Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er jörðin fullkomlega hnöttótt?

Stjörnufræðivefurinn

Við þessari spurningu er til einfalt svar: Nei, það er hún ekki.

Jörðin er mjög nálægt því að vera hnöttótt, en vegna snúnings hennar um möndul sinn og ónógs miðsóknarkrafts er hún eins og miðaldra karl með vömb; örlítið flatari við pólana og með bungu um miðbauginn. Þetta frávik frá kúlulögun veldur því að þvermál jarðar við miðbaug er 43 km meira en pólþvermálið (12.757 km – 12.714 km = 43 km). Ummál jarðar við miðbaug er 40.076 km en 40.009 km um pólana.Þetta hefur, ásamt miðsóknarkrafti við yfirborð jarðar, í för með sér að þyngdarhröðun á jörðinni er mismikil eftir breiddargráðum. Þyngdarhröðunin er minnst við pólana (9,79 m/s2 = 0,997 g) en mest við miðbaug (9,83 m/s2 = 1,002 g). Það þýðir að þú ert 0,5% léttari á pólsvæðum jarðar en við miðbaug, vegna þess að jörðin togar með örlítið meiri krafti í þig. Þessi munur mundi koma fram ef þú hefðir með þér fjaðurvog á báða staðina, en hins vegar ekki ef þú mundir nota vog með lóðum, því að þyngd þeirra breytist eins og þyngd þín. Meðalþyngdarhröðun jarðar er 9,81 m/s2. Á Íslandi er þyngdarhröðunin um 9,82 m/s2

Mynd:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um jörðina á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi.

Útgáfudagur

27.2.2013

Spyrjandi

6. bekkur í Kelduskóla í Korpu

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Er jörðin fullkomlega hnöttótt?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2013, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64298.

Stjörnufræðivefurinn. (2013, 27. febrúar). Er jörðin fullkomlega hnöttótt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64298

Stjörnufræðivefurinn. „Er jörðin fullkomlega hnöttótt?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2013. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64298>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er jörðin fullkomlega hnöttótt?
Við þessari spurningu er til einfalt svar: Nei, það er hún ekki.

Jörðin er mjög nálægt því að vera hnöttótt, en vegna snúnings hennar um möndul sinn og ónógs miðsóknarkrafts er hún eins og miðaldra karl með vömb; örlítið flatari við pólana og með bungu um miðbauginn. Þetta frávik frá kúlulögun veldur því að þvermál jarðar við miðbaug er 43 km meira en pólþvermálið (12.757 km – 12.714 km = 43 km). Ummál jarðar við miðbaug er 40.076 km en 40.009 km um pólana.Þetta hefur, ásamt miðsóknarkrafti við yfirborð jarðar, í för með sér að þyngdarhröðun á jörðinni er mismikil eftir breiddargráðum. Þyngdarhröðunin er minnst við pólana (9,79 m/s2 = 0,997 g) en mest við miðbaug (9,83 m/s2 = 1,002 g). Það þýðir að þú ert 0,5% léttari á pólsvæðum jarðar en við miðbaug, vegna þess að jörðin togar með örlítið meiri krafti í þig. Þessi munur mundi koma fram ef þú hefðir með þér fjaðurvog á báða staðina, en hins vegar ekki ef þú mundir nota vog með lóðum, því að þyngd þeirra breytist eins og þyngd þín. Meðalþyngdarhröðun jarðar er 9,81 m/s2. Á Íslandi er þyngdarhröðunin um 9,82 m/s2

Mynd:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um jörðina á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi.

...