Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru drekar svona algengir í „þjóðsögum“ allra landa?

Rakel Pálsdóttir

Fáar skepnur eru eins algengar í goðsögum, sögnum, þjóðsögum og ævintýrum og drekar. Drekinn er á táknrænan hátt náskyldur slöngunni eða orminum, enda var gríska orðið drakon, sem enska heitið er dregið af, upphaflega notað um hvers kyns sæskrímsli. Drekinn er alþjóðlegt tákn og getur bæði vísað í hið góða og hið illa.

Í Miðausturlöndum þar sem snákar eru stórir og banvænir táknaði ormurinn eða drekinn hið illa. Egypski guðinn Apepi, sem var guð illskunnar, var í snákslíki. Rómverjar og Grikkir fengu í arf hugmyndir Miðausturlanda um illsku snáksins en töldu þó einnig að drekinn gæti táknað hið góða. Hugmyndir um illsku drekans fengu þó yfirhöndina og þær urðu ríkjandi í Evrópu.

Í vestrænni menningu er drekinn oftast illt og eyðileggjandi afl sem vinna þarf bug á. Í kristinni trú er hann tákngervingur syndar og heiðni, stundum einnig tengdur djöflinum. Í Austurlöndum fjær hélt drekinn aftur á móti góðkynjuðum eiginleikum sínum og er oft goðumlík vera sem færir mönnum gæfu.



Ein þekktasta vestræna sögnin um drekabardaga er miðaldasagan um heilagan Georg. Hana er meðal annars að finna í Hinum gullnu sögnum sem Jakob frá Voragine (um 1230 – um 1298) tók saman. Sagan segir frá því að eitt sinn í fjarlægu heiðnu landi hafi verið hræðilega ófreskja sem kölluð var dreki. Drekinn hafði risastóra vængi, hræðilegar klær og blés frá sér banvænum eldi. Árlega var ungri stúlku fórnað til drekans. Eitt árið kom það í hlut dóttur konungs. Riddarinn sem síðar varð heilagur Georg bjargaði henni og vann bug á drekanum með sverði sínu. Í kjölfarið snerust íbúar landsins til kristinnar trúar og tóku skírn.

Allt útlit er fyrir að trúin á dreka hafi sprottið upp hjá mönnum án þess að þeir hefðu vitneskju um risaeðlurnar sem ríktu á jörðinni áður en maðurinn kom til sögunnar. Hins vegar gætu stór skriðdýr sem hafa verið uppi á sama tíma og frumstæðustu hellisbúarnir auðveldlega verið kveikjan að sögnum um ófreskjur á borð við dreka og minningar um þær varðveist kynslóð fram af kynslóð.



Skoðið einnig svör við eftirfarandi spurningum á Vísindavefnum



Mynd af dreka yfir kastala: The Art of Ciruelo

Mynd af Georg og drekanum: CGFA - A Virtual Art Museum

Höfundur

þjóðfræðingur

Útgáfudagur

30.5.2002

Spyrjandi

Hrafn Árni Hrólfsson

Tilvísun

Rakel Pálsdóttir. „Af hverju eru drekar svona algengir í „þjóðsögum“ allra landa?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2002, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2441.

Rakel Pálsdóttir. (2002, 30. maí). Af hverju eru drekar svona algengir í „þjóðsögum“ allra landa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2441

Rakel Pálsdóttir. „Af hverju eru drekar svona algengir í „þjóðsögum“ allra landa?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2002. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2441>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru drekar svona algengir í „þjóðsögum“ allra landa?
Fáar skepnur eru eins algengar í goðsögum, sögnum, þjóðsögum og ævintýrum og drekar. Drekinn er á táknrænan hátt náskyldur slöngunni eða orminum, enda var gríska orðið drakon, sem enska heitið er dregið af, upphaflega notað um hvers kyns sæskrímsli. Drekinn er alþjóðlegt tákn og getur bæði vísað í hið góða og hið illa.

Í Miðausturlöndum þar sem snákar eru stórir og banvænir táknaði ormurinn eða drekinn hið illa. Egypski guðinn Apepi, sem var guð illskunnar, var í snákslíki. Rómverjar og Grikkir fengu í arf hugmyndir Miðausturlanda um illsku snáksins en töldu þó einnig að drekinn gæti táknað hið góða. Hugmyndir um illsku drekans fengu þó yfirhöndina og þær urðu ríkjandi í Evrópu.

Í vestrænni menningu er drekinn oftast illt og eyðileggjandi afl sem vinna þarf bug á. Í kristinni trú er hann tákngervingur syndar og heiðni, stundum einnig tengdur djöflinum. Í Austurlöndum fjær hélt drekinn aftur á móti góðkynjuðum eiginleikum sínum og er oft goðumlík vera sem færir mönnum gæfu.



Ein þekktasta vestræna sögnin um drekabardaga er miðaldasagan um heilagan Georg. Hana er meðal annars að finna í Hinum gullnu sögnum sem Jakob frá Voragine (um 1230 – um 1298) tók saman. Sagan segir frá því að eitt sinn í fjarlægu heiðnu landi hafi verið hræðilega ófreskja sem kölluð var dreki. Drekinn hafði risastóra vængi, hræðilegar klær og blés frá sér banvænum eldi. Árlega var ungri stúlku fórnað til drekans. Eitt árið kom það í hlut dóttur konungs. Riddarinn sem síðar varð heilagur Georg bjargaði henni og vann bug á drekanum með sverði sínu. Í kjölfarið snerust íbúar landsins til kristinnar trúar og tóku skírn.

Allt útlit er fyrir að trúin á dreka hafi sprottið upp hjá mönnum án þess að þeir hefðu vitneskju um risaeðlurnar sem ríktu á jörðinni áður en maðurinn kom til sögunnar. Hins vegar gætu stór skriðdýr sem hafa verið uppi á sama tíma og frumstæðustu hellisbúarnir auðveldlega verið kveikjan að sögnum um ófreskjur á borð við dreka og minningar um þær varðveist kynslóð fram af kynslóð.



Skoðið einnig svör við eftirfarandi spurningum á Vísindavefnum



Mynd af dreka yfir kastala: The Art of Ciruelo

Mynd af Georg og drekanum: CGFA - A Virtual Art Museum...