Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju fara stjörnurnar í hringi og af hverju eru þær hnöttóttar?

ÞV

Ekki er alveg ljóst hvað spyrjandi á við með því að stjörnurnar fari í hringi. Ég svara þess vegna bara báðum spurningunum sem um gæti verið að ræða.

Okkur sýnast fastastjörnurnar fara í hringi kringum himinpólinn sem er nálægt Pólstjörnunni. Þetta er sýndarhreyfing sem kemur til af því að við sjálf erum á hringhreyfingu kringum möndul jarðarinnar og hann vísar alltaf á himinpólinn. Um þetta má lesa nánar í ýmsum svörum á Vísindavefnum til dæmis:

Stundum er líka sagt að reikistjörnurnar fari í hringi um sól. Þær reikistjörnur sem eru á annað borð sýnilegar með berum augum eru Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Þær líta út svipað og aðrar stjörnur á himninum en hreyfast hins vegar með ákveðnum hætti miðað við fastastjörnurnar. Þessi hreyfing er allflókin en útfrá henni má komast að því að þær hreyfast í rauninni á brautum kringum sólina. Brautirnar eru nálægt því að vera hringir en eru það þó ekki nákvæmlega. Frekari upplýsingar má finna í eftirfarandi svörum Vísindavefsins:

Stjörnurnar eru kúlulaga af því að þyngdarkraftur milli efnisagnanna í þeim togar þær saman og þær eru í rauninni "mest saman" með því að mynda kúlu. Þannig verður til dæmis orka þeirra minnst. Nánar má lesa um þetta í eftirfarandi svörum:

Frekara lesefni má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

9.5.2006

Spyrjandi

Sigríður Hjartar, f. 1994

Tilvísun

ÞV. „Af hverju fara stjörnurnar í hringi og af hverju eru þær hnöttóttar?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5880.

ÞV. (2006, 9. maí). Af hverju fara stjörnurnar í hringi og af hverju eru þær hnöttóttar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5880

ÞV. „Af hverju fara stjörnurnar í hringi og af hverju eru þær hnöttóttar?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5880>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju fara stjörnurnar í hringi og af hverju eru þær hnöttóttar?
Ekki er alveg ljóst hvað spyrjandi á við með því að stjörnurnar fari í hringi. Ég svara þess vegna bara báðum spurningunum sem um gæti verið að ræða.

Okkur sýnast fastastjörnurnar fara í hringi kringum himinpólinn sem er nálægt Pólstjörnunni. Þetta er sýndarhreyfing sem kemur til af því að við sjálf erum á hringhreyfingu kringum möndul jarðarinnar og hann vísar alltaf á himinpólinn. Um þetta má lesa nánar í ýmsum svörum á Vísindavefnum til dæmis:

Stundum er líka sagt að reikistjörnurnar fari í hringi um sól. Þær reikistjörnur sem eru á annað borð sýnilegar með berum augum eru Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Þær líta út svipað og aðrar stjörnur á himninum en hreyfast hins vegar með ákveðnum hætti miðað við fastastjörnurnar. Þessi hreyfing er allflókin en útfrá henni má komast að því að þær hreyfast í rauninni á brautum kringum sólina. Brautirnar eru nálægt því að vera hringir en eru það þó ekki nákvæmlega. Frekari upplýsingar má finna í eftirfarandi svörum Vísindavefsins:

Stjörnurnar eru kúlulaga af því að þyngdarkraftur milli efnisagnanna í þeim togar þær saman og þær eru í rauninni "mest saman" með því að mynda kúlu. Þannig verður til dæmis orka þeirra minnst. Nánar má lesa um þetta í eftirfarandi svörum:

Frekara lesefni má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan....