Til eru ýmsar mismunandi gerðir af kviðæfingum en margar þeirra er gott að framkvæma á æfingadýnu á gólfinu. Í tækjasölum líkamsræktarstöðva má oftast finna einhvers konar kviðæfingavélar. Sumar gerðir kviðæfinga valda miklu álagi á mjóbakið en þær er best að forðast. Þegar kviðvöðvarnir eru þjálfaðir þarf einnig að þjálfa bakvöðvana til að forðast neikvæð áhrif á líkamsstöðu.
Fjölmargar kenningar eru til um hvernig best sé að brenna fitu en aðalatriðið er að hitaeiningafjöldinn sé ekki of mikill. Passa má upp á það með hollu mataræði og hreyfingu. Ólíkt því sem sumir halda er ekki hægt að gera sérstakar æfingar til þess að brenna fitu af maganum þar sem fitubrennsla er ekki svæðisbundin.
Þjálfun kviðvöðva hefur ekki aðeins áhrif á útlitið. Sterkir og vel þjálfaðir kviðvöðvar hafa til dæmis jákvæð áhrif á líkamsstöðu og jafnvægi og geta komið í veg fyrir bakverki. Til þess að viðhalda stæltum og mótuðum kviðvöðvum þarf að halda áfram að þjálfa vöðvana svo þeir rýrni ekki, auk þess sem hlutfall líkamsfitu má ekki vera of hátt svo vöðvarnir sjáist.
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvernig stækka vöðvarnir? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvers vegna stífna vöðvar upp við áreynslu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir það? eftir Þórarin Sveinsson
- Hvað er hollt mataræði? eftir Björn Sigurð Gunnarsson
- Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt? eftir Þórarin Sveinsson
- Hvers vegna verða sumir feitir þótt þeir borði alveg eins mat og þeir grönnu? eftir Magnús Jóhannsson
- wikiHow - How to get six pack abs. Stytta af Charles Atlas. Sótt 14.6.2011.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.