Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 16:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 12:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:21 • Síðdegis: 19:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:07 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 16:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 12:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:21 • Síðdegis: 19:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:07 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gæti verið að alheimurinn sem við lifum í sé bara eitt atóm í öðrum miklu stærri heimi?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Það er erfitt að hugsa sér að það gæti gilt um okkar alheim að hann væri aðeins eitt atóm í öðrum alheimi, að minnsta kosti ef við höfum í huga hinn hefðbundna skilning á hugtakinu atóm.

Hugmyndin um atóm er venjulega kennd við grísku heimspekingana Demókrítos og Levkippos. Sá fyrrnefndi fæddist um 460 f.Kr. en sá síðarnefndi líklega um 20 árum fyrr. Í stuttu máli gekk atómkenning Demókrítosar og Levkipposar út á það að ekkert væri til í veröldinni nema atóm og tómarúm. Allt í hinum sýnilega heimi var byggt upp af atómum sem voru það smá að þau sáust alls ekki með berum augum. Atómin voru á sífelldri hreyfingu og rákust saman, við áreksturinn breyttu þau annað hvort um stefnu eða festust saman og mynduðu þá hluti sem við sjáum í veruleikanum. Um atómkenninguna er meðal annars hægt að lesa nánar í ýtarlegu svari Geirs. Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hver var hugsuðurinn Demókrítos og hvað gerði hann?

Atómhugtakið var endurvakið snemma á 19. öld af enska efnafræðingnum John Dalton (1766-1844). Þá var hugtakið fært yfir á minnstu þekktu eindir þess tíma, það er frumeindir frumefnanna í lotukerfinu. Nú vitum við hins vegar að atómin eða frumeindirnar eru settar saman úr róteindum, nifteindum og rafeindum. Samkvæmt hinu viðtekna líkani í öreindafræði nútímans eru nifteindir og róteindir gerðar úr enn smærri ögnum, svonefndum kvörkum.

Sé þetta haft í huga er afar erfitt að hugsa sér að okkar alheimur geti verið aðeins eitt atóm í öðrum heimi. Til þess að svo væri þyrftu augljóslega allt önnur eðlisfræðilögmál að gilda um hinn heiminn.

Mynd úr riti sem kom út 1614 og 1615. Myndin sýnir heimsmynd Demókrítosar. Í svarta svæðinu í miðjunni er jörðin og föruhnettirnir. Því næst koma fastasjörnurnar og þar fyrir utan er óendanlegt kaos atóma á fleygiferð. Heimsmynd Demókrítosar gerði ráð fyrir að alheimurinn væri óendanlegur og í honum væru óendanlega margir heimar sem gætu verið allt öðruvísi en hinn þekkti heimur.

Hitt er hins vegar merkilegt að hinir fornu atómspekingar settu ekki aðeins fram kenningar um hin örsmáu atóm heldur líka um alheiminn í heild sinni.

Grundvallarkenning atómspekinga til forna var sú að allt í alheiminum væru samansett úr hinum örsmáu ódeilanlegu atómum sem séu á sífelldri hreyfingu í óendanlegu tómarúmi, eins og fyrr segir. Heimsmynd atómsinna til forna gerði ráð fyrir óendanlegum alheimi. Enn fremur setti Demókrítos fram þá hugmynd að í hinum óendanlega alheimi væru til óteljandi heimar, misjafnlega stórir:

Í sumum heimum eru hvorki sól né tungl; í öðrum eru þau stærri en í okkar heimi og í enn öðrum fleiri. Bilin milli heimanna eru misjöfn; á sumum svæðum eru fleiri heimar en á öðrum færri; sumir eru í vexti, sumir í hápunkti og sumir eru að rýrna; á sumum svæðum eru þeir að verða til, á öðrum á þrotum. Þeir farast þegar þeir rekast hver á annan. Til eru heimar þar sem hvorki eru lifandi verur né jurtir né nokkur raki. (Tilvitnun úr Heimsmynd á hverfanda hveli.)

Heimsmynd hinna fornu atómspekinga frá 5. öld f.Kr. um alheiminn er því merkilega lík því sem við vitum um alheiminn nú, það er að segja ef við skiptum út orðinu heimur fyrir sólkerfi.

Heimildir:
  • Kragh, Helge S. Conceptions of Cosmos: From Myths to the Accelerating Universe, a History of Cosmology. Oxford: Oxford University Press, 2007.
  • Þorsteinn Vilhjálmsson. Heimsmynd á hverfanda hveli: Sagt frá heimssýn vísindanna frá öndverðu fram yfir daga Newtons. Reykjavík: Mál og menning, 1986.
  • Philolaus (Stanford Encyclopedia of Philosophy). (Sótt 24.01.2017).

