Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið skriðdreki?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvernig stendur á því að Íslendingar notast við orðið ,,skriðdreki“ til að merkja þetta brynvarða drápstæki er á góðri ensku kallast ,,Tank“ - en ekki t.d. ,,stríðsvagn“ eins og skandínavískir frændur okkar gera?

Farið var að nota skriðdreka í fyrri heimsstyrjöldinni. Elsta dæmi um orðið skriðdreki á timarit.is er úr blaðinu Heimskringlu frá 1917 og er af textanum ljóst að ekki þurfti að skýra orðið. Frá sama tíma og einnig 1918 er orðið notað í blaðinu Lögréttu. Gert var ráð fyrir að menn vissu við hvað væri átt. Morgunblaðið birtir frétt 1924 þar sem orðið skriðdreki er notað en á áratugnum eftir virðist það ríkjandi í íslenskum blöðum.

Í þýsku var strax notað orðið Panzer sem á miðöldum var orð yfir brynju sem menn klæddust í bardaga og náði frá hvirfli til ilja. Þegar skriðdrekar voru smíðaðir sáu menn sennilega líkindi milli brynjunnar og tækisins sem menn fóru ofan í og skýldi þeim í orrustu eins og brynjan gerði á miðöldum.

Skriðdrekar komu fyrst fram í fyrri heimsstyrjöldinni.

Danir tóku upp orðin kampvogn og tank, þegið að láni úr ensku, en einnig panservogn. Íslendingar notuðu sömuleiðis tökuorðið tankur fyrst í stað. Í Morgunblaðinu var frétt 1917 með fyrirsögninni ,,The tanks“ sem þessi klausa er úr (timarit.is):

Í orustum þeim, sem háðar hafa verið í Flandern seinni hluta sumars, hafa Bretar teflt fram hinum miklu »bryndrekum«, the tanks. Segir i erlendum blöðum að tankarnir hafi orðið Bretum að ómetanlegu gagni. Þjóðverjar hafi allsstaðar hlaupist á brott, er þeir sáu tankana.

Orðið bryndreki, sem nefnt er í fréttinni, var eitthvað notað um skriðdreka en aldrei mikið. Bryndreki var fyrst og fremst notað um herskip af ákveðinni gerð. Á dönsku heitir slíkt skip 'panserskip'. Í íslensku þekkist það orð að minnsta kosti frá síðasta hluta 19. aldar. Þegar skriðdrekar komu til sögunnar í fyrri heimstyrjöldinni hefur líklega þótt valda ruglingi að nota eitt orð bæði fyrir skipið og beltisvagninn og nýtt orð var sett fram því að mönnum hefur ekki fallið enska tökuorðið tank(ur) þótt það sé ágætt í ensku máli. Tækið skríður fram eins og menn hugsa sér dreka í ævintýrum, bryndreki var þegar til og því ekki langt í orðið skriðdreki.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

19.9.2014

Spyrjandi

Ragnar Ingi Arnarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið skriðdreki?“ Vísindavefurinn, 19. september 2014, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67679.

Guðrún Kvaran. (2014, 19. september). Hvaðan kemur orðið skriðdreki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67679

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið skriðdreki?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2014. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67679>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið skriðdreki?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvernig stendur á því að Íslendingar notast við orðið ,,skriðdreki“ til að merkja þetta brynvarða drápstæki er á góðri ensku kallast ,,Tank“ - en ekki t.d. ,,stríðsvagn“ eins og skandínavískir frændur okkar gera?

Farið var að nota skriðdreka í fyrri heimsstyrjöldinni. Elsta dæmi um orðið skriðdreki á timarit.is er úr blaðinu Heimskringlu frá 1917 og er af textanum ljóst að ekki þurfti að skýra orðið. Frá sama tíma og einnig 1918 er orðið notað í blaðinu Lögréttu. Gert var ráð fyrir að menn vissu við hvað væri átt. Morgunblaðið birtir frétt 1924 þar sem orðið skriðdreki er notað en á áratugnum eftir virðist það ríkjandi í íslenskum blöðum.

Í þýsku var strax notað orðið Panzer sem á miðöldum var orð yfir brynju sem menn klæddust í bardaga og náði frá hvirfli til ilja. Þegar skriðdrekar voru smíðaðir sáu menn sennilega líkindi milli brynjunnar og tækisins sem menn fóru ofan í og skýldi þeim í orrustu eins og brynjan gerði á miðöldum.

Skriðdrekar komu fyrst fram í fyrri heimsstyrjöldinni.

Danir tóku upp orðin kampvogn og tank, þegið að láni úr ensku, en einnig panservogn. Íslendingar notuðu sömuleiðis tökuorðið tankur fyrst í stað. Í Morgunblaðinu var frétt 1917 með fyrirsögninni ,,The tanks“ sem þessi klausa er úr (timarit.is):

Í orustum þeim, sem háðar hafa verið í Flandern seinni hluta sumars, hafa Bretar teflt fram hinum miklu »bryndrekum«, the tanks. Segir i erlendum blöðum að tankarnir hafi orðið Bretum að ómetanlegu gagni. Þjóðverjar hafi allsstaðar hlaupist á brott, er þeir sáu tankana.

Orðið bryndreki, sem nefnt er í fréttinni, var eitthvað notað um skriðdreka en aldrei mikið. Bryndreki var fyrst og fremst notað um herskip af ákveðinni gerð. Á dönsku heitir slíkt skip 'panserskip'. Í íslensku þekkist það orð að minnsta kosti frá síðasta hluta 19. aldar. Þegar skriðdrekar komu til sögunnar í fyrri heimstyrjöldinni hefur líklega þótt valda ruglingi að nota eitt orð bæði fyrir skipið og beltisvagninn og nýtt orð var sett fram því að mönnum hefur ekki fallið enska tökuorðið tank(ur) þótt það sé ágætt í ensku máli. Tækið skríður fram eins og menn hugsa sér dreka í ævintýrum, bryndreki var þegar til og því ekki langt í orðið skriðdreki.

Mynd:...