Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er framvirkt gengi og hvernig tengist það vörðu og óvörðu vaxtajafngildi?

Gylfi Magnússon

Munur er á annars vegar stundargengi (e. spot rate) og hins vegar framvirku gengi (e. forward rate) gjaldmiðla. Stundargengi er það gengi, sem fæst í viðskiptum ef gjaldmiðlarnir eru afhentir strax (í framkvæmd er oft miðað við afhendingu innan eins eða tveggja daga). Framvirka gengið er það gengi, sem fæst ef samið er nú um skipti (afhendingu) á gjaldmiðlum á tilteknum degi í framtíðinni, til dæmis ef samið er um að selja pund fyrir jen nú en sá, sem selur pundin, afhendir þau ekki fyrr en eftir ár og fær jenin á sama tíma.

Framvirkt gengi fer mikið eftir vaxtamun á milli viðkomandi mynta.

Framvirkt gengi fer mikið eftir vaxtamun á milli viðkomandi mynta. Séu vextir í jenum til dæmis lægri en vextir í pundum er við því að búast að framvirka gengið á jenum gagnvart pundum sé hærra en stundargengið. Oft er talað í þessu samhengi um varið vaxtajafngildi (e. covered interest rate parity). Með því er átt við að sambandið á milli vaxtamunar í tveimur myntum, stundargengis og framvirks gengis er slíkt að ekki er hægt að tryggja sér hagnað með því að taka lán í annarri myntinni, kaupa skuldabréf í hinni og gera um leið samning um framvirk viðskipti þar sem skuldabréfið er selt og afraksturinn notaður til að greiða upp lánið. Í framkvæmd er raunar vaxtamunurinn og stundargengið oft notað til að reikna út framvirka gengið og þá gildir varið vaxtajafngildi sjálfkrafa.

Þessu náskylt er hugtakið óvarið vaxtajafngildi (e. uncovered interest rate parity) en þá gildir jafnvægi á milli væntinga um (stundar)gengi í framtíðinni, stundargengis nú og vaxtamunar nú, þannig að jafnálitlegt virðist að taka lán í báðum gjaldmiðlunum, sem verið er að skoða. Munurinn á milli varins og óvarins vaxtajafngildis liggur í því að framvirka gengið til tiltekins tíma nú þarf alls ekki að vera það stundargengi, sem menn telja nú líklegt að gildi á þessum sama tíma í framtíðinni.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.12.2008

Síðast uppfært

25.1.2024

Spyrjandi

Sara Fönn Jóhannesdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er framvirkt gengi og hvernig tengist það vörðu og óvörðu vaxtajafngildi?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2008, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50197.

Gylfi Magnússon. (2008, 5. desember). Hvað er framvirkt gengi og hvernig tengist það vörðu og óvörðu vaxtajafngildi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50197

Gylfi Magnússon. „Hvað er framvirkt gengi og hvernig tengist það vörðu og óvörðu vaxtajafngildi?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2008. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50197>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er framvirkt gengi og hvernig tengist það vörðu og óvörðu vaxtajafngildi?
Munur er á annars vegar stundargengi (e. spot rate) og hins vegar framvirku gengi (e. forward rate) gjaldmiðla. Stundargengi er það gengi, sem fæst í viðskiptum ef gjaldmiðlarnir eru afhentir strax (í framkvæmd er oft miðað við afhendingu innan eins eða tveggja daga). Framvirka gengið er það gengi, sem fæst ef samið er nú um skipti (afhendingu) á gjaldmiðlum á tilteknum degi í framtíðinni, til dæmis ef samið er um að selja pund fyrir jen nú en sá, sem selur pundin, afhendir þau ekki fyrr en eftir ár og fær jenin á sama tíma.

Framvirkt gengi fer mikið eftir vaxtamun á milli viðkomandi mynta.

Framvirkt gengi fer mikið eftir vaxtamun á milli viðkomandi mynta. Séu vextir í jenum til dæmis lægri en vextir í pundum er við því að búast að framvirka gengið á jenum gagnvart pundum sé hærra en stundargengið. Oft er talað í þessu samhengi um varið vaxtajafngildi (e. covered interest rate parity). Með því er átt við að sambandið á milli vaxtamunar í tveimur myntum, stundargengis og framvirks gengis er slíkt að ekki er hægt að tryggja sér hagnað með því að taka lán í annarri myntinni, kaupa skuldabréf í hinni og gera um leið samning um framvirk viðskipti þar sem skuldabréfið er selt og afraksturinn notaður til að greiða upp lánið. Í framkvæmd er raunar vaxtamunurinn og stundargengið oft notað til að reikna út framvirka gengið og þá gildir varið vaxtajafngildi sjálfkrafa.

Þessu náskylt er hugtakið óvarið vaxtajafngildi (e. uncovered interest rate parity) en þá gildir jafnvægi á milli væntinga um (stundar)gengi í framtíðinni, stundargengis nú og vaxtamunar nú, þannig að jafnálitlegt virðist að taka lán í báðum gjaldmiðlunum, sem verið er að skoða. Munurinn á milli varins og óvarins vaxtajafngildis liggur í því að framvirka gengið til tiltekins tíma nú þarf alls ekki að vera það stundargengi, sem menn telja nú líklegt að gildi á þessum sama tíma í framtíðinni.

Mynd:...