Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver er saga leirhersins sem fannst í Kína?

Hrannar Baldvinsson

Árið 1974 voru nokkrir kínverskir bændur að grafa eftir vatni í útjaðri Xian-borgar. Í stað vatnsins fundu þeir gröf fyrsta keisarans af Kína. Grafarinnar er gætt af rúmlega átta þúsund leirhermönnum í fullri stærð og hún hefur verið nefnd stærsti fornleifafundur 20. aldarinnar.

Eitt af fjölmörgum verkum fyrsta keisara Kína (259 f.Kr.-210 f.Kr.) var að láta reisa fyrir sig gríðarstórt grafhýsi. Grafhýsið er í raun byggt sem eins konar neðanjarðarhöll en ætlun keisarans var að halda áfram keisaralegu líferni sínu eftir dauðann. Það sem mesta athygli hefur vakið eru hinir rúmlega 8000 leirhermenn sem gæta grafarinnar. Auk hermanna eru í gröfinni hestar, hestvagnar og riddaralið, þjónustulið og jafnvel styttur af skemmtikröftum. Stór hluti leirhersins er enn niðurgrafinn til að hann varðveitist sem best.


Leirhermennirnir í gröf fyrsta keisarans af Kína. Smelltu á myndina til að skoða stærra eintak af henni.

Hermennirnir voru ekki smíðaðir í heilu lagi heldur í nokkrum hlutum og síðan settir saman, líkt og tíðkast í nútímalegum verksmiðjum. Þegar búið var að setja hermennina saman var þeim raðað í gröfina eftir herskipulagi þess tíma. Hver og einn hermaður hefur sín sérkenni, bæði í hæð og í útliti. Talið er að notast hafi verið við átta mismunandi andlitsmót en síðan hafi hvert og eitt andlit verið mótað frekar og fengið sitt sérkenni. Hæð hermannanna er einnig mismunandi, háttsettir hershöfðingjar eru til að mynda yfir 1,90 m á hæð en þeir lægra settu eru allt niður í 1,70 sem þó var talið hávaxið á þessum tíma. Hermennirnir voru málaðir í fjölmörgum litum en málningin hefur máðst af í fyllingu tímans.

Gröfin skiptist í fjórar gryfjur sem umkringdar eru af sjö metra háum veggjum. Flestir hermennirnir eru í stærstu gryfjunni sem er 230 metra löng. Hermennirnir vísa allir í austur, í áttina að fyrrum óvinaríkjum sem keisarinn hafði lagt undir sig. Gröf keisarans liggur við enda gryfjunnar en hún hefur ekki verið opnuð enn þá þar sem óttast er að hún geti skemmst við það.

Sagnfræðingurinn Sima Qian (um 145 f.Kr-86 f.Kr.) skrifaði um greftrun keisarans einni öld eftir atburðinn. Að hans sögn var keisarinn grafinn með höllum, turnum, þjónustuliði og ýmsu fleira. Hann minntist ekkert á leirhermennina. Í ritum sínum sagði hann einnig frá því að gröfin hafi verið rænd og síðan brennd af hershöfðingjanum Xiang Yu. Fornleifafræðingar hafa fundið ummerki bruna í gröfinni og er það talin helsta ástæða þess að aðeins ein stytta af rúmlega átta þúsund hefur varðveist fullkomlega. Fjölmargar styttur eru þó í góðu ásigkomulagi miðað við aldur.

Talið er að tugþúsundir manna hafi tekið þátt í að byggja grafhýsið. Sima Qian nefnir töluna 70.000 sem er að öllum líkindum ýkjur. Ljóst þykir að margir sem tóku þátt í að byggja gröfina voru við verklok lokaðir lifandi inni í gröfinni til þess að koma í veg fyrir að staðsetning hennar spyrðist út. Fjölmargar líkamsleifar hafa fundist í grafhýsinu.

Grafhýsið og leirhermennirnir eru á heimsminjaskrá UNESCO. Skömmu eftir fundinn var grafhýsið gert að safni. Fjöldi ferðamanna sækir því Xian-borg heim á hverju ári.

Að lokum er vert að benda lesendum á ágæta heimasíðu safnsins. Þar er meðal annars að finna gagnvirkt kort af gröfinni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

B.A. í Austur-Asíu fræðum og ritstjóri Ling Ling

Útgáfudagur

5.3.2009

Spyrjandi

Kristín Gestsdóttir, Íris Gunnarsdóttir

Tilvísun

Hrannar Baldvinsson. „Hver er saga leirhersins sem fannst í Kína?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2009. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=23757.

