Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Af hverju kaupa fyrirtæki hlut í sjálfum sér og af hverju er það leyft?

Gylfi Magnússon

Hlutafélög hafa í grundvallaratriðum tvær leiðir til að skila hagnaði af rekstri til hluthafa sinna. Algengasta leiðin er arðgreiðslur en einnig verður sífellt algengara að þau kaupi eigin hlutabréf af hluthöfum. Báðar leiðirnar eru löglegar að uppfylltum tilteknum skilyrðum en í sumum löndum eru eða hafa verið takmarkanir eða jafnvel bann við kaupum eigin bréfa.

Mikilvægasta skilyrðið er að ekki sé gengið á eigið fé fyrirtækisins. Til þess að tryggja það eiga arðgreiðslur og kaup á eigin bréfum samanlagt að nema lægri upphæð en hagnaður af rekstri eftir skatt. Það skilyrði er sett til þess að reyna að tryggja hag annarra kröfuhafa, það er til þess að eigendur geti ekki fengið svo mikið greitt að ekki sé nóg eftir til að standa í skilum við aðra. Jafnframt eru skilyrði um að kaup eigin bréfa séu útfærð þannig að þau mismuni ekki hluthöfum.

Hlutafélög geta skilað hagnaði af rekstri til hluthafa með því að kaupa eigin hlutabréf af hluthöfum. Mikilvægasta skilyrðið er að þá sé ekki gengið á eigið fé fyrirtækisins.

Í sumum löndum getur verið skattalegt hagræði af því að fara aðra leiðina frekar en hina, sérstaklega ef arður og hagnaður af sölu hlutafjár eru ekki skattlagðir eins. Á Íslandi er þetta ekki raunin því að fjármagnstekjuskattur er sá sami í báðum tilfellum. Hins vegar getur verið ákveðið hagræði af því fyrir hluthafa að farin sé sú leið að kaupa eigin bréf. Þá hafa hluthafar val um hvort þeir selja nú og innleysa þar með söluhagnað sem greiða þarf fjármagnstekjuskatt af eða eiga sín bréf áfram og greiða ekkert fyrr en síðar, ef þeir selja bréf sín með hagnaði þá. Sé greiddur arður þarf hins vegar í flestum tilfellum að greiða fjármagnstekjuskatt af honum.

Ýmsar aðrar skýringar geta verið á því að önnur leiðin er farin frekar en hin. Á Íslandi hafa sum fyrirtæki til dæmis frekar keypt eigin bréf en að greiða arð að því er virðist vegna fjölmiðlaumfjöllunar og gagnrýni á háar arðgreiðslur. Fræðimenn hafa einnig stungið upp á öðrum skýringum, til dæmis að með kaupum eigin bréfa vilji stjórnendur hlutafélags senda út skilaboð um trú þeirra á reksturinn og gengi bréfanna.

Mynd

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

6.4.2020

Spyrjandi

Loftur Jóhannsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Af hverju kaupa fyrirtæki hlut í sjálfum sér og af hverju er það leyft?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2020. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79123.

Gylfi Magnússon. (2020, 6. apríl). Af hverju kaupa fyrirtæki hlut í sjálfum sér og af hverju er það leyft? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79123

Gylfi Magnússon. „Af hverju kaupa fyrirtæki hlut í sjálfum sér og af hverju er það leyft?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2020. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79123>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kaupa fyrirtæki hlut í sjálfum sér og af hverju er það leyft?
Hlutafélög hafa í grundvallaratriðum tvær leiðir til að skila hagnaði af rekstri til hluthafa sinna. Algengasta leiðin er arðgreiðslur en einnig verður sífellt algengara að þau kaupi eigin hlutabréf af hluthöfum. Báðar leiðirnar eru löglegar að uppfylltum tilteknum skilyrðum en í sumum löndum eru eða hafa verið takmarkanir eða jafnvel bann við kaupum eigin bréfa.

Mikilvægasta skilyrðið er að ekki sé gengið á eigið fé fyrirtækisins. Til þess að tryggja það eiga arðgreiðslur og kaup á eigin bréfum samanlagt að nema lægri upphæð en hagnaður af rekstri eftir skatt. Það skilyrði er sett til þess að reyna að tryggja hag annarra kröfuhafa, það er til þess að eigendur geti ekki fengið svo mikið greitt að ekki sé nóg eftir til að standa í skilum við aðra. Jafnframt eru skilyrði um að kaup eigin bréfa séu útfærð þannig að þau mismuni ekki hluthöfum.

Hlutafélög geta skilað hagnaði af rekstri til hluthafa með því að kaupa eigin hlutabréf af hluthöfum. Mikilvægasta skilyrðið er að þá sé ekki gengið á eigið fé fyrirtækisins.

Í sumum löndum getur verið skattalegt hagræði af því að fara aðra leiðina frekar en hina, sérstaklega ef arður og hagnaður af sölu hlutafjár eru ekki skattlagðir eins. Á Íslandi er þetta ekki raunin því að fjármagnstekjuskattur er sá sami í báðum tilfellum. Hins vegar getur verið ákveðið hagræði af því fyrir hluthafa að farin sé sú leið að kaupa eigin bréf. Þá hafa hluthafar val um hvort þeir selja nú og innleysa þar með söluhagnað sem greiða þarf fjármagnstekjuskatt af eða eiga sín bréf áfram og greiða ekkert fyrr en síðar, ef þeir selja bréf sín með hagnaði þá. Sé greiddur arður þarf hins vegar í flestum tilfellum að greiða fjármagnstekjuskatt af honum.

Ýmsar aðrar skýringar geta verið á því að önnur leiðin er farin frekar en hin. Á Íslandi hafa sum fyrirtæki til dæmis frekar keypt eigin bréf en að greiða arð að því er virðist vegna fjölmiðlaumfjöllunar og gagnrýni á háar arðgreiðslur. Fræðimenn hafa einnig stungið upp á öðrum skýringum, til dæmis að með kaupum eigin bréfa vilji stjórnendur hlutafélags senda út skilaboð um trú þeirra á reksturinn og gengi bréfanna.

Mynd...