Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvert var verðmæti eins sterlingspunds árið 1932?

Gylfi Magnússon

Verðlag í Bretlandi er nú, í maí 2002, fjörutíu sinnum hærra en það var árið 1932 ef miðað er við hækkun vísitölu neysluverðs þar í landi. Fyrir eitt sterlingspund árið 1932 var því hægt að kaupa álíka mikið og fyrir 40 sterlingspund nú.

Rétt er að hafa í huga að slíkur samanburður er af ýmsum ástæðum mjög erfiður, þótt ekki væri nema vegna þess að vöruúrval er allt annað nú en þá. Fjörutíu sterlingspund kosta nú um 5.400 krónur íslenskar.

Meðalverðbólga í Bretlandi á þessum tíma var 5,5% á ári. Þess má geta að á sama tíma hækkaði verðlag á Íslandi nær fjórtán þúsund falt, sem samsvarar um 14,6% verðbólgu á ári að meðaltali.

Árið 1932 kostaði eitt sterlingspund 22,15 krónur íslenskar en í lok maí 2002 kostaði pundið 133,94 krónur. Ef tekið er tillit til þess að Íslendingar skiptu um gjaldmiðil á tímabilinu þannig að 100 gamlar krónur urðu að einni nýrri hefur gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni hækkað um 600 falt frá 1932. Ef við berum saman verðlagsbreytingar í löndunum tveimur sést að verðlag á Íslandi hefur hækkað um 340 falt meira en í Bretlandi á þessum tíma. Miðað við þessar mælingar hefur því raungengi krónunnar gagnvart pundinu fallið um nær helming á þessum 70 árum en raungengisbreytingar ráðast af annars vegar breytingum á nafngengi og hins vegar breytingum á hlutfallslegu verðlagi í tveimur löndum (eða tveimur svæðum).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.6.2002

Spyrjandi

Örn Thors

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvert var verðmæti eins sterlingspunds árið 1932? “ Vísindavefurinn, 28. júní 2002. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2541.

Gylfi Magnússon. (2002, 28. júní). Hvert var verðmæti eins sterlingspunds árið 1932? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2541

Gylfi Magnússon. „Hvert var verðmæti eins sterlingspunds árið 1932? “ Vísindavefurinn. 28. jún. 2002. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2541>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert var verðmæti eins sterlingspunds árið 1932?
Verðlag í Bretlandi er nú, í maí 2002, fjörutíu sinnum hærra en það var árið 1932 ef miðað er við hækkun vísitölu neysluverðs þar í landi. Fyrir eitt sterlingspund árið 1932 var því hægt að kaupa álíka mikið og fyrir 40 sterlingspund nú.

Rétt er að hafa í huga að slíkur samanburður er af ýmsum ástæðum mjög erfiður, þótt ekki væri nema vegna þess að vöruúrval er allt annað nú en þá. Fjörutíu sterlingspund kosta nú um 5.400 krónur íslenskar.

Meðalverðbólga í Bretlandi á þessum tíma var 5,5% á ári. Þess má geta að á sama tíma hækkaði verðlag á Íslandi nær fjórtán þúsund falt, sem samsvarar um 14,6% verðbólgu á ári að meðaltali.

Árið 1932 kostaði eitt sterlingspund 22,15 krónur íslenskar en í lok maí 2002 kostaði pundið 133,94 krónur. Ef tekið er tillit til þess að Íslendingar skiptu um gjaldmiðil á tímabilinu þannig að 100 gamlar krónur urðu að einni nýrri hefur gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni hækkað um 600 falt frá 1932. Ef við berum saman verðlagsbreytingar í löndunum tveimur sést að verðlag á Íslandi hefur hækkað um 340 falt meira en í Bretlandi á þessum tíma. Miðað við þessar mælingar hefur því raungengi krónunnar gagnvart pundinu fallið um nær helming á þessum 70 árum en raungengisbreytingar ráðast af annars vegar breytingum á nafngengi og hins vegar breytingum á hlutfallslegu verðlagi í tveimur löndum (eða tveimur svæðum).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...