Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað var vistarbandið?

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

Vistarband má skilgreina á þessa leið:
Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).
Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans eða utan þess. Ef vinnumaður fór til dæmis í verið langt burt frá bæ þeim sem hann var ráðinn til, fékk bóndi allan afla sem vinnumaðurinn dró úr sjó. Á móti bar bóndi ábyrgð á því að hjú hans fengju fæði, klæði og húsaskjól á ráðningartíma þeirra.

Hraustir karlmenn fengu að auki ákveðin árslaun, hálft til heilt kúgildi á ári, en konur fengu yfirleitt ekkert umfram nauðþurftir. Kaup vinnuhjúa var samt það lágt að þau gátu engan veginn séð afkomendum sínum farborða. Á 19. öld var til dæmis algengt að sveitin gæfi eitt kúgildi ár hvert með hverju barni sem var á framfæri hennar, sem var meira en duglegir vinnumenn fengu í árslaun. Því var það fátítt mjög að vinnuhjú væru í hjónabandi; slíkt tíðkaðist raunar varla fyrr en fór að losna um vistarbandið á sinni hluta 19. aldar. Vinnuhjú lifðu að jafnaði við aðstæður sem Magnús Stephensen dómstjóri nefndi „ófrjálst einlífi“ í riti sem kom út árið 1821.

Húsbændur áttu og að sjá fyrir vinnuhjúum í veikindum þeirra, teldust þau ekki varanleg. Þess voru þó ófá dæmi að húsbóndi ræki burt vinnuhjú af heimili sínu, til dæmis ef hungursneyð blasti við eins og í Móðuharðindunum (1783-1785) eða ef þau urðu veik til langs tíma. Fóru þau þá á „miskunnarlaust hreppanna framfæri“ eins og Magnús Stephensen komst að orði í riti árið 1820. En að setja vinnuhjú á sveitina á miðju ráðningatímabili þeirra var óvinsælt hjá hreppstjórum sem vildu að húsbændur framfærðu vinnuhjú sín sem lengst og voru oft miklar deilur um slík mál.

Ef húsbóndi stóð illa eða alls ekki við skyldur sínar gagnvart vinnuhjúum, var þeim hins vegar ekki frjálst að yfirgefa bæinn en máttu kæra húsbónda til hreppstjóra. Slíkt virðist hins vegar hafa verið mjög fátítt enda hafði húsbóndi hirtingarvald yfir vinnuhjúum sínum líkt og þau væru börn hans. Ekki máttu vinnuhjú fara frá býli bónda nema með leyfi hans. Og ekki máttu þau, né heldur bændur, fara úr byggðalagi sínu nema til kæmi skriflegt leyfi prests eða veraldlegra yfirvalda.

Eins og fyrr sagði skyldi allt jarðnæðislaust fólk vera í vinnumennsku og það ásamt þeim kvöðum sem henni fylgdu nefndist vistarband. Samkvæmt Píningsdómi 1490 var lágmarksstærð bús ígildi þriggja kúgilda. Þessi lög voru enn þá í gildi á 18. öld (og giltu í reynd áfram langt fram á 19. öld). Ef einstaklingur réði ekki slíkri eign, var eini löglegi valkostur hans eða hennar að verða vinnuhjú.

Stundum var hægt að losna undan vistarbandi með því að gerast lausamaður. Þá réðu menn atvinnu sinni sjálfir án þess að vera bundnir við sérstök býli eða sérstaka húsbændur, stunduðu til dæmis sjómennsku út á eigin reikning en ekki húsbænda um vetur og vor en seldu vinnu sína bændum um háannatíma sumarsins, venjulega fyrir vikukaup, og fengu þá gjarnan fyrir annasömu vikurnar hærri laun en vinnumenn fengu í kaup allt árið. En þeir sem fengu leyfi til lausamennsku urðu að uppfylla ströng skilyrði fyrir slíku frelsi. Þetta voru nær ávallt karlar og fram til 1783 urðu þeir að eiga minnst tíu kúgildi, eða rösklega þrisvar sinnum meira en sem kostaði að stofna eigin bú! Eigi að síður var öll lausamennska bönnuð 1783-1863 og var lauasamönnum gert að stofna annaðhvort eigið bú eða ráða sig í vist, það er fara undir vistaband. Lausamennska var aftur leyfð 1863 en einnig nú með ströngum skilyrðum og það var fyrst með nýjum lögum 1894 í kjölfar vaxandi sjósóknar í landinu að lausamennska fór að verða flestu búlausu fólki aðgengileg.

