Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Hér er einnig svar við spurningunum:
  • Geturðu sagt mér eitthvað um bauganet jarðar og tímabeltin?
  • Hver er ástæða þess að núll-lengdarbaugurinn er þar sem hann er en ekki á einhverjum öðrum stað?
Bauganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu á yfirborði jarðar. Breiddarbaugar eru notaðir til þess að ákvarða staðsetningu til norðurs eða suðurs og lengdarbaugar ákvarða staðsetningu til austurs eða vesturs.

Í þessu kerfi myndar miðbaugur (0-baugur, e. equator) hring sem skiptir jörðinni í tvo jafn stóra hluta, norðurhvel og suðurhvel. Samhliða miðbaug eru 90 breiddarbaugar til norðurs og 90 til suðurs. Í gráðum talið er jafnt bil á milli bauganna (1 gráða), en þar sem jörðin er ekki fullkomlega hnöttótt heldur flatari til pólanna er bilið á milli breiddarbauganna ekki nákvæmlega það sama í kílómetrum talið. Við miðbaug eru um 110,57 km á milli breiddarbauga en við pólana er fjarlægðin um 111,70 km.

Lengdarbaugar eru hálfhringir sem dregnir eru á milli norður- og suðurpóls hornrétt á miðbaug. Þeir eru alls 360 talsins, 180 í vestur og 180 í austur frá núllbaug (e. prime meridian) en hann liggur um staðinn þar sem áður var stjörnuathugunarstöðin í Greenwich við London. Bilið á milli lengdarbauga er mest við miðbaug, um 111,32 km, en minnkar eftir því sem nær dregur pólunum og er ekkert við pólana sjálfa þar sem þeir koma allir saman.

Til þess að auka nákvæmni í staðarákvörðunum er hverri gráðu (bilinu á milli bauganna) skipt í 60 mínútur og hverri mínútu í 60 sekúndur. Lengd og breidd staða er þannig gefin upp í gráðum, mínútum og sekúndum. Staðsetningin samsvarar gráðu þess horns sem er á milli tveggja ímyndaðra lína þar sem önnur línan er dregin frá miðju jarðar í núllbaug (miðbaug fyrir breidd og lengdarbauginn í gegnum Greenwich fyrir lengd) og hin frá miðju jarðar til þess staðar er um ræðir. Ef Ísland er tekið sem dæmi er hnattstaða nyrsta tanga landsins, Rifstanga, 66º32,2’ N (les: 66 gráður og 32,3 mínútur norður eða norðlægrar breiddar) og Kötlutanga, sem er syðsti oddi landsins, 63º23,6’ N. Vestasta nes landsins er Bjargtangar á 24º32,1’ V (vestlægrar lengdar) og austasti tanginn er Gerpir á 13º29,6’ V. Nánar má lesa um þetta á Vísindavefnum í svari ÞV við spurningunni Á hvaða breiddargráðu er Ísland?

Lengi vel var ekki samræmt meðal þjóða hvaða lengdarbaugur væri núllbaugurinn og númeruðu kortagerðarmenn gjarnan lengdarbaugana út frá þeirri línu sem gekk í gegnum stjörnuathugunarstöðina í viðkomandi landi. Þannig miðuðu Bandaríkjamenn við að núllbaugur lægi um Washington, Frakkar að hann lægi um París en Bretar miðuðu við Greenwich rétt utan London.

Á seinni hluta 19. aldar voru haldnar nokkrar ráðstefnur þar sem fjallað var um nauðsyn þess að samræma staðsetningu núll-lengdarbaugsins. Á ráðstefnu 25 ríkja sem haldin var í Washington 1884 var ákveðið að núll-lengdarbaugur gengi í gegnum Greenwich. Ein megin ástæðan fyrir valinu var sú að Bretar voru umsvifamiklir í siglingum og kortagerð og voru sjókort þeirra, með núll-lengdarbaug í gegnum Greenwich, notuð af sæförum margra þjóða.

Á sömu ráðstefnu og ákveðið var að núll-lengdarbaugurinn skyldi miðast við Greenwich, sættust menn á að taka upp alþjóðlegan staðaltíma sem miðaður væri við núll-lengdarbauginn. Áður voru jafnvel einstaka bæir með sinn staðartíma. Eftir því sem samskipti jukust á 19. öldinni með tilkomu ritsíma og járnbrauta varð ljóst að samræma þyrfti tíma. Mjög erfitt var til dæmis að útbúa járnbrautaáætlanir þegar hver staður var með sinn tíma.

Hnettinum var skipt í 24 tímabelti sem hvert um sig tekur yfir 15 lengdarbauga. Staðaltími gildir á belti sem liggur 7,5 gráður til austurs og vesturs frá núll-lengdarbaug. Grunnhugmyndin er sú að innan hvers tímabeltis sé klukkan alls staðar það sama, en í austur frá Greenwich bætist ein klukkustund við í hverju tímabelti en dregst frá sé farið í vestur frá Greenwich. Þannig er klukkan orðin 13:00 í Kaupmannahöfn þegar það er hádegi í London en einungis 7:00 að morgni í New York.

Tímabeltin fylgja þó ekki lengdarbaugunum nákvæmlega því víða fara þau eftir landamærum þannig að sami tími gildi í landinu öllu. Það er ákvörðun stjórnvalda á hverjum stað hvaða tímabelti er fylgt.

Í Kyrrahafinu, nákvæmlega gengt núll-lengdarbaugnum, liggur 180 lengdarbaugurinn. Þar skiptir á milli austur- og vesturhvels jarðar og er 12 klukkustunda munur á milli hans og núllbaugs. Svokölluð daglína liggur nokkurn veginn um 180 lengdarbaug og þegar farið er yfir hana skiptir um dag. Þannig er Asía einum degi á undan Ameríku.

Heimildir:Önnur svör á Vísindavefnum um svipað efni:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.7.2002

Spyrjandi

Magnús Ingvar f. 1988
Oddný Björgvinsdóttir f. 1984
Björn Ásbjörnsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2002. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2556.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 3. júlí). Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2556

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2002. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2556>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum?
Hér er einnig svar við spurningunum:

  • Geturðu sagt mér eitthvað um bauganet jarðar og tímabeltin?
  • Hver er ástæða þess að núll-lengdarbaugurinn er þar sem hann er en ekki á einhverjum öðrum stað?
Bauganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu á yfirborði jarðar. Breiddarbaugar eru notaðir til þess að ákvarða staðsetningu til norðurs eða suðurs og lengdarbaugar ákvarða staðsetningu til austurs eða vesturs.

Í þessu kerfi myndar miðbaugur (0-baugur, e. equator) hring sem skiptir jörðinni í tvo jafn stóra hluta, norðurhvel og suðurhvel. Samhliða miðbaug eru 90 breiddarbaugar til norðurs og 90 til suðurs. Í gráðum talið er jafnt bil á milli bauganna (1 gráða), en þar sem jörðin er ekki fullkomlega hnöttótt heldur flatari til pólanna er bilið á milli breiddarbauganna ekki nákvæmlega það sama í kílómetrum talið. Við miðbaug eru um 110,57 km á milli breiddarbauga en við pólana er fjarlægðin um 111,70 km.

Lengdarbaugar eru hálfhringir sem dregnir eru á milli norður- og suðurpóls hornrétt á miðbaug. Þeir eru alls 360 talsins, 180 í vestur og 180 í austur frá núllbaug (e. prime meridian) en hann liggur um staðinn þar sem áður var stjörnuathugunarstöðin í Greenwich við London. Bilið á milli lengdarbauga er mest við miðbaug, um 111,32 km, en minnkar eftir því sem nær dregur pólunum og er ekkert við pólana sjálfa þar sem þeir koma allir saman.

