Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir „skortstaða“ í viðskiptum?

Skortstaða er íslensk þýðing á enska hugtakinu short position. Það er notað í fjármálum til að lýsa því þegar fyrirtæki eða einstaklingur hefur fengið eign að láni og selt hana til þriðja aðila. Til dæmis gæti Björn lánað Ara hlutabréf í Hlut hf. að nafnvirði ein milljón króna og Ari selt Dóru bréfin. Þar með hefur Ari skortstöðu í Hlut hf. Skortstaða Ara er sögð nafnverð bréfanna sem hann seldi en átti ekki, það er ein milljón.

Andstaðan við skortstöðu er gnóttstaða sem er íslensk þýðing á enska hugtakinu long position. Í dæminu að framan hafa bæði Björn og Dóra gnóttstöðu í Hlut hf.

Þeir sem taka skortstöðu í ákveðnum eignum, til dæmis hlutabréfum tiltekins fyrirtækis, eru í raun að veðja á að verðþróun þeirra verði óhagstæð, þau lækki í verði eða hækki að minnsta kosti minna en aðrar eignir. Ef bréfin hækka í verði þá verða þeir sem tekið hafa skortstöðu að greiða meira fyrir að losna úr skortstöðunni en þeir fengu þegar þeir seldu bréfin á sínum tíma. Það getur því verið áhættusamt að taka skortstöðu. Það getur líka verið áhættusamt að lána eignir til aðila sem ætlar að taka skortstöðu í þeim því að einhverjar líkur eru á því að sá sem tekur skortstöðuna geti ekki endurgreitt lánið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Útgáfudagur

24.8.2001

Spyrjandi

Halldór Snæland

Höfundur

Gylfi Magnússon

dósent í hagfræði við HÍ

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað þýðir „skortstaða“ í viðskiptum? “ Vísindavefurinn, 24. ágúst 2001. Sótt 21. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=1843.

Gylfi Magnússon. (2001, 24. ágúst). Hvað þýðir „skortstaða“ í viðskiptum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1843

Gylfi Magnússon. „Hvað þýðir „skortstaða“ í viðskiptum? “ Vísindavefurinn. 24. ágú. 2001. Vefsíða. 21. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1843>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gísli Pálsson

1949

Gísli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa spannað breitt svið, allt frá íslenskum fornbókmenntum til nútíma erfðafræði. Gísli hefur í ritum sínum fjallað um mörg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina, svo sem kvótakerfið, nafnahefðir og líftækni.