Hrannar Baldvinsson. (2009, 5. mars). Hver er saga leirhersins sem fannst í Kína? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=23757

Hrannar Baldvinsson. „Hver er saga leirhersins sem fannst í Kína?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2009. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=23757>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er saga leirhersins sem fannst í Kína?
Árið 1974 voru nokkrir kínverskir bændur að grafa eftir vatni í útjaðri Xian-borgar. Í stað vatnsins fundu þeir gröf fyrsta keisarans af Kína. Grafarinnar er gætt af rúmlega átta þúsund leirhermönnum í fullri stærð og hún hefur verið nefnd stærsti fornleifafundur 20. aldarinnar.

Eitt af fjölmörgum verkum fyrsta keisara Kína (259 f.Kr.-210 f.Kr.) var að láta reisa fyrir sig gríðarstórt grafhýsi. Grafhýsið er í raun byggt sem eins konar neðanjarðarhöll en ætlun keisarans var að halda áfram keisaralegu líferni sínu eftir dauðann. Það sem mesta athygli hefur vakið eru hinir rúmlega 8000 leirhermenn sem gæta grafarinnar. Auk hermanna eru í gröfinni hestar, hestvagnar og riddaralið, þjónustulið og jafnvel styttur af skemmtikröftum. Stór hluti leirhersins er enn niðurgrafinn til að hann varðveitist sem best.


Leirhermennirnir í gröf fyrsta keisarans af Kína. Smelltu á myndina til að skoða stærra eintak af henni.

Hermennirnir voru ekki smíðaðir í heilu lagi heldur í nokkrum hlutum og síðan settir saman, líkt og tíðkast í nútímalegum verksmiðjum. Þegar búið var að setja hermennina saman var þeim raðað í gröfina eftir herskipulagi þess tíma. Hver og einn hermaður hefur sín sérkenni, bæði í hæð og í útliti. Talið er að notast hafi verið við átta mismunandi andlitsmót en síðan hafi hvert og eitt andlit verið mótað frekar og fengið sitt sérkenni. Hæð hermannanna er einnig mismunandi, háttsettir hershöfðingjar eru til að mynda yfir 1,90 m á hæð en þeir lægra settu eru allt niður í 1,70 sem þó var talið hávaxið á þessum tíma. Hermennirnir voru málaðir í fjölmörgum litum en málningin hefur máðst af í fyllingu tímans.

Gröfin skiptist í fjórar gryfjur sem umkringdar eru af sjö metra háum veggjum. Flestir hermennirnir eru í stærstu gryfjunni sem er 230 metra löng. Hermennirnir vísa allir í austur, í áttina að fyrrum óvinaríkjum sem keisarinn hafði lagt undir sig. Gröf keisarans liggur við enda gryfjunnar en hún hefur ekki verið opnuð enn þá þar sem óttast er að hún geti skemmst við það.

Sagnfræðingurinn Sima Qian (um 145 f.Kr-86 f.Kr.) skrifaði um greftrun keisarans einni öld eftir atburðinn. Að hans sögn var keisarinn grafinn með höllum, turnum, þjónustuliði og ýmsu fleira. Hann minntist ekkert á leirhermennina. Í ritum sínum sagði hann einnig frá því að gröfin hafi verið rænd og síðan brennd af hershöfðingjanum Xiang Yu. Fornleifafræðingar hafa fundið ummerki bruna í gröfinni og er það talin helsta ástæða þess að aðeins ein stytta af rúmlega átta þúsund hefur varðveist fullkomlega. Fjölmargar styttur eru þó í góðu ásigkomulagi miðað við aldur.

Talið er að tugþúsundir manna hafi tekið þátt í að byggja grafhýsið. Sima Qian nefnir töluna 70.000 sem er að öllum líkindum ýkjur. Ljóst þykir að margir sem tóku þátt í að byggja gröfina voru við verklok lokaðir lifandi inni í gröfinni til þess að koma í veg fyrir að staðsetning hennar spyrðist út. Fjölmargar líkamsleifar hafa fundist í grafhýsinu.

Grafhýsið og leirhermennirnir eru á heimsminjaskrá UNESCO. Skömmu eftir fundinn var grafhýsið gert að safni. Fjöldi ferðamanna sækir því Xian-borg heim á hverju ári.

Að lokum er vert að benda lesendum á ágæta heimasíðu safnsins. Þar er meðal annars að finna gagnvirkt kort af gröfinni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:...