Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig get ég reiknað út fjarlægðir á milli jarðskjálfta á Reykjanesskaga?

EDS

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Þegar maður er að skoða staðsetningu jarðskjálfta á vef Veðurstofunnar þá eru þeir staðsettir með tölum í lengdar- og breiddargráðum. Nú langar mig að vita hvað ein lengdargráða er löng í metrum á breiddargráðu, t.d. 63,88° þannig að maður geti áttað sig á hve mikil fjarlægð er á milli upptaka skjálfta?

Þar sem fjarlægðin á milli lengdarbauga minnkar stöðugt eftir því sem farið er norðar eða sunnar frá miðbaug er einfaldast að nota reiknivélar á Netinu til að skoða fjarlægð á milli staða.

Það hefur lengi tíðkast að gefa upp staðsetningu á yfirborði jarðar með því að nota bauganet sem eins konar ímyndað hnitakerfi lagt yfir jarðarkúluna. Breiddarbaugar eru notaðir til þess að ákvarða staðsetningu til norðurs eða suðurs og lengdarbaugar ákvarða staðsetningu til austurs eða vesturs.

Í gráðum talið er jafnt bil á milli breiddarbauganna (1 gráða), en þar sem jörðin er ekki fullkomlega hnöttótt heldur flatari til pólanna er bilið á milli þeirra ekki nákvæmlega það sama í kílómetrum talið, en munar þó ekki miklu. Við miðbaug eru um 110,57 km á milli breiddarbauga en við pólana er fjarlægðin um 111,70 km.

Hins vegar fer bilið á milli lengdarbauganna algjörlega eftir því við hvaða stað er miðað. Við miðbaug er fjarlægðin á milli þeirra rúmlega 111 km en minnkar svo eftir því sem nær dregur pólunum þar sem þeir koma allir saman og fjarlægðin er 0.

Það er því nokkuð flókið fyrir flest okkar að reikna vegalengd á milli tveggja staða út frá lengd og breidd. Hins vegar eru góðar reiknivélar á Netinu sem auðvelda lífið þegar leysa þarf svona verkefni. Til dæmis má benda á vef Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna (National Hurricane Center and Central Pacific Hurricane Center) eða síðuna Movable Type Scripts. Á þessum síðum er bæði hægt að setja inn staðsetningu á forminu gráður/mínútur/sekúndur og sem tugabrot.

Hér var sérstaklega spurt um fjarlægðina á milli upptaka jarðskjálfta og vísað í töflu á vef Veðurstofunnar þar sem staðsetning jarðskjálftanna er sýnd í breidd og lengd í hundraðshlutum úr gráðum. Tökum sem dæmi tvo jarðskjálfta sem urðu föstudaginn 12. mars, annars vegar þann sem var kl. 7:43 og var 5 að stærð hins vegar skjálfta upp á 4,2 sem varð rúmum klukkutíma síðar:

Yfirlit af Veðurstofu Íslands um nokkra jarðskjálfta sem urðu 12. mars 2021.

Ef við setjum staðsetningu þeirra inn í reiknivélina á Movable Type Scripts þá fæst eftirfarandi niðurstaða:

Staðsetning tveggja jarðskjálfta sem urðu á Reykjanesskaga 12.3.2021 sett inn í reiknivél sem aðgengileg er á Netinu.

Samkvæmt reiknivélinni voru því tæplega 800 m á milli upptaka jarðskjálftanna tveggja. Þegar fjarlægð á milli staða er lítil hentar reiknivélin á Movable Type Scripts betur en síða Fellibyljamiðstöðvarinnar. Á þeirri síðarnefndu eru vegalengdir nefnilega námundaðar að næsta kílómetra.

Fleiri sambærilegar síður má finna með því að gúggla til dæmis orðin: latitude longitude distance calculator.

Heimildir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.3.2021

Spyrjandi

Gunnar Valdimarsson

Tilvísun

EDS. „Hvernig get ég reiknað út fjarlægðir á milli jarðskjálfta á Reykjanesskaga?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2021, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81360.

