Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvenær var gengið síðast fellt á Íslandi og í hvaða tilgangi var það?

Gylfi Magnússon

Gengi íslensku krónunnar var síðast fellt 28. júní 1993, um 7,5%. Skýringin sem þá var gefin var að það þrengdi að útflutningsatvinnuvegum þjóðarinnar, sérstaklega sjávarútvegi. Talið var að samdráttur í fiskveiðum myndi draga aflaverðmæti saman um 6% á milli fiskveiðiára og auk þess hafði verð á erlendum mörkuðum lækkað talsvert. Þetta er svipuð skýring og oft var gefin á árum áður á nauðsyn gengisfellingar, það er brugðist var við vanda útflutningsatvinnuvega með því að sjá til þess að þeir fengju fleiri krónur fyrir þann erlenda gjaldeyri sem þeir afla.

Þær atvinnugreinar sem einkum hafa tekjur í erlendri mynt en útgjöld að umtalsverðum hluta í krónum njóta þess ef gengi krónunnar lækkar. Þá fá þær fleiri krónur fyrir hvern dollara, pund eða evru svo að nokkrir gjaldmiðlar séu nefndir. Síðan 1993 hefur gengi krónunnar ekki verið fellt.

Sjávarútvegurinn tengdist gengisfellingu íslensku krónunnar árið 1993.

Seðlabankinn íslenski tók í desember 1989 upp þá stefnu að reyna að halda gengi krónunnar nokkurn veginn föstu gagnvart myntum helstu viðskiptalanda Íslendinga, það er leyfa því að sveiflast lítillega en ekki fara út fyrir tiltekin vikmörk. Frá þeirri stefnu var horfið tvisvar, fyrst 28. nóvember 1992 en þá var gengið fellt um 6% og síðan aftur 1993 eins og áður kom fram. Vikmörkunum var einnig breytt nokkrum sinnum en að öðru leyti hélt þessi stefna allt frá 1989 til 27. mars 2001.

Þann dag lýsti bankinn því yfir að markmið hans væri einkum að vinna gegn verðbólgu en ekki að halda gengi krónunnar stöðugu og að hann myndi ekki reyna að halda genginu innan ákveðinna marka. Raunar hafði gengið lækkað nokkuð áður en Seðlabankinn breytti um stefnu en það hafði þó haldist innan þeirra vikmarka sem bankinn hafði auglýst.

Í kjölfarið lækkaði gengi krónunnar verulega allt til loka nóvember það ár. Alls lækkaði gengi krónunnar um nær fimmtung frá því að Seðlabankinn hætti að reyna að halda því stöðugu í mars 2001 og þangað til gengið tók að hækka aftur átta mánuðum síðar. Þessi gengisbreyting er þó ekki flokkuð sem gengisfelling því að gengi krónunnar var ákveðið á markaði á þessum tíma en því ekki stýrt af Seðlabankanum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.4.2004

Spyrjandi

Rúnar Jónsson, f. 1976

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvenær var gengið síðast fellt á Íslandi og í hvaða tilgangi var það?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2004. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4188.

Gylfi Magnússon. (2004, 29. apríl). Hvenær var gengið síðast fellt á Íslandi og í hvaða tilgangi var það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4188

Gylfi Magnússon. „Hvenær var gengið síðast fellt á Íslandi og í hvaða tilgangi var það?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2004. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4188>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær var gengið síðast fellt á Íslandi og í hvaða tilgangi var það?
Gengi íslensku krónunnar var síðast fellt 28. júní 1993, um 7,5%. Skýringin sem þá var gefin var að það þrengdi að útflutningsatvinnuvegum þjóðarinnar, sérstaklega sjávarútvegi. Talið var að samdráttur í fiskveiðum myndi draga aflaverðmæti saman um 6% á milli fiskveiðiára og auk þess hafði verð á erlendum mörkuðum lækkað talsvert. Þetta er svipuð skýring og oft var gefin á árum áður á nauðsyn gengisfellingar, það er brugðist var við vanda útflutningsatvinnuvega með því að sjá til þess að þeir fengju fleiri krónur fyrir þann erlenda gjaldeyri sem þeir afla.

Þær atvinnugreinar sem einkum hafa tekjur í erlendri mynt en útgjöld að umtalsverðum hluta í krónum njóta þess ef gengi krónunnar lækkar. Þá fá þær fleiri krónur fyrir hvern dollara, pund eða evru svo að nokkrir gjaldmiðlar séu nefndir. Síðan 1993 hefur gengi krónunnar ekki verið fellt.

Sjávarútvegurinn tengdist gengisfellingu íslensku krónunnar árið 1993.

Seðlabankinn íslenski tók í desember 1989 upp þá stefnu að reyna að halda gengi krónunnar nokkurn veginn föstu gagnvart myntum helstu viðskiptalanda Íslendinga, það er leyfa því að sveiflast lítillega en ekki fara út fyrir tiltekin vikmörk. Frá þeirri stefnu var horfið tvisvar, fyrst 28. nóvember 1992 en þá var gengið fellt um 6% og síðan aftur 1993 eins og áður kom fram. Vikmörkunum var einnig breytt nokkrum sinnum en að öðru leyti hélt þessi stefna allt frá 1989 til 27. mars 2001.

Þann dag lýsti bankinn því yfir að markmið hans væri einkum að vinna gegn verðbólgu en ekki að halda gengi krónunnar stöðugu og að hann myndi ekki reyna að halda genginu innan ákveðinna marka. Raunar hafði gengið lækkað nokkuð áður en Seðlabankinn breytti um stefnu en það hafði þó haldist innan þeirra vikmarka sem bankinn hafði auglýst.

Í kjölfarið lækkaði gengi krónunnar verulega allt til loka nóvember það ár. Alls lækkaði gengi krónunnar um nær fimmtung frá því að Seðlabankinn hætti að reyna að halda því stöðugu í mars 2001 og þangað til gengið tók að hækka aftur átta mánuðum síðar. Þessi gengisbreyting er þó ekki flokkuð sem gengisfelling því að gengi krónunnar var ákveðið á markaði á þessum tíma en því ekki stýrt af Seðlabankanum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...