Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað var vitinn í Faros hár?

UA

Talið er að vitinn sem stóð á eyjunni Faros hafi verið að minnsta kosti 110 metra hár en heimildir gefa þó upp mismunandi tölur um það. Vitinn sem einnig er kallaður vitinn í Alexandríu var 20 ár í byggingu og lauk verkinu árið 279 f. Kr.

Vitinn var þrískiptur eins og fram kemur á myndinni hér á eftir. Hann var úr hvítum marmara. Í efsta hlutanum logaði eldur daga og nætur. Sagt er að birtan frá eldinum hafi verið svo mikil að hún hafi sést í 56 kílómetra fjarlægð af sjó.

Vitinn stóð á eyjunni Faros við Alexandríu í Egyptalandi. Hann var sennilega hæsta bygging í heimi á þeim tíma sem hann var byggður og var talinn eitt af sjö undrum veraldar. Ástæða þess að farið var út í svo viðamiklar byggingarframkvæmdir var sú að ströndin á þessu svæði var hættuleg skipum og bátum.


Vitinn í Faros.

Vitinn var mjög rammgerður og stóð í þúsund ár þó svo að nokkrir jarðskjálftar hafi riðið yfir á því tímabili. Árið 796 e. Kr. skemmdist hann þó nokkuð í jarðskjálfta og síðar var reist virki á rústum hans. Enn þann dag í dag má sjá móta fyrir grunni gamla vitans þar sem í dag heitir Quaitflóavirkið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

13.5.2002

Spyrjandi

Hrönn Guðmundsdóttir

Tilvísun

UA. „Hvað var vitinn í Faros hár?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2002, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2380.

UA. (2002, 13. maí). Hvað var vitinn í Faros hár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2380

UA. „Hvað var vitinn í Faros hár?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2002. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2380>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað var vitinn í Faros hár?
Talið er að vitinn sem stóð á eyjunni Faros hafi verið að minnsta kosti 110 metra hár en heimildir gefa þó upp mismunandi tölur um það. Vitinn sem einnig er kallaður vitinn í Alexandríu var 20 ár í byggingu og lauk verkinu árið 279 f. Kr.

Vitinn var þrískiptur eins og fram kemur á myndinni hér á eftir. Hann var úr hvítum marmara. Í efsta hlutanum logaði eldur daga og nætur. Sagt er að birtan frá eldinum hafi verið svo mikil að hún hafi sést í 56 kílómetra fjarlægð af sjó.

Vitinn stóð á eyjunni Faros við Alexandríu í Egyptalandi. Hann var sennilega hæsta bygging í heimi á þeim tíma sem hann var byggður og var talinn eitt af sjö undrum veraldar. Ástæða þess að farið var út í svo viðamiklar byggingarframkvæmdir var sú að ströndin á þessu svæði var hættuleg skipum og bátum.


Vitinn í Faros.

Vitinn var mjög rammgerður og stóð í þúsund ár þó svo að nokkrir jarðskjálftar hafi riðið yfir á því tímabili. Árið 796 e. Kr. skemmdist hann þó nokkuð í jarðskjálfta og síðar var reist virki á rústum hans. Enn þann dag í dag má sjá móta fyrir grunni gamla vitans þar sem í dag heitir Quaitflóavirkið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...