EDS. (2021, 15. mars). Hvernig get ég reiknað út fjarlægðir á milli jarðskjálfta á Reykjanesskaga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81360

EDS. „Hvernig get ég reiknað út fjarlægðir á milli jarðskjálfta á Reykjanesskaga?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2021. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81360>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig get ég reiknað út fjarlægðir á milli jarðskjálfta á Reykjanesskaga?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Þegar maður er að skoða staðsetningu jarðskjálfta á vef Veðurstofunnar þá eru þeir staðsettir með tölum í lengdar- og breiddargráðum. Nú langar mig að vita hvað ein lengdargráða er löng í metrum á breiddargráðu, t.d. 63,88° þannig að maður geti áttað sig á hve mikil fjarlægð er á milli upptaka skjálfta?

Þar sem fjarlægðin á milli lengdarbauga minnkar stöðugt eftir því sem farið er norðar eða sunnar frá miðbaug er einfaldast að nota reiknivélar á Netinu til að skoða fjarlægð á milli staða.

Það hefur lengi tíðkast að gefa upp staðsetningu á yfirborði jarðar með því að nota bauganet sem eins konar ímyndað hnitakerfi lagt yfir jarðarkúluna. Breiddarbaugar eru notaðir til þess að ákvarða staðsetningu til norðurs eða suðurs og lengdarbaugar ákvarða staðsetningu til austurs eða vesturs.

Í gráðum talið er jafnt bil á milli breiddarbauganna (1 gráða), en þar sem jörðin er ekki fullkomlega hnöttótt heldur flatari til pólanna er bilið á milli þeirra ekki nákvæmlega það sama í kílómetrum talið, en munar þó ekki miklu. Við miðbaug eru um 110,57 km á milli breiddarbauga en við pólana er fjarlægðin um 111,70 km.

Hins vegar fer bilið á milli lengdarbauganna algjörlega eftir því við hvaða stað er miðað. Við miðbaug er fjarlægðin á milli þeirra rúmlega 111 km en minnkar svo eftir því sem nær dregur pólunum þar sem þeir koma allir saman og fjarlægðin er 0.

Það er því nokkuð flókið fyrir flest okkar að reikna vegalengd á milli tveggja staða út frá lengd og breidd. Hins vegar eru góðar reiknivélar á Netinu sem auðvelda lífið þegar leysa þarf svona verkefni. Til dæmis má benda á vef Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna (National Hurricane Center and Central Pacific Hurricane Center) eða síðuna Movable Type Scripts. Á þessum síðum er bæði hægt að setja inn staðsetningu á forminu gráður/mínútur/sekúndur og sem tugabrot.

Hér var sérstaklega spurt um fjarlægðina á milli upptaka jarðskjálfta og vísað í töflu á vef Veðurstofunnar þar sem staðsetning jarðskjálftanna er sýnd í breidd og lengd í hundraðshlutum úr gráðum. Tökum sem dæmi tvo jarðskjálfta sem urðu föstudaginn 12. mars, annars vegar þann sem var kl. 7:43 og var 5 að stærð hins vegar skjálfta upp á 4,2 sem varð rúmum klukkutíma síðar:

Yfirlit af Veðurstofu Íslands um nokkra jarðskjálfta sem urðu 12. mars 2021.

Ef við setjum staðsetningu þeirra inn í reiknivélina á Movable Type Scripts þá fæst eftirfarandi niðurstaða:

Staðsetning tveggja jarðskjálfta sem urðu á Reykjanesskaga 12.3.2021 sett inn í reiknivél sem aðgengileg er á Netinu.

Samkvæmt reiknivélinni voru því tæplega 800 m á milli upptaka jarðskjálftanna tveggja. Þegar fjarlægð á milli staða er lítil hentar reiknivélin á Movable Type Scripts betur en síða Fellibyljamiðstöðvarinnar. Á þeirri síðarnefndu eru vegalengdir nefnilega námundaðar að næsta kílómetra.

Fleiri sambærilegar síður má finna með því að gúggla til dæmis orðin: latitude longitude distance calculator.

Heimildir:...