Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða hlutabréf er best að kaupa?

Gylfi Magnússon

Spyrjandi spyr í raun tveggja nær óskyldra spurninga, eins og sést hér neðst í svarinu. Annars vegar er spurt hvaða fyrirtæki best sé að kaupa á hlutabréfamarkaðinum. Hins vegar er spurt hvaða fyrirtæki sé best að kaupa í leik þar sem sigurvegarinn er sá sem nær hæstri ávöxtun á ákveðnu tímabili á þau bréf sem hann þykist kaupa. Skýringin á því að þetta eru óskyldar spurningar er að þegar fólk kaupir bréf fyrir sitt eigið fé þá skiptir talsverðu máli fyrir það hve mikla áhættu það tekur. Flestir vilja taka sem minnsta áhættu, að öðru jöfnu. Í leik sem þessum skiptir hins vegar öllu að taka sem mesta áhættu, það er nánast eina skynsamlega ráðleggingin sem hægt er að gefa.


Hvernig er best að fjárfesta?

Það liggur í hlutarins eðli að sá sem sigrar í svona leik nær ávöxtun sem er vel yfir meðaltali allra þátttakenda (og yfir meðaltali ávöxtunar á markaðinum). Það þýðir því lítið að dreifa áhættu. Þeir sem það gera lenda að öllum líkindum nálægt meðaltalinu. Þeir sem taka mikla áhættu, veðja á eitt fyrirtæki sem stendur í mjög sveiflukenndum rekstri, lenda að öllum líkindum langt frá meðaltalinu - annaðhvort vel fyrir ofan það eða vel fyrir neðan það. Þá er líka ráðlegt að skipta um fyrirtæki af og til á leiktímabilinu. Það skiptir engu hve langt fyrir neðan meðaltalið keppandi í svona leik lendir, ólíkt því sem á við þegar fólk hættir raunverulegum peningum. Það sem skiptir máli er að hámarka líkurnar á því að lenda langt fyrir ofan meðaltalið.

Miklu erfiðara er að ráðleggja um það hvaða fyrirtæki best er að kaupa þegar fólk er að hætta raunverulegum peningum. Reyndar eru til ýmsar aðferðir til að leggja mat á verðmæti fyrirtækja en það er efni í að minnsta kosti nokkur háskólanámskeið og verður ekki gert hér. Ef fólk festir umtalsverðan hluta eigna sinna í hlutabréfum skiptir miklu að dreifa áhættunni, það er að kaupa í mörgum hlutafélögum sem standa í ólíkum rekstri og á ólíkum mörkuðum. Það eru líka til ýmsar aðferðir til að finna út hvernig best er að standa í því en ekki er heldur rými til að lýsa þeim hér.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upphaflega spurningin var svona:

Hvaða fyrirtæki er best að kaupa á hlutabréfamarkaðinum? (Ég er í hlutabréfaleik Landsbréfa og vil vita hvaða fyrirtæki er best að kaupa þar)

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

14.2.2000

Spyrjandi

Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvaða hlutabréf er best að kaupa?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2000, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=91.

Gylfi Magnússon. (2000, 14. febrúar). Hvaða hlutabréf er best að kaupa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=91

Gylfi Magnússon. „Hvaða hlutabréf er best að kaupa?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2000. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=91>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða hlutabréf er best að kaupa?
Spyrjandi spyr í raun tveggja nær óskyldra spurninga, eins og sést hér neðst í svarinu. Annars vegar er spurt hvaða fyrirtæki best sé að kaupa á hlutabréfamarkaðinum. Hins vegar er spurt hvaða fyrirtæki sé best að kaupa í leik þar sem sigurvegarinn er sá sem nær hæstri ávöxtun á ákveðnu tímabili á þau bréf sem hann þykist kaupa. Skýringin á því að þetta eru óskyldar spurningar er að þegar fólk kaupir bréf fyrir sitt eigið fé þá skiptir talsverðu máli fyrir það hve mikla áhættu það tekur. Flestir vilja taka sem minnsta áhættu, að öðru jöfnu. Í leik sem þessum skiptir hins vegar öllu að taka sem mesta áhættu, það er nánast eina skynsamlega ráðleggingin sem hægt er að gefa.


Hvernig er best að fjárfesta?

Það liggur í hlutarins eðli að sá sem sigrar í svona leik nær ávöxtun sem er vel yfir meðaltali allra þátttakenda (og yfir meðaltali ávöxtunar á markaðinum). Það þýðir því lítið að dreifa áhættu. Þeir sem það gera lenda að öllum líkindum nálægt meðaltalinu. Þeir sem taka mikla áhættu, veðja á eitt fyrirtæki sem stendur í mjög sveiflukenndum rekstri, lenda að öllum líkindum langt frá meðaltalinu - annaðhvort vel fyrir ofan það eða vel fyrir neðan það. Þá er líka ráðlegt að skipta um fyrirtæki af og til á leiktímabilinu. Það skiptir engu hve langt fyrir neðan meðaltalið keppandi í svona leik lendir, ólíkt því sem á við þegar fólk hættir raunverulegum peningum. Það sem skiptir máli er að hámarka líkurnar á því að lenda langt fyrir ofan meðaltalið.

Miklu erfiðara er að ráðleggja um það hvaða fyrirtæki best er að kaupa þegar fólk er að hætta raunverulegum peningum. Reyndar eru til ýmsar aðferðir til að leggja mat á verðmæti fyrirtækja en það er efni í að minnsta kosti nokkur háskólanámskeið og verður ekki gert hér. Ef fólk festir umtalsverðan hluta eigna sinna í hlutabréfum skiptir miklu að dreifa áhættunni, það er að kaupa í mörgum hlutafélögum sem standa í ólíkum rekstri og á ólíkum mörkuðum. Það eru líka til ýmsar aðferðir til að finna út hvernig best er að standa í því en ekki er heldur rými til að lýsa þeim hér.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upphaflega spurningin var svona:

Hvaða fyrirtæki er best að kaupa á hlutabréfamarkaðinum? (Ég er í hlutabréfaleik Landsbréfa og vil vita hvaða fyrirtæki er best að kaupa þar)
...