Vistarbandið var að mörgu leyti eðlileg krafa sveitasamfélgsins um að hver skyldi hafa grið á löglegu heimili, gæti sá hinn sami ekki stofnað heimili sjálfur, svipað og þess er krafist í dag að allir eigi lögheimili. Á þann hátt tengdist griðmaðurinn eða griðkonan framfærslurétti hreppsins, þótt stundum brygðist sá réttur eins og að framan var greint. Einnig var nauðsynlegt að hafa skipulag á búlausu fólki og tryggja bændum samtímis ódýrt vinnuafl. Reynt var að hafa stjórn á fólksfjölguninni með giftingarhömlum þeim sem fólust í vinnumennskunni.

Vinnumennska og vistarband voru auðvitað ekkert séríslenskt fyrirbæri. Það sem gerði Ísland hins vegar sérstakt var hve stór hluti þjóðarinnar bjó í ófrjálsu einlífi vinnumennskunnar, eða að jafnaði um 25% landsmanna alla 19. öldina, sem var alla vega Evrópumet í þá daga, ef ekki heimsmet! Íslendingar hafa lengi verið duglegir við að ná háum hlutfallstölum. Í öðrum löndum var venjan sú að fólk væri aðeins vinnuhjú á unga aldri en fengi síðan land og gengi í hjónaband. Slíkt gerðist einnig með meirihluta vinnuhjúa hér á landi en stór minnihluti varð að kúldrast í vinnumennsku ævilangt, einkum þó vinnukonur, enda voru konur ávallt miklu fleiri en karlar í landinu fyrr á öldum.

Vistarbandið og há hlutfallstala vinnuhjúa á Íslandi var lengi vel alls ekki afleiðing strangari löggjafar en gerðist víðast hvar um heim, heldur stafaði þetta af því hve fátækt íslenska sveitasamfélagið var. Tæknistig þess stóð nánast í stað eða því fór aftur frá landnámsöld langt fram á 19. öld. Framleiðsla einstakra býla var það lítil miðað við munnana sem metta þurfti að ekki voru tök á því að leyfa öðrum en húsbændum að eignast afkomendur; annars blasti hungurvofan við.

Þess ber einnig að geta að flestir íslenskir bændur voru að vísu leiguliðar, áttu ekki jörð sína heldur leigðu hana, en þó var ekki bændaánauð í landinu, ekki var hægt að skylda bændur til að búa áfram á leigujörð sinni lengur en eitt ár í senn. Víða um lönd voru bændur hins vegar í lífstíðaránauð á leigujörðunum.

Sama gilti um vistarbandið hér á landi; enginn var skyldugur til að dveljast hjá sama bónda lengur en eitt ár í senn. Í báðum tilfellum mátti samt setja takmörk á flutningafrelsi manna úr héraði og var slíku beitt fram á 19. öld. En hin hlið málsins var sú að meðan ánauðugum bændum og vinnuhjúum var víða í nágrannalöndum „tryggð“ föst búseta á sama stað ævilangt, var hægt að hrekja fólk af jörð sinni á Íslandi einu sinni á ári. Flutningar fólks milli býla voru því tíðir og þeir voru ekki alltaf vel þegnir og fóru illa með jarðir og búnað þeirra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og lesefni:
  • Gísli Gunnarsson, Upp er boðið Ísaland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-1787. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1987. (Svarið styðst að verulegu leyti við þessa bók).

Höfundur

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.5.2002

Spyrjandi

Jón Gunnar Sæmundsson

Tilvísun

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvað var vistarbandið?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2002, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2377.

