Í sumum heimum eru hvorki sól né tungl; í öðrum eru þau stærri en í okkar heimi og í enn öðrum fleiri. Bilin milli heimanna eru misjöfn; á sumum svæðum eru fleiri heimar en á öðrum færri; sumir eru í vexti, sumir í hápunkti og sumir eru að rýrna; á sumum svæðum eru þeir að verða til, á öðrum á þrotum. Þeir farast þegar þeir rekast hver á annan. Til eru heimar þar sem hvorki eru lifandi verur né jurtir né nokkur raki. (Tilvitnun úr Heimsmynd á hverfanda hveli.)Heimsmynd hinna fornu atómspekinga frá 5. öld f.Kr. um alheiminn er því merkilega lík því sem við vitum um alheiminn nú, það er að segja ef við skiptum út orðinu heimur fyrir sólkerfi. Heimildir:
- Kragh, Helge S. Conceptions of Cosmos: From Myths to the Accelerating Universe, a History of Cosmology. Oxford: Oxford University Press, 2007.
- Þorsteinn Vilhjálmsson. Heimsmynd á hverfanda hveli: Sagt frá heimssýn vísindanna frá öndverðu fram yfir daga Newtons. Reykjavík: Mál og menning, 1986.
- Philolaus (Stanford Encyclopedia of Philosophy). (Sótt 24.01.2017).
- Yfirlitsmynd: File:Hubble contributes to painting a picture of the evolving Universe (30282849778).jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 19.12.2024). Myndin er frá ESA/Hubble & NASA og birt undir leyfinu Deed - Attribution 2.0 Generic - Creative Commons.
- Disquisitiones mathematicae [...]. (Sótt 31.01.2017).