Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er skortsala?

Gylfi Magnússon

Skortsala er þýðing á enska hugtakinu 'short sale' eða 'short selling'. Með því er átt við að fengin er eign, til dæmis hlutabréf, að láni og hún síðan seld. Til að endurgreiða lánið þarf því að kaupa eignina aftur. Sá sem hefur gert þetta hefur tekið svokallaða skortstöðu (e. short position) í eigninni en með því er átt við að hann á minna en ekkert af viðkomandi eign, það er skuldar hana. Þegar viðkomandi endurgreiðir lánið þá er það kallað að losa sig úr skortstöðu. Andstaðan við skortstöðu er svokölluð gnóttstaða (e. long position).

Hugtakið skortsala á við það þegar fengin er eign, til dæmis hlutabréf, að láni og hún síðan seld.

Skortsala er meðal annars notuð þegar einhver vill veðja á að eign lækki í verði. Gangi það eftir þá getur viðkomandi keypt eignina til baka á lægra verði en hann seldi hana og þannig átt eitthvert fé afgangs þegar hann hefur losað sig úr skortstöðunni. Hér skiptir þó fleira máli, meðal annars sú þóknun sem greiða verður þeim sem lánar eignina og sú ávöxtun sem næst á féð sem fékkst með skortsölunni.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.6.2008

Síðast uppfært

3.2.2021

Spyrjandi

Hekla Hannibalsdóttir, Helgi Már

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er skortsala?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2008, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47335.

Gylfi Magnússon. (2008, 26. júní). Hvað er skortsala? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47335

Gylfi Magnússon. „Hvað er skortsala?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2008. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47335>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er skortsala?
Skortsala er þýðing á enska hugtakinu 'short sale' eða 'short selling'. Með því er átt við að fengin er eign, til dæmis hlutabréf, að láni og hún síðan seld. Til að endurgreiða lánið þarf því að kaupa eignina aftur. Sá sem hefur gert þetta hefur tekið svokallaða skortstöðu (e. short position) í eigninni en með því er átt við að hann á minna en ekkert af viðkomandi eign, það er skuldar hana. Þegar viðkomandi endurgreiðir lánið þá er það kallað að losa sig úr skortstöðu. Andstaðan við skortstöðu er svokölluð gnóttstaða (e. long position).

Hugtakið skortsala á við það þegar fengin er eign, til dæmis hlutabréf, að láni og hún síðan seld.

Skortsala er meðal annars notuð þegar einhver vill veðja á að eign lækki í verði. Gangi það eftir þá getur viðkomandi keypt eignina til baka á lægra verði en hann seldi hana og þannig átt eitthvert fé afgangs þegar hann hefur losað sig úr skortstöðunni. Hér skiptir þó fleira máli, meðal annars sú þóknun sem greiða verður þeim sem lánar eignina og sú ávöxtun sem næst á féð sem fékkst með skortsölunni.

Mynd:...