Myndir:

Höfundur þakkar Ágústi Kvaran, prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.12.2025

Spyrjandi

Kári Jónsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Gæti verið að alheimurinn sem við lifum í sé bara eitt atóm í öðrum miklu stærri heimi?“ Vísindavefurinn, 30. desember 2025, sótt 15. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=24765.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2025, 30. desember). Gæti verið að alheimurinn sem við lifum í sé bara eitt atóm í öðrum miklu stærri heimi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=24765

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Gæti verið að alheimurinn sem við lifum í sé bara eitt atóm í öðrum miklu stærri heimi?“ Vísindavefurinn. 30. des. 2025. Vefsíða. 15. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=24765>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gæti verið að alheimurinn sem við lifum í sé bara eitt atóm í öðrum miklu stærri heimi?
Það er erfitt að hugsa sér að það gæti gilt um okkar alheim að hann væri aðeins eitt atóm í öðrum alheimi, að minnsta kosti ef við höfum í huga hinn hefðbundna skilning á hugtakinu atóm.

Hugmyndin um atóm er venjulega kennd við grísku heimspekingana Demókrítos og Levkippos. Sá fyrrnefndi fæddist um 460 f.Kr. en sá síðarnefndi líklega um 20 árum fyrr. Í stuttu máli gekk atómkenning Demókrítosar og Levkipposar út á það að ekkert væri til í veröldinni nema atóm og tómarúm. Allt í hinum sýnilega heimi var byggt upp af atómum sem voru það smá að þau sáust alls ekki með berum augum. Atómin voru á sífelldri hreyfingu og rákust saman, við áreksturinn breyttu þau annað hvort um stefnu eða festust saman og mynduðu þá hluti sem við sjáum í veruleikanum. Um atómkenninguna er meðal annars hægt að lesa nánar í ýtarlegu svari Geirs. Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hver var hugsuðurinn Demókrítos og hvað gerði hann?

Atómhugtakið var endurvakið snemma á 19. öld af enska efnafræðingnum John Dalton (1766-1844). Þá var hugtakið fært yfir á minnstu þekktu eindir þess tíma, það er frumeindir frumefnanna í lotukerfinu. Nú vitum við hins vegar að atómin eða frumeindirnar eru settar saman úr róteindum, nifteindum og rafeindum. Samkvæmt hinu viðtekna líkani í öreindafræði nútímans eru nifteindir og róteindir gerðar úr enn smærri ögnum, svonefndum kvörkum.

Sé þetta haft í huga er afar erfitt að hugsa sér að okkar alheimur geti verið aðeins eitt atóm í öðrum heimi. Til þess að svo væri þyrftu augljóslega allt önnur eðlisfræðilögmál að gilda um hinn heiminn.

Mynd úr riti sem kom út 1614 og 1615. Myndin sýnir heimsmynd Demókrítosar. Í svarta svæðinu í miðjunni er jörðin og föruhnettirnir. Því næst koma fastasjörnurnar og þar fyrir utan er óendanlegt kaos atóma á fleygiferð. Heimsmynd Demókrítosar gerði ráð fyrir að alheimurinn væri óendanlegur og í honum væru óendanlega margir heimar sem gætu verið allt öðruvísi en hinn þekkti heimur.

Hitt er hins vegar merkilegt að hinir fornu atómspekingar settu ekki aðeins fram kenningar um hin örsmáu atóm heldur líka um alheiminn í heild sinni.

Grundvallarkenning atómspekinga til forna var sú að allt í alheiminum væru samansett úr hinum örsmáu ódeilanlegu atómum sem séu á sífelldri hreyfingu í óendanlegu tómarúmi, eins og fyrr segir. Heimsmynd atómsinna til forna gerði ráð fyrir óendanlegum alheimi. Enn fremur setti Demókrítos fram þá hugmynd að í hinum óendanlega alheimi væru til óteljandi heimar, misjafnlega stórir:

Í sumum heimum eru hvorki sól né tungl; í öðrum eru þau stærri en í okkar heimi og í enn öðrum fleiri. Bilin milli heimanna eru misjöfn; á sumum svæðum eru fleiri heimar en á öðrum færri; sumir eru í vexti, sumir í hápunkti og sumir eru að rýrna; á sumum svæðum eru þeir að verða til, á öðrum á þrotum. Þeir farast þegar þeir rekast hver á annan. Til eru heimar þar sem hvorki eru lifandi verur né jurtir né nokkur raki. (Tilvitnun úr Heimsmynd á hverfanda hveli.)

Heimsmynd hinna fornu atómspekinga frá 5. öld f.Kr. um alheiminn er því merkilega lík því sem við vitum um alheiminn nú, það er að segja ef við skiptum út orðinu heimur fyrir sólkerfi.

Heimildir:
  • Kragh, Helge S. Conceptions of Cosmos: From Myths to the Accelerating Universe, a History of Cosmology. Oxford: Oxford University Press, 2007.
  • Þorsteinn Vilhjálmsson. Heimsmynd á hverfanda hveli: Sagt frá heimssýn vísindanna frá öndverðu fram yfir daga Newtons. Reykjavík: Mál og menning, 1986.
  • Philolaus (Stanford Encyclopedia of Philosophy). (Sótt 24.01.2017).

Myndir:

Höfundur þakkar Ágústi Kvaran, prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir....