Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er best að haga fjármagnsskipan fyrirtækja almennt?

Með fjármagnsskipan fyrirtækis er yfirleitt átt við það hvernig fjár er aflað til að standa undir rekstri og fjárfestingum þess. Sérstaklega er horft á það hve mikið af fénu er lánsfé og hve mikið er framlag eigenda en einnig er áhugavert að skoða til dæmis hvort lán eru tekin til langs eða skamms tíma. Þá eru til ýmsir flokkar af eigin fé sem hafa mismunandi eiginleika, gera til dæmis mismunandi kröfur til eigenda um viðhorf til áhættu og þolinmæði.

Þegar horft er til langs tíma þarf einnig að taka ákvarðanir um það hvort hagnaði af fyrirtæki er veitt aftur til eigenda í formi arðs eða endurkaupa á hlutabréfum og þá í hve ríkum mæli. Það sem eftir stendur af hagnaði er hægt að nota til að standa undir vexti fyrirtækisins. Ef eigið fé er of lítið þá er hætt við að lánveitendur muni annaðhvort krefjast hárra vaxta eða neita að lána.

Oft er sagt að hagkvæmasta fjármagnsskipan fyrirtækis sé sú sem hámarkar markaðsvirði hlutafjár þess. Það er nokkur einföldun en oft vel nothæft viðmið.

Hins vegar er ógjörningur að lýsa því í stuttu máli - og raunar sennilega líka í löngu máli - hvernig hagkvæmasta fjármagnsskipanin er. Sum fyrirtæki er eðlilegast að reka með miklu lánsfé og litlu eigin fé, um önnur gildir hið gagnstæða. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki sem eru í mjög áhættusömum rekstri, til dæmis líftæknifyrirtæki þar sem ekki er einu sinni ljóst að þau muni nokkru sinni hafa tekjur, er vart hægt að fjármagna með öðru en eigin fé.

Fyrirtæki sem búa við stöðugt umhverfi og nokkuð jafnan hagnað frá ári til árs er hins vegar eðlilegt að fjármagna að stórum hluta með lánsfé. Sem dæmi má nefna ýmiss konar veitufyrirtæki, til dæmis rafveitur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Útgáfudagur

17.3.2000

Spyrjandi

Eggert Herbertsson

Höfundur

Gylfi Magnússon

dósent í hagfræði við HÍ

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvernig er best að haga fjármagnsskipan fyrirtækja almennt?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2000. Sótt 17. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=249.

Gylfi Magnússon. (2000, 17. mars). Hvernig er best að haga fjármagnsskipan fyrirtækja almennt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=249

Gylfi Magnússon. „Hvernig er best að haga fjármagnsskipan fyrirtækja almennt?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2000. Vefsíða. 17. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=249>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Halldór G. Svavarsson

1966

Halldór G. Svavarsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknaviðfangsefni Halldórs hafa spannað vítt svið, frá steinsteypu og keramik til smáþörunga og örtækni. Halldór hefur þar að auki æft karate í 35 ár og var um tíma landsliðsþjálfari í greininni.