Til þess að auka nákvæmni í staðarákvörðunum er hverri gráðu (bilinu á milli bauganna) skipt í 60 mínútur og hverri mínútu í 60 sekúndur. Lengd og breidd staða er þannig gefin upp í gráðum, mínútum og sekúndum. Staðsetningin samsvarar gráðu þess horns sem er á milli tveggja ímyndaðra lína þar sem önnur línan er dregin frá miðju jarðar í núllbaug (miðbaug fyrir breidd og lengdarbauginn í gegnum Greenwich fyrir lengd) og hin frá miðju jarðar til þess staðar er um ræðir. Ef Ísland er tekið sem dæmi er hnattstaða nyrsta tanga landsins, Rifstanga, 66º32,2’ N (les: 66 gráður og 32,3 mínútur norður eða norðlægrar breiddar) og Kötlutanga, sem er syðsti oddi landsins, 63º23,6’ N. Vestasta nes landsins er Bjargtangar á 24º32,1’ V (vestlægrar lengdar) og austasti tanginn er Gerpir á 13º29,6’ V. Nánar má lesa um þetta á Vísindavefnum í svari ÞV við spurningunni Á hvaða breiddargráðu er Ísland?

Lengi vel var ekki samræmt meðal þjóða hvaða lengdarbaugur væri núllbaugurinn og númeruðu kortagerðarmenn gjarnan lengdarbaugana út frá þeirri línu sem gekk í gegnum stjörnuathugunarstöðina í viðkomandi landi. Þannig miðuðu Bandaríkjamenn við að núllbaugur lægi um Washington, Frakkar að hann lægi um París en Bretar miðuðu við Greenwich rétt utan London.

Á seinni hluta 19. aldar voru haldnar nokkrar ráðstefnur þar sem fjallað var um nauðsyn þess að samræma staðsetningu núll-lengdarbaugsins. Á ráðstefnu 25 ríkja sem haldin var í Washington 1884 var ákveðið að núll-lengdarbaugur gengi í gegnum Greenwich. Ein megin ástæðan fyrir valinu var sú að Bretar voru umsvifamiklir í siglingum og kortagerð og voru sjókort þeirra, með núll-lengdarbaug í gegnum Greenwich, notuð af sæförum margra þjóða.

Á sömu ráðstefnu og ákveðið var að núll-lengdarbaugurinn skyldi miðast við Greenwich, sættust menn á að taka upp alþjóðlegan staðaltíma sem miðaður væri við núll-lengdarbauginn. Áður voru jafnvel einstaka bæir með sinn staðartíma. Eftir því sem samskipti jukust á 19. öldinni með tilkomu ritsíma og járnbrauta varð ljóst að samræma þyrfti tíma. Mjög erfitt var til dæmis að útbúa járnbrautaáætlanir þegar hver staður var með sinn tíma.

Hnettinum var skipt í 24 tímabelti sem hvert um sig tekur yfir 15 lengdarbauga. Staðaltími gildir á belti sem liggur 7,5 gráður til austurs og vesturs frá núll-lengdarbaug. Grunnhugmyndin er sú að innan hvers tímabeltis sé klukkan alls staðar það sama, en í austur frá Greenwich bætist ein klukkustund við í hverju tímabelti en dregst frá sé farið í vestur frá Greenwich. Þannig er klukkan orðin 13:00 í Kaupmannahöfn þegar það er hádegi í London en einungis 7:00 að morgni í New York.

Tímabeltin fylgja þó ekki lengdarbaugunum nákvæmlega því víða fara þau eftir landamærum þannig að sami tími gildi í landinu öllu. Það er ákvörðun stjórnvalda á hverjum stað hvaða tímabelti er fylgt.

Í Kyrrahafinu, nákvæmlega gengt núll-lengdarbaugnum, liggur 180 lengdarbaugurinn. Þar skiptir á milli austur- og vesturhvels jarðar og er 12 klukkustunda munur á milli hans og núllbaugs. Svokölluð daglína liggur nokkurn veginn um 180 lengdarbaug og þegar farið er yfir hana skiptir um dag. Þannig er Asía einum degi á undan Ameríku.

Heimildir:Önnur svör á Vísindavefnum um svipað efni:

...