Gísli Gunnarsson (1938-2020). (2002, 13. maí). Hvað var vistarbandið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2377

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvað var vistarbandið?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2002. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2377>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað var vistarbandið?
Vistarband má skilgreina á þessa leið:

Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).
Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans eða utan þess. Ef vinnumaður fór til dæmis í verið langt burt frá bæ þeim sem hann var ráðinn til, fékk bóndi allan afla sem vinnumaðurinn dró úr sjó. Á móti bar bóndi ábyrgð á því að hjú hans fengju fæði, klæði og húsaskjól á ráðningartíma þeirra.

Hraustir karlmenn fengu að auki ákveðin árslaun, hálft til heilt kúgildi á ári, en konur fengu yfirleitt ekkert umfram nauðþurftir. Kaup vinnuhjúa var samt það lágt að þau gátu engan veginn séð afkomendum sínum farborða. Á 19. öld var til dæmis algengt að sveitin gæfi eitt kúgildi ár hvert með hverju barni sem var á framfæri hennar, sem var meira en duglegir vinnumenn fengu í árslaun. Því var það fátítt mjög að vinnuhjú væru í hjónabandi; slíkt tíðkaðist raunar varla fyrr en fór að losna um vistarbandið á sinni hluta 19. aldar. Vinnuhjú lifðu að jafnaði við aðstæður sem Magnús Stephensen dómstjóri nefndi „ófrjálst einlífi“ í riti sem kom út árið 1821.

Húsbændur áttu og að sjá fyrir vinnuhjúum í veikindum þeirra, teldust þau ekki varanleg. Þess voru þó ófá dæmi að húsbóndi ræki burt vinnuhjú af heimili sínu, til dæmis ef hungursneyð blasti við eins og í Móðuharðindunum (1783-1785) eða ef þau urðu veik til langs tíma. Fóru þau þá á „miskunnarlaust hreppanna framfæri“ eins og Magnús Stephensen komst að orði í riti árið 1820. En að setja vinnuhjú á sveitina á miðju ráðningatímabili þeirra var óvinsælt hjá hreppstjórum sem vildu að húsbændur framfærðu vinnuhjú sín sem lengst og voru oft miklar deilur um slík mál.

Ef húsbóndi stóð illa eða alls ekki við skyldur sínar gagnvart vinnuhjúum, var þeim hins vegar ekki frjálst að yfirgefa bæinn en máttu kæra húsbónda til hreppstjóra. Slíkt virðist hins vegar hafa verið mjög fátítt enda hafði húsbóndi hirtingarvald yfir vinnuhjúum sínum líkt og þau væru börn hans. Ekki máttu vinnuhjú fara frá býli bónda nema með leyfi hans. Og ekki máttu þau, né heldur bændur, fara úr byggðalagi sínu nema til kæmi skriflegt leyfi prests eða veraldlegra yfirvalda.

Eins og fyrr sagði skyldi allt jarðnæðislaust fólk vera í vinnumennsku og það ásamt þeim kvöðum sem henni fylgdu nefndist vistarband. Samkvæmt Píningsdómi 1490 var lágmarksstærð bús ígildi þriggja kúgilda. Þessi lög voru enn þá í gildi á 18. öld (og giltu í reynd áfram langt fram á 19. öld). Ef einstaklingur réði ekki slíkri eign, var eini löglegi valkostur hans eða hennar að verða vinnuhjú.

Stundum var hægt að losna undan vistarbandi með því að gerast lausamaður. Þá réðu menn atvinnu sinni sjálfir án þess að vera bundnir við sérstök býli eða sérstaka húsbændur, stunduðu til dæmis sjómennsku út á eigin reikning en ekki húsbænda um vetur og vor en seldu vinnu sína bændum um háannatíma sumarsins, venjulega fyrir vikukaup, og fengu þá gjarnan fyrir annasömu vikurnar hærri laun en vinnumenn fengu í kaup allt árið. En þeir sem fengu leyfi til lausamennsku urðu að uppfylla ströng skilyrði fyrir slíku frelsi. Þetta voru nær ávallt karlar og fram til 1783 urðu þeir að eiga minnst tíu kúgildi, eða rösklega þrisvar sinnum meira en sem kostaði að stofna eigin bú! Eigi að síður var öll lausamennska bönnuð 1783-1863 og var lauasamönnum gert að stofna annaðhvort eigið bú eða ráða sig í vist, það er fara undir vistaband. Lausamennska var aftur leyfð 1863 en einnig nú með ströngum skilyrðum og það var fyrst með nýjum lögum 1894 í kjölfar vaxandi sjósóknar í landinu að lausamennska fór að verða flestu búlausu fólki aðgengileg.

Vistarbandið var að mörgu leyti eðlileg krafa sveitasamfélgsins um að hver skyldi hafa grið á löglegu heimili, gæti sá hinn sami ekki stofnað heimili sjálfur, svipað og þess er krafist í dag að allir eigi lögheimili. Á þann hátt tengdist griðmaðurinn eða griðkonan framfærslurétti hreppsins, þótt stundum brygðist sá réttur eins og að framan var greint. Einnig var nauðsynlegt að hafa skipulag á búlausu fólki og tryggja bændum samtímis ódýrt vinnuafl. Reynt var að hafa stjórn á fólksfjölguninni með giftingarhömlum þeim sem fólust í vinnumennskunni.

Vinnumennska og vistarband voru auðvitað ekkert séríslenskt fyrirbæri. Það sem gerði Ísland hins vegar sérstakt var hve stór hluti þjóðarinnar bjó í ófrjálsu einlífi vinnumennskunnar, eða að jafnaði um 25% landsmanna alla 19. öldina, sem var alla vega Evrópumet í þá daga, ef ekki heimsmet! Íslendingar hafa lengi verið duglegir við að ná háum hlutfallstölum. Í öðrum löndum var venjan sú að fólk væri aðeins vinnuhjú á unga aldri en fengi síðan land og gengi í hjónaband. Slíkt gerðist einnig með meirihluta vinnuhjúa hér á landi en stór minnihluti varð að kúldrast í vinnumennsku ævilangt, einkum þó vinnukonur, enda voru konur ávallt miklu fleiri en karlar í landinu fyrr á öldum.

Vistarbandið og há hlutfallstala vinnuhjúa á Íslandi var lengi vel alls ekki afleiðing strangari löggjafar en gerðist víðast hvar um heim, heldur stafaði þetta af því hve fátækt íslenska sveitasamfélagið var. Tæknistig þess stóð nánast í stað eða því fór aftur frá landnámsöld langt fram á 19. öld. Framleiðsla einstakra býla var það lítil miðað við munnana sem metta þurfti að ekki voru tök á því að leyfa öðrum en húsbændum að eignast afkomendur; annars blasti hungurvofan við.

Þess ber einnig að geta að flestir íslenskir bændur voru að vísu leiguliðar, áttu ekki jörð sína heldur leigðu hana, en þó var ekki bændaánauð í landinu, ekki var hægt að skylda bændur til að búa áfram á leigujörð sinni lengur en eitt ár í senn. Víða um lönd voru bændur hins vegar í lífstíðaránauð á leigujörðunum.

Sama gilti um vistarbandið hér á landi; enginn var skyldugur til að dveljast hjá sama bónda lengur en eitt ár í senn. Í báðum tilfellum mátti samt setja takmörk á flutningafrelsi manna úr héraði og var slíku beitt fram á 19. öld. En hin hlið málsins var sú að meðan ánauðugum bændum og vinnuhjúum var víða í nágrannalöndum „tryggð“ föst búseta á sama stað ævilangt, var hægt að hrekja fólk af jörð sinni á Íslandi einu sinni á ári. Flutningar fólks milli býla voru því tíðir og þeir voru ekki alltaf vel þegnir og fóru illa með jarðir og búnað þeirra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og lesefni:
  • Gísli Gunnarsson, Upp er boðið Ísaland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-1787. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1987. (Svarið styðst að verulegu leyti við þessa bók).
...