; 41(1): 3-25.
  2. ^ Davíð Gíslason, Eyþór Björnsson, Þórarinn Gíslason Fæðuofnæmi og fæðuóþol Íslendinga á aldrinum. Læknablaðið 2000; 86: 851-7.
  3. ^ Kristjansson I, Ardal B, Jonsson JS, Sigurdsson JA, Foldevi M, Björkstén B: Adverse reactions to food and food allergy in young children in Iceland and Sweden. Scandinavian Journal of Primary Health Care 1999; 17(1): 30-4.

Myndir:

...