Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni og merking páskaeggsins?

Helga Sverrisdóttir

Saga páskaeggsins á Íslandi er ekki löng og nær reyndar ekki lengra aftur í tímann en til annars áratugs 20. aldar. Saga páskaeggsins er þó mun lengri í Evrópu.

Upphafið má rekja til þess að á miðöldum þurftu leiguliðar í Mið-Evrópu að gjalda landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska. Leiguliðar þurftu reyndar að greiða landeigendum skatt nokkrum sinnum á ári og yfirleitt í formi einhverra afurða sem til urðu á bæjunum. Um páskaleytið á vorin voru egg mjög eftirsóknarverð því þá voru hænurnar nýbyrjaðar að verpa á ný eftir vetrarhléð sem móðir náttúra sér þeim fyrir.

Páskaegg af stærri gerðinni.

Snemma skapaðist sú hefð að landeigendur gáfu fimmtung af þessum eggjum til bágstaddra. Sá siður að gefa börnum páskaegg er dreginn af þessari hefð. Fljótlega var farið að blása úr þeim, þau skreytt og notuð til gjafa á páskum.

Á barokktímanum byrjaði yfirstéttin að gefa hvort öðru skreytt egg og oftar en ekki var lítið gat gert á skurnina og litlu spakmæli, rímu eða ljóði stungið í eggið.

Sælgætisframleiðendur hófu páskaeggjagerð í Mið-Evrópu á 19. öld en á Íslandi urðu þau ekki algeng fyrr en í kringum 1920. Kannski er ástæðan fyrir því að Íslendingar tóku svona seint við sér sú að enginn hefð var í kringum páskaegg, enginn páskaeggjaskattur og fyrst og fremst fáar hænur. Hænsnarækt var fátíð á Íslandi þangað til í kringum 1930 og þá var í fyrsta skipti hætt að flytja inn hænuegg.

Um sögu páskanna má lesa í þessu svari eftir Hjalta Hugason prófessor í guðfræði.

Heimildir og mynd:
  • Árni Björnsson Saga daganna, Mál og menning; Reykjavík, 1994.
  • My Bella Vita. (Sótt 4.6.2002).

Höfundur

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.6.2002

Spyrjandi

Ómar Þorsteinsson

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir. „Hver er uppruni og merking páskaeggsins?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2002, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2454.

Helga Sverrisdóttir. (2002, 4. júní). Hver er uppruni og merking páskaeggsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2454

Helga Sverrisdóttir. „Hver er uppruni og merking páskaeggsins?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2002. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2454>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni og merking páskaeggsins?
Saga páskaeggsins á Íslandi er ekki löng og nær reyndar ekki lengra aftur í tímann en til annars áratugs 20. aldar. Saga páskaeggsins er þó mun lengri í Evrópu.

Upphafið má rekja til þess að á miðöldum þurftu leiguliðar í Mið-Evrópu að gjalda landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska. Leiguliðar þurftu reyndar að greiða landeigendum skatt nokkrum sinnum á ári og yfirleitt í formi einhverra afurða sem til urðu á bæjunum. Um páskaleytið á vorin voru egg mjög eftirsóknarverð því þá voru hænurnar nýbyrjaðar að verpa á ný eftir vetrarhléð sem móðir náttúra sér þeim fyrir.

Páskaegg af stærri gerðinni.

Snemma skapaðist sú hefð að landeigendur gáfu fimmtung af þessum eggjum til bágstaddra. Sá siður að gefa börnum páskaegg er dreginn af þessari hefð. Fljótlega var farið að blása úr þeim, þau skreytt og notuð til gjafa á páskum.

Á barokktímanum byrjaði yfirstéttin að gefa hvort öðru skreytt egg og oftar en ekki var lítið gat gert á skurnina og litlu spakmæli, rímu eða ljóði stungið í eggið.

Sælgætisframleiðendur hófu páskaeggjagerð í Mið-Evrópu á 19. öld en á Íslandi urðu þau ekki algeng fyrr en í kringum 1920. Kannski er ástæðan fyrir því að Íslendingar tóku svona seint við sér sú að enginn hefð var í kringum páskaegg, enginn páskaeggjaskattur og fyrst og fremst fáar hænur. Hænsnarækt var fátíð á Íslandi þangað til í kringum 1930 og þá var í fyrsta skipti hætt að flytja inn hænuegg.

Um sögu páskanna má lesa í þessu svari eftir Hjalta Hugason prófessor í guðfræði.

Heimildir og mynd:
  • Árni Björnsson Saga daganna, Mál og menning; Reykjavík, 1994.
  • My Bella Vita. (Sótt 4.6.2002).
...