Sólin Sólin Rís 03:05 • sest 23:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:00 • Sest 10:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:31 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:32 í Reykjavík

Hvers vegna stífna vöðvar upp við áreynslu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir það?

Þórarinn Sveinsson

Stutta svarið er að þetta stafar oftast af þreytu en einnig getur orsökin verið aukin taugavirkni. Hyggileg þjálfun, góð næring og vatnsdrykkja getur dregið verulega úr þessum einkennum og jafnvel eytt þeim alveg.

Ýmsar orsakir geta verið fyrir því að vöðvi stífni við áreynslu og raunar er mismunandi hvaða merking er lögð í hugtakið stífur vöðvi. Hér er ekki gert ráð fyrir að það sem kallast krampi eða sinadráttur falli undir þetta þó stundum sé þessu ruglað saman (sjá nánar um sinadrátt í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna fáum við sinadrátt?).

Ef engir sjúkdómar eða erfðagallar eru til staðar þá getur stífni í vöðva á meðan á áreynslu stendur og stirðleiki eftir áreynslu stafað af einhvers konar þreytu í vöðvanum. Þreyta getur verið af ýmsum toga, til dæmis er þreyta í vöðva kraftlyftingamanns sem verður örmagna á nokkrum sekúndum við að lyfta mjög þungum lóðum 6-8 sinnum allt önnur en þreyta í vöðva maraþonhlaupara þegar hann kemur í mark.

Stífni í vöðvum við eða eftir áreynslu getur stafað af þreytu

Þreyta kemur fram sem minni geta til að framkalla kraft, með öðrum orðum máttleysi. Jafnframt þessu verður oftast aukin vökvasöfnun í viðkomandi vöðva vegna aukningar á niðurbrots- og úrgangsefnum, en slíkt er eðlilegt. Margir upplifa þetta síðan sem “stífni” eða “stirðleika”. Í kjölfar áreynslu getur fólk líka fengið mjög vægar harðsperrur og upplifað það sem stífni, en oftast kallast það stirðleiki og hverfur á 1-2 dögum. Fjallað er um harðsperrur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?

Stífni getur líka stafað af aukinni taugavirkni til vöðvans sem kallast vöðvaspenna eða samdráttarástand (e. muscle tone eða muscular tone, stundum nefnt vöðvatónus á íslensku). Hann veldur því að sumar vöðvafrumur eru alltaf í vægum samdrætti. Þessi taugavirkni getur stafað af einhverju ójafnvægi í taugakerfinu eða mikilli næmni skynnema í vöðvunum sjálfum og jafnvel annars staðar.

Þessi tegund af stífni kemur til dæmis fyrir í síbeygjukrampa (spasticity; hjá spastískum einstaklingum) og fleiri sjúkdómum en er hins vegar oftast ekkert tengd áreynslu og á þá ekki beint við hér. Áreynsla getur þó ýmist aukið eða dregið úr slíkri stífni. Þessi tegund af stífni er reyndar talsvert hliðstæð eða skyld sinadrætti eða krampa.

Þó það geti eitthvað verið mismunandi eftir gerð stífninnar þá ætti rétt skipulögð þjálfun, holl og góð næring og síðast en ekki síst næg vatnsdrykkja að duga til að koma í veg fyrir stífni á meðan á áreynslu stendur og á eftir. Rétt skipulögð þjálfun felur meðal annars í sér rólegan stíganda í þjálfuninni og vöðvateygjur. Ef þetta dugar ekki og þörf er á frekari ráðleggingum er ástæða til að leita til fagaðila, læknis eða sjúkraþjálfara.

Mynd: Wikipedia.org

Höfundur

Þórarinn Sveinsson

prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ

Útgáfudagur

1.9.2006

Spyrjandi

Hallbjörg Erla, f. 1990

Tilvísun

Þórarinn Sveinsson. „Hvers vegna stífna vöðvar upp við áreynslu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir það?“ Vísindavefurinn, 1. september 2006. Sótt 9. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6163.

Þórarinn Sveinsson. (2006, 1. september). Hvers vegna stífna vöðvar upp við áreynslu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6163

Þórarinn Sveinsson. „Hvers vegna stífna vöðvar upp við áreynslu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir það?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2006. Vefsíða. 9. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6163>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna stífna vöðvar upp við áreynslu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir það?
Stutta svarið er að þetta stafar oftast af þreytu en einnig getur orsökin verið aukin taugavirkni. Hyggileg þjálfun, góð næring og vatnsdrykkja getur dregið verulega úr þessum einkennum og jafnvel eytt þeim alveg.

Ýmsar orsakir geta verið fyrir því að vöðvi stífni við áreynslu og raunar er mismunandi hvaða merking er lögð í hugtakið stífur vöðvi. Hér er ekki gert ráð fyrir að það sem kallast krampi eða sinadráttur falli undir þetta þó stundum sé þessu ruglað saman (sjá nánar um sinadrátt í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna fáum við sinadrátt?).

Ef engir sjúkdómar eða erfðagallar eru til staðar þá getur stífni í vöðva á meðan á áreynslu stendur og stirðleiki eftir áreynslu stafað af einhvers konar þreytu í vöðvanum. Þreyta getur verið af ýmsum toga, til dæmis er þreyta í vöðva kraftlyftingamanns sem verður örmagna á nokkrum sekúndum við að lyfta mjög þungum lóðum 6-8 sinnum allt önnur en þreyta í vöðva maraþonhlaupara þegar hann kemur í mark.

Stífni í vöðvum við eða eftir áreynslu getur stafað af þreytu

Þreyta kemur fram sem minni geta til að framkalla kraft, með öðrum orðum máttleysi. Jafnframt þessu verður oftast aukin vökvasöfnun í viðkomandi vöðva vegna aukningar á niðurbrots- og úrgangsefnum, en slíkt er eðlilegt. Margir upplifa þetta síðan sem “stífni” eða “stirðleika”. Í kjölfar áreynslu getur fólk líka fengið mjög vægar harðsperrur og upplifað það sem stífni, en oftast kallast það stirðleiki og hverfur á 1-2 dögum. Fjallað er um harðsperrur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?

Stífni getur líka stafað af aukinni taugavirkni til vöðvans sem kallast vöðvaspenna eða samdráttarástand (e. muscle tone eða muscular tone, stundum nefnt vöðvatónus á íslensku). Hann veldur því að sumar vöðvafrumur eru alltaf í vægum samdrætti. Þessi taugavirkni getur stafað af einhverju ójafnvægi í taugakerfinu eða mikilli næmni skynnema í vöðvunum sjálfum og jafnvel annars staðar.

Þessi tegund af stífni kemur til dæmis fyrir í síbeygjukrampa (spasticity; hjá spastískum einstaklingum) og fleiri sjúkdómum en er hins vegar oftast ekkert tengd áreynslu og á þá ekki beint við hér. Áreynsla getur þó ýmist aukið eða dregið úr slíkri stífni. Þessi tegund af stífni er reyndar talsvert hliðstæð eða skyld sinadrætti eða krampa.

Þó það geti eitthvað verið mismunandi eftir gerð stífninnar þá ætti rétt skipulögð þjálfun, holl og góð næring og síðast en ekki síst næg vatnsdrykkja að duga til að koma í veg fyrir stífni á meðan á áreynslu stendur og á eftir. Rétt skipulögð þjálfun felur meðal annars í sér rólegan stíganda í þjálfuninni og vöðvateygjur. Ef þetta dugar ekki og þörf er á frekari ráðleggingum er ástæða til að leita til fagaðila, læknis eða sjúkraþjálfara.

Mynd: Wikipedia.org...